Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 22

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 22
22 Bankastjórn og nokkrir yfirmenn Verslunarbankans á fundi. Arangur banka eins og annarra fyrirtækja fer eltir gæðum BANKASTJORN VKRZMJNARBANKA ÍSLANDS Að mörgu leyti heí'ur Verzlunarbankinn ekki getað nýtt sér til fullnustu þá menntunar- og þjálfunarmöguleika sem boðist hafa í Bankaskólanum. Ástæðan hefur fyrst og fremst verið sú að bankinn hefur sökum sjálfstæðis í tölvumálum, oft haft annarskonar afgreiðslu- og vinnsluflæði gagna en aðrir bankar. Það hefur þýtt að ekki hefur verið grundvöll- ur fyrir að senda starfsmenn bankans á mörg af þeim námskeiðum sem boðist hafa í Bankamannaskólanum. Hins veg- ar hefur Verzlunarbankinn nýtt sér ný- liðanám skólans og hefur skólinn að því leyti gegnt mikilvægu hlutverki fyrir bankann. Ef litið er fram á veginn er ljóst að Bankamannaskólinn verður að aðlaga sig þeim nýju þörfum, sem hafa vaknað í kjölfar þeirra breytinga sem urðu á starfsgrundvelli bankanna seinni hluta ársins 1984. Breytingar, sem leiddu af sér aukna samkeppni milli bankanna og hafa unr leið kailað á breyttar aðstæður innan bankanna. Þar sem hægt er að segja að í grund- vallaratriðum starfi bankamir á sama markaði, hafi yfir áþekkri tækni að ráða og bjóði svipaðar vörur á svipuðu verði, þá er það einmitt starfsfólkið sjálft og þjónusta þess við viðskiptavinina, sem getur aðskilið bankann frá keppinautun- um. Árangur banka eins og annarra fyrir- tækja fer eftir „gæðum“ þeirrar vöru sem hann selur. Söluvara banka er samsett úr tveimur höfuðþáttum. Annars vegar er um að ræða grunnform einstakra inn- og útlánstegunda sem í boði eru og hins vegar þá þjónustuþætti sem tengjast þessum sömu inn- og útlánstegundum. Og þar er einn stærsti þátturinn „hvernig" starfsfólk bankans kemur fram við viðskiptavininn, er hann efnir til við- skipta við bankann. Þannig er það fyrst og fremst starfs- fólk hvers banka fyrir sig, sem til langs tíma litið hefur mest að segja um hvort viðkomandi banki nær árangri. Menntun og þjálfun starfsfólksins er þannig lykil- atriði í störfum hvers banka. Á þennan hátt berast böndin að hlut- verki Bankamannaskólans í þeirri þróun sem er að eiga sér stað. í framtíðinni verður það ekki spurningin um hvemig innra vinnsluflæðið er í bankanum, held- ur hvemig viðskiptavinurinn sjálfur er meðhöndlaður á því augnabliki er hann kemst í tengsl við starfsmenn bankans. Þetta kallar því á nauðsyn aukinnar fræðslu og þjálfunar í mannlegum sam- skiptum milli viðskipavinar og starfs- manns bankans. Það er aftur á móti spuming hversu mikla áherslu bankamir vilja leggja á að sú fræðsla fari fram í Bankamanna- skólanum sjálfum. Ef skólinn mun ekki sinna þessum þáttum fræðslunnar í fram- tíðinni, geta þeir bankar, sem gera sér grein fyrir mikilvægi slíkrar þekkingar, keypt sjálfir fræðslunámskeið fyrir sitt starfsfólk. Þeir bankar sem aftur á móti sjá Bankamannaskólann sem lausn á allri menntunar- og fræðsluþörf starfsfólks- ins, gætu þannig setið eftir í samkeppn- inni er fram liðu stundir. Að mörgu leyti gera breyttar aðstæður í bankastarfseminni kröfur til nýs hugs- unarháttar hjá stjórnendum bankanna ekki síst vilja þeirra tii að fjárfesta í menntun á sínu fólki. Þar sem hin nýja tegund fræðslunnar felst aðallega í út- skýringum á mannlegri hegðun og til- finningum en ekki einhverju ákveðnu vinnuflæði í meðferð gagna, þá eiga stjómendur oft erfitt með að mæla árang- ur slíkrar fræðslu. Auðveldara er að mæla hvort starfsmaður meðhöndli gögn rétt, sem hann fær til afgreiðslu, heldur en viðmót og framkomu hans gagnvart viðskiptamanninum. Það er ijóst að hluti af menntun banka- manna mun í framtíðinni verða fenginn beint frá sjálfstæðum ráðgjöfum og fræðimönnum, sem gefa bönkunum kost á að styrkja hæfni síns starfsfólks og þá um leið stöðu sína á markaðnum. Og hvort sem niðurstaðan verður sú að Bankamannaskólinn eflist með því að aðlagast breyttum þörfum til menntunnar eða leggi mesta áherslu á núverandi form, þá er ljóst að skólinn mun áfram gegna mikilvægu hlutverki í starfi bank- anna. Vel menntaður og þjálfaður banka- maður er grundvallarforsenda fyrir vel- gengni hvers banka í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.