Morgunn - 01.06.1969, Síða 71
MORGUNN
65
þú þarft á þeim að halda. Og þú getur fylgzt svo vel með
þessari eign þinni, að þú vitir jafnan hvað mikið þú átt eftir.
Tími þinn er aftur á móti eingöngu eyðslufé. Þú verður
að eyða honum jafnóðum og hann fellur þér í skaut. Ef þú
ætlar að spara tímann með því að gera ekkert við hann, þá
ferðu heimskulega að ráði þínu. Þá verður hann að engu í
höndunum á þér. Þú ert þá búinn að tapa honum að fullu og
öllu, án þess að hafa fengið nokkurn skapaðan hlut fyrir
hann. Peninga getum við oft fengið að láni, þegar við þurf-
um mjög á þeim að halda. En ég veit ekki um nokkurn banka
eða lánasjóð, þar sem þú getur fengið þér lánaðan tíma, þeg-
ar þér liggur á, til dæmis þegar þú sérð fram á það, að þinn
eiginn tími hér á jörð sé að þrotum kominn. Og að því dreg-
ur fyrr eða seinna fyrir okkur öllum.
Af þessu leiðir, að viðhorf hugsandi manns til tímans
hlýtur að verða allt annað en viðhorf hans til peninga
sinna. Og satt að segja held ég að það sé mjög gott, að
þetta skuli vera svona. Og um það mættum við vel hugsa
miklu oftar en við almennt gerum.
Hinn mikli höfundur lífsins gefur okkur hvorum um sig
hér á jörð aðeins örlítið brot síns eilífa tíma. Og hann setur
ófrávíkjanleg skilyrði fyrir þessari gjöf, eða öllu heldur fyr-
ir þessu láni, sem hann veitir okkur til ráðstöfunar. Það lán
færð þú aldrei útborgað allt í senn, heldur smátt og smátt,
eitt og eitt augnablik í einu. Þessu augnabliki verður þú að
eyða um leið og það gefst. Annars er það frá þér tekið fyrir
fullt og allt, og þú færð það ekki, hvað sem í boði er. Liðin
stund kemur aldrei aftur.
Ég held, að með þessu sé hinn mikli höfundur tímans að
brýna það fyrir okkur öllum svo ijóst, að ekki verði um villzt,
hver höfuðnauðsyn það sé hverjum manni að nota tíma
sinn rétt, verja þar engri stund að óþörfu til ónýtis eða jafn-
vel til verra en ónýtis. Og til ennþá frekari áherzlu á þessa
skyldu bætir hann þeirri staðreynd við, að engum er gefið
að vita, hver stund hans á jörð kann að verða sú hinzta, og
hans tími þar með gjörsamlega þrotinn í þessu lífi.
5