Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Side 51

Morgunn - 01.06.1979, Side 51
ÆVAR R. KVARAN: STERK DULRÆN ÁHRIF Mikill tónlistarmaður ver'Öur fyrir sterkum dulrœnum áhrifum í lœkningastofu Ölafs heitins Tryggvasonar á Akureyri. Sigurður Demets, sem löngu er orðinn ein af máttarstoðum tónlistar á Akureyri sem tónlistarkennari og gagnrýnandi var staddur í Borgarbíói laugardaginn 10. febrúar sl., þegar Martin Berkofsky hélt þar píanótónleika. Demets segir frá því i umsögn sinni í Degi, að það hafi verið stór stund. M. a. komst hann svo að orði um píanóleikarann Berkofsky: „Ég held að um hann megi segja, að hann sé orðinn stórmeistari á sinni listamannsbraut, einn af fáum útvöldum, sem skap- arinn hefur kysst á ennið. Ég hef aldrei heyrt annan eins píanóleik. Mér datt í hug að það væri fiðrildi sem snerti nóturnar, og á hinn bóginn var leikur hans svo voldugur, að það var eins og þota færi um salinn. Hin tæknilegu vanda- mál í erfiðum köflum eru honum leikur einn og hljóðfærið varð undursamlegt i höndum hans. Þegar tekist hefur að ná fulfkomnu valdi yfir hljóðfærinu, kemur hin sanna listgáfa í ljós og því báru tónleikarnir í Borgarbíói fagurt vitni“. Martin Berkofsky er bandarískur píanóleikari og tengda- sonur Ólafs heilins Tryggvasonar, huglæknis. Hann er af rússneskum ættum og 36 ára gamall. Hann hefur þegar hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir píanóleik sinn og heiðurs,- verðlaun, auk þess að vera sigurvegari í alþjóðakeppni píanó- leikara. Ástæðan til þess að þessi mikli listamaður er gerður að umtalsefni hér er sú, að hann varð fyrir athyglisverðri reynslu 4

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.