Morgunn - 01.06.1969, Síða 23
MORGUNN
17
þeirra, sem á hann hlýddu meðal annars vegna þess, að
hann var að ýmsu leyti í samræmi við eldfornar arfsagnir
þessara þjóða, sem þeim voru kunnar og þeir töldu heilagar.
Segja má, að kenningar Páls hafi síðan orðið megingrund-
völlur guðfræðinnar og kenninga kirkjufeðranna, þær um-
búðir um sjálfan kjarnann í boðskap Jesú, sem kirkjan hef-
ur haldið sér við í meginatriðum og gjörir að verulegu leyti
enn þann dag i dag.
Þessum umbúðum lýsir mjög víðlesinn rithöfundur og
kunnur fræðimaður einkum í sálarfræði, trúarbragðasögu
og þjóðfélagsvísindum, P. W. Martin að nafni í bók sinni
Experiment in Depth, sem ef til vill mætti nefna á íslenzku:
Leitin að kjarnanum. Hann kemst þar meðal annars að orði
á þessa leið:
„Þessar umbúðir hafa smátt og smátt í för með sér grund-
vallar breytingu á kenningunni. 1 stað þess að maðurinn
skyldi fyrst og fremst leita guðsríkis og hans réttlætis og
vinna þannig að fullkomnun sinni með ugg og ótta, er hon-
um tjáð, að þegar sé búið að gjöra þetta fyrir hann. Hann
sé þegar „endurleystur fyrir blóð lambsins". „Fullkomin
fórn“ hafi þegar verið færð. Syndir hans hafi verið „þvegn-
ar burt“. Allt það, sem hann þurfi að gjöra, sé að ,,trúa“, og
þá muni hann frelsaður verða. Það skal tekið fram, að allar
þessar fullyrðingar hafa sannleika að geyma. Að sama skapi,
sem sá andi, sem var í Kristi Jesú, sigrar í sálu mannsins,
verður hann sáluhólpinn. En í þessu gætir þó hins vegar mjög
áhrifa hinna eldfornu goðhetjusagna (archetype). Trúin ein
nægir. Skilyrðislaus játning er allt það, sem krafizt er . . .“.
Því skal ekki neitað, að þessar umbúðir guðfræðinganna
um sjálfan kjarnann í kenningu Jesú hafa vissulega, og ekki
sízt á liðnum öldum, veitt mörgum styrk og huggun, og gera
það, að því er ýmsa snertir, enn þann dag í dag. Hinu verð-
ur þó ekki með rökum neitað, að máttur og áhrifavald
þeirra, og þá um leið sjálfrar kirrkjunnar, fer nú dvínandi.
Fyrir þeirri staðreynd þýðir ekki að loka augunum. Þess
vegna hygg ég, að fyllilega sé kominn tími til þess fyrir leið-
2