Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 24

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 24
24 JON ADOI.I Cl'BJONSSON TÍMABÆRTAD BANKAMANNA SKOLINN grunlaust um, að nú þegar sé unnt að finna dæmi þessa“. - Hvernig telur þú að breyta þurfi menntun íslensks bankafólks til sam- ræmis við þessar breyttu aðstæður? „í sambandi við menntun bankamanna og þær breytingar sem orðið hafa og munu verða í framtíðinni, þá verður mér fyrst hugsað til Bankaskólans. Hann hef- ur vissulega eflst mikið á síðustu árum, og að mínu mati fylgst vel með þróun bankamála; hann hefur tileinkað sér margvíslega nýbreytni við menntun starfsmanna. Vitaskuld er það svo, að aldrei verða allir fullkomlega ánægðirog alltaf má gera betur. Ég get ekki hugsað mér aðra heppilegri lausn á kennslumál- um starfsmanna en að efla Bankaskól- ann, þennan sameiginlega menntafarveg bankanna. Á þessum tímamótum tel ég vera mjög til athugunar hvort ekki sé kominn tími til að gera skólann að heils- dagsskóla. Þess er einnig að geta að það liggur í loftinu að bankamir muni í ríkara mæli en áður ráða til sín sérmenntað fólk, bæði á tæknisviði og viðskiptasviði. Endurmenntun er einnig mjög mikil- væg, bæði á meðal almennra banka- manna og sérfræðinga. Bankaskólinn á að hafa það hlutverk að sinna þessum þætti a.m.k. að mestu leyti fyrir fyrr- greinda hópinn, en aftur á móti er eðli- legt að sérfræðingar sæki sína endur- menntun til háskólans eða sérstakra námskeiða, hérlendis og erlendis, sem til falla.“ Jón Adolf Guðjónsson er einn af þremur bankastjórum Búnaðarbanka Islands. Við höfðum tal af Jóni, og spurðum fyrst hverjar af þeim breyt- ingum sem orðið hafa á síðustu miss- erum, eða eru væntanlegar, hefðu að hans dómi mest áhrif á bankastarf- semina á íslandi? „Fyrst vil ég nefna tölvuvæðinguna. Tölvuvinnslan er raunverulega eini um- talsverði þátturinn, allt frá stofnun Seðlabanka íslands með Seðlabanka- lögunum, sem leitt hefur til verulegra breytinga í starfsemi bankanna, og á áreiðanlega eftir að verða framhald á þróun hennar. Stofnun Reiknistofu bankanna, í samvinnu bankanna, var á sínum tíma merkur kafli í þessari sögu, og um þessar mundir er verið að taka stórt stökk á þessu sviði, en þar á ég við hina svonefndu beinlínuvinnslu. Þegar litið er til nútíðar og næstu framtíðar kemur í ljós, að ýmsir aðrir þættir í bankastarfseminni munu breytast og farið verður inn á nýjar brautir. Á síð- asta ári fengu bankamir tillögurétt að vaxtaákvörðunum á flestum flokkum inn- og útlána. í kjölfarið fylgdu ýmsar nýjar tegundir innlánsforma með hvers- kyns afbrigðum af vöxtum og vaxtaút- reikningi. Þessu samfara hafa innláns- stofnanimar, hver fyrir sig, kynnt kjör sín með miklu auglýsingaflóði, sem á stundum hefur virst æði broslegt og bera vott nokkurri taugaspennu og veiklun. Það má örugglega slá því föstu að í fram- tíðinni verði hugað meir að markaðs- starfsemi en gert hefur verið fram að þessu; auglýsingar eru einn þáttur þess- arar starfsemi, en margt fleira kemur til. - Kemur þú auga á einhverjar hættur sem bankastarfseminni kann að stafa af þessum breytingum? „Þær breytingar sem ég hefi minnst hér á fela það í sér að bankamir hljóta að feta nýja stigu. Þeirrar tilhneigingar gæt- ir í upphafi að hver fari sína leið. Og vissulega má sjá marga kosti við aukna samkeppni bankanna. Hinu má ekki gleyma að neikvæðar hliðar eru líka til, og er mikils um vert að stjómendur bankanna séu þess minnugir. Bankarnir hafa t.d. á ýmsum sviðum haft með sér nána samvinnu, sem ég tel nauðsynlegt að viðhalda. Þegar öllu er á botninn Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri Búnaðar- bankans. hvolft, er stærð íslenska bankakerfisins slík, þó að bankamir séu margir-já, of margir -, að ýmsum nýjungum verður komið á með minni tilkostnaði og betri þjónustu ef allir standa saman en ef hver er að pukra í sínu homi. Mér er ekki VERÐI HEILS DAGS SKÓLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.