Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Side 23

Morgunn - 01.06.1979, Side 23
AUSTRÆNN AIS'DI 21 „Dagarnir líða,“ sagði ástin, „en ég bíð eftir þér.“ Dauðinn sagði: „Ég sigli lifsbát þinuni yfir um sæinn.“ Mannkynssagan er eftir því sem Tagore heldur fram, sagan af pílagrimsgöngu mannsins, gegnum alda- og æviraðir til að finna og þekkja sjálfan sig - sitt æðsta. Sjálfur kemst Tagore svo að orði: „Saga mannsins er sagan af ferð hans til hins óþekkta, leitin og lærdómstilraunin til að skilja sitt ódauðlega „ég“ — sál sína. Meðan heimsveldin rísa og falla, meðan auðlegð er hrúgað saman i risahauga og síðan þeytt aftur i duftið; meðan skapaðar eru óteljandi likinga-líkamar i mynd og lögun drauma hans og hugmynda og þeim síðan kastað burtu eins og leikföngum barnsins þegar það eldist; meðan hann reynir að brjótast inn i leyndardóm sköpunar- verksins, og meðan hann kastar frá sér gömlu vinnuaðferðinni til þess að reyna nýja i annarri smiðju; - já, meðan allt þetta skeður, heldur maðurinn áfram upp á við, frá tímabili til tímabils, til hins fyllsta skilnings á sál sinni; - sál, sem er stærri en hlutir þeir, sem maðurinn safnar, verk þau sem hann afkastar, fræðikerfi þau sem hann byggir; - sál, sem hvorki verður stöðvuð af dauða né eyðing á braut sinni áfram °g upp á við.“ Fullkomnun inannsins er að finna „guð í sjálfum sér“ — hina einu, sönnu uppsprettu lífsins, sem er sannleikur hans og sem er sál hans; lykill sá, er hann opnar með hliðið að andlega lífsheiminum. Þvi meir sem vér nálgumst vorn sanna mann (guð í sjálf- um oss), því samræmisfyllra verður lif vort. Lengi og langt getum vér orðið að ganga uns þessi æðsta lífseind vor sam- einast lifseindinni fullkomnu: alverandanum, en endirinn er viss, hversu langt og hversu víða sem leiðimar kunna að liggja. I einu af hugsunarfegurstu kvæðum sínum segir Tagore svo: „Langur er timinn, sem ferð mín tekur, og langur er veg- urinn. Á blikfari hins fyrsta ljóss hóf ég för mina og sigldi áfram

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.