Bankablaðið - 01.12.1964, Síða 28

Bankablaðið - 01.12.1964, Síða 28
HELGI BACHMANN: Stjórnarfundur N.B.U. Norrænt bankamannamót í Rold-Star Kro Hinn 13. september 1964 var haldinn í Kaupmannahöfn iyrsti stjórnarlundurinn í Norræna bankamannasambandinu (N.li.U.) samkvæmt nýjum lögum þess, sem lögð voru fram og fengu endanlega afgreiðslu á stjórn- arfundi hér í Reykjavík í júnímánuði. Fund- urinn ákvað að fyrsta sameiginlega baráttu- málið skyldi vera krafan um laugardagsfrí fyrir bankamenn á öllum Norðurlöndum, en eins og kunnugt er hafa Svíar einir Norður- landanna lokað bönkum á laugardögum og gildir lokunin á tímabilinu apríl—september eða hálft árið. Þessi tilhögun hefur mælzt vel fyrir á sænskum vinnumarkaði og nýtur stuðnings hins opinbera. Það var ákveðið að hefja þegar áróður l'yrir þessu sameiginlega baráttumáli bankamanna og konru viðtöl lrá fundinum í danska sjónvarpinu þá um kvöldið, þar sent P. G. Bergström, lram- kvæmdastjóri N.B.U. og lormaður danska bankamannasambandsins, Bent Christen- sen, túlkuðu sameiginlegan málslað nor- rænna bankamanna í þessu máli. Fundur- inn kaus tvo menn frá hverju Norðurland anna fyrir tímabilið fram til fyrsta þings N.B.U., sem haldið verður í Osló í septem- ber 1965. Skyldi annar vera „kontaktmað- ur“, sem ætlast er til að bankamannasam- böndin hafi samband við um hin ýmsu mál, sem upp kunna að koma í hinu norræna samstarli, og var Sigurður Örn Einarsson kjörinn af okkar hálfu, en Charles Olsen, Danmörku, Kaj Saxén, Finnlandi, Carl Pla- tou, Noregi og P. C. Bergström, Svíþjóð. Hinn maðurinn skyldi eiga sæti í statis- tiskri nefnd, sem ætlað er m. a. að gera at- huganir á kjörum bankamanna á Norður- löndum nteð samanburði við aðrar stéttir. Þegar svo niðurstaða liggur fyrir Irá Jiessari nefnd hverju sinni, Jtá mun stjórn N.B.U., á grundvelli Jteirrar niðurstöðu, marka stefnuna í sameiginlegri baráttu fyrir bætt- um kjörum bankamanna á Norðurlöndum. Undirritaður var kjörinn í nefnd þessa af 26 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.