Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 17

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 17
17 „Annatímar í bönkum 1985" ið fé sem þessu nemur. Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir að fjárveitinga- valdið muni leggja bankanum til aukið fé, þá verður Landsbankinn að lækka nokkra liði efnahagsreiknings síns“. Niðurstöðutala efnahagsreiknings Landsbankans á síðasta ári, að viðbætt- um ábyrgðum en að frádregnum innlán- um í Seðlabankanum, nam 26,3 mill- jörðunt króna. Eigið fé bankans nam samkvæmt ársreikningi 1,1 milljarði króna. Eiginfjárhlutfall bankans, eins og það er nánar skilgreint í þessu sambandi, var4,6% í lok ársins, en samkvæmt 36. grein laganna má hlutfallið ekki verða lægra heldur en 5%. Bankinn hefur fimm ára aðlögunartíma til þess að koma hlutfallinu í rétt horf. En til hvaða að- gerða getur hann gripið? „Eina leiðin er að draga úr umsvifunum“, áréttar Helgi Bergs. En hvaða umsvifum? Á þaö hefur verið bent að Landsbankinn geti einfald- lega beitt sér fyrir breytingum á þeim háttum sem viðgengist hafa varðandi lántökur erlendis, og bankinn hætti að taka öll lánin sjálfur og endurlána þau síðan til aðila sem hafa fengið heimildir til erlendrar lántöku; hægt yrði í stað- inn að efna til lántökusamvinnu á milli banka, þannig að þeir tækju lánin í sam- einingu. Sama gildir um þá milligöngu sem Landsbankinn hefur tekið að sér fyr- ir nokkra banka varðandi erlenda fjár- mögnun gengisbundinna afurðalána. En banki í slfkri stöðu mun vafalaust leitast við að losna við þau viðskipti sem eru honum erfiðust og halda hin- um sem hann hagnast mest á. Afurða- lánin hafa gefið minnst af sér, vegna þess að vöxtum á þeim hefur verið haldið niðri. Svo kann e.t.v. að fara að bankinn segi ennfremur upp viðskiptum við at- vinnufyrirtæki í erfiðum atvinnugrein- um, sem eru frekar á lánsfé en eiga erfitt með að standa í skilum. En hvaða banki á þá að taka við þessum fyrirtækjum? Sú spurning hlýtur að vakna hvort þessar framknúnu breytingar kalli ekki á skipulagða uppstokkun í ríkisbankakerf- inu og samninga um flutning viðskipta á milli banka. Nefnd sú sem banka- málaráðherra skipaði á síðasta vetri til að gera tillögur um fækkun ríkis- bankanna hefur enn ekki skilað áliti; nefndin átti að ljúka störfum í vor en nú er rætt um að hún birti niðurstöður sínar fyrir áramót. „Bankakerfið er búið að vera í skoðun síðan 1968, þannig að það verður brátt hægt að halda upp á 20 ára afmæli þessarar skoðunar. Ég á persónu- lega ekki von á úrslitum í þessu á næst- unni", segir Helgi Bergs. „Eiginfjár- ákvæðið er stefnumarkandi atriði, og ég efast ekki um að alþingismenn hafi gert sér grein fyrir hvað af því leiðir. Þess vegna sé ég ekki af hverju þeir ættu að vera að grípa til annarra ráðstafana sem myndu stjórna þessu með einhverjum öðrum hætti“. ÚTIBÚ FLIITT? Landsbankinn stendur betur gagnvart öðru eiginfjárákvæði nýju bankalag- anna. í 36. greininni er kveðið svo á að fasteignir og búnaður hvers banka megi aldrei verða meiri en sem nemur 65% af eiginfé bankans. Þetta ákvæði mun m.a. myndaramma um útibúarekst- ur bankanna. Eins og staðan er í dag, er Landsbankinn eini bankinn sem er innan þessara marka; sumir hafa rúmlega tvö- falt leyfilegt hlutfall. Bankarnir hafa enn fimm ár til að koma á jafnvægi í fjárfest- ingum sínum. Stofnun útibúa verður að öðru leyti frjáls frá og með áramótunum. Oft hafa staðið deilur á milli einstakra banka og bankamálaráðherra um leyfi til stofnunar útibúa. Stefán Gunnarsson, bankastjóri Alþýðubankans, segir að það hafi lengi staðið bankanum fyrir þrifum hversu fá útibú hann gat starfrækt; margra ára stríð, sem lauk fyrir ári síðan, hafi t.d. staðið um leyfi bankans til að stofnsetja útibú á Akureyri. Stefán fagnar því, eins og flestir aðrir bankamenn, þessu nýja frelsi til útibúarekstrar. Fasteigna og eig- infjárhlutfallið gefur til kynna að bank- arnir, aðrir en Landsbankinn, geta ekki að svo stöddu fjölgað útibúum sínum. En þeir gætu hugsanlega llutt útibú sín til, lagt sum niður og opnað ný. „Ég hef nú ekki trú á að það verði skyndilegar breytingar á þessu“, segir Pétur Erlends- son, aðstoðarbankastjóri Samvinnu- bankans, um þetta atriði, „en smátt og smátt held ég að uppröðun útibúanna eigi eftir að breytast mikið frá því sem hún er í dag“. Staða Alþýðubankans til stofnunar útibúa kann að batna ef og um leið og bankanum tekst að uppfylla aðra kvöð sem bankalögin leggja á hann. Sam- kvæmt lögunum verða allir hlutafélaga- bankarnir að hafa a.m.k. 100 milljóna hlutafé á núgildandi verðlagi. Alþýðu- bankinn er eini bankinn sem er verulega undir þessari upphæð, en hlutafé hans er nú um 25 milljónir króna. „Það verður að sýna sig hvort það tekst að safna þessu lágmarkshlutafé á þeim fimm árum sem gefin eru til þess,“ segir Stefán Gunnarsson; Við í bankastjóm hljót- um að fagna því ef eiginfjárstaða bank- ans verður styrkt með hlutafé. Þetta gef- ur eigendum bankans tækifæri til að sýna vilja til að styðja fast við bankann“. Ef hlutafjársöfnunin gengur ekki upp, þá á Alþýðubankinn varla annars úrkosta en að leita sameiningar við annan banka eða sparisjóð. FRAMHALD BIS. 56 Bankastjóri og aðstoöarbankastjórar Alþýðu- bankans. Talið frá vinstri; Guðmundur Ágústsson, Ólafur Ottósson, Stefán M. Gunnarsson. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.