Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 23

Morgunn - 01.06.1979, Page 23
AUSTRÆNN AIS'DI 21 „Dagarnir líða,“ sagði ástin, „en ég bíð eftir þér.“ Dauðinn sagði: „Ég sigli lifsbát þinuni yfir um sæinn.“ Mannkynssagan er eftir því sem Tagore heldur fram, sagan af pílagrimsgöngu mannsins, gegnum alda- og æviraðir til að finna og þekkja sjálfan sig - sitt æðsta. Sjálfur kemst Tagore svo að orði: „Saga mannsins er sagan af ferð hans til hins óþekkta, leitin og lærdómstilraunin til að skilja sitt ódauðlega „ég“ — sál sína. Meðan heimsveldin rísa og falla, meðan auðlegð er hrúgað saman i risahauga og síðan þeytt aftur i duftið; meðan skapaðar eru óteljandi likinga-líkamar i mynd og lögun drauma hans og hugmynda og þeim síðan kastað burtu eins og leikföngum barnsins þegar það eldist; meðan hann reynir að brjótast inn i leyndardóm sköpunar- verksins, og meðan hann kastar frá sér gömlu vinnuaðferðinni til þess að reyna nýja i annarri smiðju; - já, meðan allt þetta skeður, heldur maðurinn áfram upp á við, frá tímabili til tímabils, til hins fyllsta skilnings á sál sinni; - sál, sem er stærri en hlutir þeir, sem maðurinn safnar, verk þau sem hann afkastar, fræðikerfi þau sem hann byggir; - sál, sem hvorki verður stöðvuð af dauða né eyðing á braut sinni áfram °g upp á við.“ Fullkomnun inannsins er að finna „guð í sjálfum sér“ — hina einu, sönnu uppsprettu lífsins, sem er sannleikur hans og sem er sál hans; lykill sá, er hann opnar með hliðið að andlega lífsheiminum. Þvi meir sem vér nálgumst vorn sanna mann (guð í sjálf- um oss), því samræmisfyllra verður lif vort. Lengi og langt getum vér orðið að ganga uns þessi æðsta lífseind vor sam- einast lifseindinni fullkomnu: alverandanum, en endirinn er viss, hversu langt og hversu víða sem leiðimar kunna að liggja. I einu af hugsunarfegurstu kvæðum sínum segir Tagore svo: „Langur er timinn, sem ferð mín tekur, og langur er veg- urinn. Á blikfari hins fyrsta ljóss hóf ég för mina og sigldi áfram

x

Morgunn

Undirtittul:
tímarit Sálarrannsóknarfélags Íslands
Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-5013
Mál:
Árgangir:
79
Útgávur:
155
Registered Articles:
Útgivið:
1920-1998
Tøk inntil:
1998
Útgávustøð:
Útgevari:
Sálarrannsóknafélag Íslands (1920-í løtuni)
Keyword:
Lýsing:
Sálarrannsóknir, spíritismi, dulfræði.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue: 1. tölublað (01.06.1979)
https://timarit.is/issue/332076

Link to this page: 21
https://timarit.is/page/5206599

Link to this article: Austrænn andi
https://timarit.is/gegnir/991006703339706886

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (01.06.1979)

Actions: