Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 21

Morgunn - 01.06.1979, Page 21
AUSTRÆNN ANDI 19 skyldar guðstrú Tagores. — „Og guð býr líka í syndinni", eins og segir í einni sögu Einars. Því guð er í öllu og allt. I boðskap þeim, sem Tagore flytur, mætast „þræðirnir að ofan“ frá eilífðarspám og fegurstu spakyrðum andans manna allra alda og allra þjóða, því boðskapur hins frjálsa anda lífs- ins, þegar hann hefur sig upp úr myrkvastofu þröngsýninnar, er heiður og breiður eins og „nóttlaus voraldar veröld, þar sem viðsýnið skín“ í allar áttir eilifðarinnar. Tagore myndi af hjarta geta sungið með trúarskáldinu svarfdælska: „Ég fell í auðmýkt flatur niður, á fótskör þína, drottinn minn“. En vanalega er langtum meiri lífsgleði í trú hans en á sér stað með vestrænum mönnum. „Lífið er leikur guðs,“ syngur Kabír. Hefur Tagore þýtt kvæði hans á enska tungu úr bengölsku máli og gefið út í bók fyrir nokkrum árum; eru flest þeirra dularfull, og þungskilin anda Vestur- landa að efni til, þótt búningurinn sé einfaldur. 1 einu þeirra kemst Kabír svo að orði: „ . . . Skaparinn lét glaðleikinn verða til, og frá orðinu Om spratt upp sköpunin. Jörðin er hans gleði; gleði hans er himinninn. Glcði hans er leiftrið frá sólu og mána. Gleði hans er upphafið, framhaldið og endirinn. Gleði hans er augun, myrkrið og ljósið. Úthöfin og öldurnar eru gleði hans; gleði hans er Sarasvati, .Tumna og Ganges. . . . lif og dauði, sameining og suudurleysing, eru allt gleði- leikar hans. Hann leikur landið og vatnið - allan alheiminn. I leik er sköpunin útbreidd; hún er stofnuð í leik. Allur heimurinn, segir Kabír, hvílir í leik hans, en þó heldur leik- arinn áfram að vera óþekktur . . . “ Ritsnillingurinn franski, Anatole France, sem ekki er sér- lega trúhneigður, og hefur ótvírætt gefið i skyn að litlar líkur væru á framhaldi einstaklingslífsins eftir dauðann, segir á einum stað eitthvað á þá leið, að hann fyllist eigi jafn djúpri lotningu og aðdáun yfir dýrð alheimsins, eins og þeirri

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.