Morgunn - 01.06.1969, Side 31
MORGUNN
25
var fyrir utan manninn, en tiltölulega lítið að honum sjálf-
um. Við höfum sífellt verið að reyna að þekkja umhverfi
okkar og hagnýta okkur það, en hirt minna um hitt, að
reyna að þekkja okkur sjálfa, hvað við í raun og veru erum
og hvað okkur sé ætlað að verða. Þau svið höfum við látið
eftir trúnni og heimspekinni að fræða fólkið um. Þar hefur
ekki verið talin þörf nákvæmrar eða vísindalegrar rann-
sóknar og þekkingar, heldur eigi þar trúin ein að koma til
skjalanna og bollaleggingar heimspekinganna.
Vísindin hafa löngum verið svo niðursokkin í það að rann-
saka efnið, eigindir þess og orku, og beizlun þeirra krafta,
sem þar finnast, í þjónustu okkar, ekki aðeins til aukinna
þæginda og velmegunar, heldur líka til aukins valds og inn-
byrðis baráttu, eyðileggingar og styrjalda, að annað hefur
þar naumast komizt að. Á anda mannsins eða sál hafa raun-
vísindin litið nánast sem sjálfsblekking. Þau hafa haldið því
fram, að þar sé ekki um neinn sjálfstæðan veruleika að ræða,
heldur aðeins starf heilafrumanna og taugakerfisins, sem
verði að sjálfsögðu að engu um leið og hkaminn deyr og
frumur hans rotna og eyðileggjast.
Hér skal ekki farið mörgum orðum um þessar neikvæðu
fullyrðingar þeirra vísindamanna, sem efnishyggjuna að-
hyllast. Ég bendi aðeins á, að fyrir henni skortir fullgild og
knýjandi rök. Þetta er í rauninni aðeins tilgáta, sem öllum
er frjálst að aðhyllast eða hafna. Og sannleikurinn er sá, að
þeim fer nú ört fækkandi, einnig í hópi vísindamannanna,
sem halda því fram, að þessi tilgáta efnishyggjunnar, að
maðurinn sé ekkert annað og meira en þessi dauðlegi efnis-
líkami, sé á engan hátt styrkt traustari sönnunum og rökum
en tiigáta annara vísindamanna um það, að maðurinn sé
fyrst og fremst andleg vera, lifandi sál, sem starfi um stund-
arsakir í líkama í heimi efnisins.
Allt bendir til þess, að önnurhvor tilgátan hljóti að vera
rétt. Þriðja möguleika hafa menn að minnsta kosti ekki enn-
þá komið auga á. Á meðan svo er litið á, að hvorug þessi til-
gáta sé sönnuð á alveg óyggjandi hátt og svo augljósan og