Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 59

Morgunn - 01.06.1979, Page 59
BÆKUR 57 Engir Islendingar hafa upplifaS aðrar eins hreytingar á lífsháttum og þeir sem nú eru um og yfir fimmtugt. En hefur afstaða landsmanna ekki breyst að sama skapi til þess sem oft er kallað dulræn fyrirbæri og svokallaðir lærðir menn hafa fyrir löngu talið í flokki hreinnar hjátrúar? Telja Islendingar dulræna reynslu raunsanna eða lilvistarlausa? Er hún ímyndun eða veruleiki? Þessi bók um könnun þess- arar afstöðu landsmanna svarar þessum spumingum. Einnig lýsir þessi könnun þeim höndum sem oft liggja milli dul- rænnar reynslu annars vegar og almenns trúarlifs liins vegar. Þá er inn i íslenska efnið fléttað ýmsum upplýsingum um aðrar þjóðir til samanburðar, og eru þær einnig stórfróðlegar. Það er afar mikilvægt, að höfundur þessarar ágætu hókar, dr. Erlendur Haraldsson, er viðurkenndur sérfræðingur í þeim könnunarrannsóknum, sem hér er lýst, og er þegar byrjaður að gefa út hækur með öðrum heimskunnum vísinda- mönnum um þessi efni. Með þessum ágæta islenska vísinda- manni höfum við eignast okkar fyrsta dulsálarfræðing og hann lætur þegar hendur standa fram úr ermum. Þessu hljóta allir sannleiksleitendur að fagna. Hver er reynsla ís- lendinga í dulrænum efnum? Og hver er trú þeirra á þeim? Þessu svarar þessi stórfróðlega bók. Það er ekki seinna vænna að við förum að átta okkur á þessum mikilvægu málum, því réttur skilningur á þeim getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir afstöðu okkar til lifsins og mat á gildi ]æss og tilgang. Þessi bók er svo forvitnileg, að litið vit er i öðru en að lesa hana spjaldanna á milli, þótt hér verði eitthvað smávegis til línt. Um samanhurð við nágrannaþjóðir okkar, Dani, Vestur- Þjóðverja og Bandarikjamenn er það að segja, að því fer fjarri að trú okkar á hugræna, dulræna hæfileika séu með eindæmum í samanburði við þessar þjóðir. Niðurstaðan er sú, að meirihluti alls almennings í öllum Jiessum löndum trúir á tilveru þeirra. Höfundur bendir á það, að rússneska stórskáldið Fjodor Dostojevski segi í einu rita sinna, að aaðsta hugmynd manns-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.