Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 31

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 31
31 Gerðar meiri kröfur til hæfni og þekkiugar ÞORSTEINN MAGNUSSON Þorsteinn Magnússon, skólastjóri Bankamannaskólans, var fjarver- andi, eins og annars staðar kemur fram í blaðinu, þegar sérstakar hring- borðsumræður fóru fram um stöðu bankamenntunar í dag og framtíðar- viðhorf. Blaðið ræddi sérstaklega við Þorstein, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um markmið skólans, framtíðaráform og um samstarf skól- ans við bankana. Hann var fyrst spurður um markmiðin sem skólinn byggði starfsemi sína á. SKÓLINN STENDUR Á TÍMAMÓTUM „Hver stofnun og hvert fyrirtæki verður að hafa sér ákveðið markmið, sem sett er fram skýrt og ákveðið af stjómendum þess og aðstandendum. Skólastarf bygg- ir á ákveðinni fræðslustefnu, starf hvers skóla byggir á ákveðinni stefnu. Skóli er því meira en aðeins veggir og húsnæði, eins og sumir vilja meina; skóli er fyrst og fremst það skólastarf sem þar fer fram, og byggir á samstarfi nemenda, kennara og stjórnenda skólans, og bygg- ir á ákveðnum hugsjónum eða hugmynd- um, sem keppt er að. ,Annatímar í bönkum 1985' Megintilgangur með starfi Banka- mannaskólans er að sjálfsögðu að skapa bönkunum gott starfslið, að veita starfs- mönnum aukna ánægju og fullnægju af starfi sínu og að þjappa stéttinni saman. Ég sé ekki fram á að þessi megintilgang- ur skólans muni breytast á næstu árum, Þorsteinn Magnússon, skólastjóri Bankamanna- skólans, ásamt nemendum er luku prófi í maí 1985. Hjalti G. Karlsson, Landsbanka; Oddný Óskarsdóttir, Sparisj. Vélstjóra; Kolbrún Þorláksdóttir, Lands- banka. en leiðirnar að þessum markmiðum kunna að breytast með breyttum tímum. TÖLVAN ÝTIR Á Skólinn byggir starf sitt á þeirri fræðslu- stefnu sem bankarnir hafa mótað, og hún hefur í framkvæmd verið að breytast síð- ustu árin, þróast og þroskast skulum við segja. Skólanum hafa verið falin ný verkefni, stöðugt stærri og fleiri, eftir því sem kröfur tímans kalla á. Að nokkru leyti hefur það verið tölvan sem ýtt hefur á, og sannaðu til; hún á eftir að ýta enn meira á á næstu árum. En stofnun, sem rekin er í sameign margra aðila, stendur og fellur með samstarfsvilja þeirra. Blómatími síðustu ára er einmitt ávöxtur þeirra samhyggð- ar, sem ríkt hefur á þessum tíma. Hverfi bankamir frá þessum samstarfsvilja, kippa þeir um leið fótunum undan starfi skólans. Frjálsræði og samkeppni á ekki að þurfa að leiða til samstarfsslita um slíka stofnun sem Bankamannaskólann. Bankamir hafa háð samkeppni áður, og bankar erlendis keppa saman þó þeir reki sína fræðslustofnun með drengskap og glæsibrag. Þetta em því byrjunarörðug- leikar og misskilningur, sem hlýtur að leiðréttast með hjálp góðra manna.“ - Hver sýnist þér að muni verða þörfin fyrir menntun bankastarfs- manna í framtíðinni? „Ég lít svo á, að fræðsluþörf bankanna muni margfaldast á næstu ámm, bæði vegna nýrri verkefna og nýrrar tækni, og ekki síður til að vinna upp það tómarúm, sem hefur myndast á umliðnum ámm hjá stórum hópum bankamanna. 1 Finnlandi er hver bankamaður að meðaltali tvo daga á ári á skólabekk, og á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið áþekkt. Þar keppa menn að því nú að auka enn á þetta hlutfalli, þannig að það verði 3 eða jafnvel 4 dagar á næstu ámm. Hér hjá okkur er þetta hlutfall um hálfur dagur. Við emm því langt á eftir frændum vor- um í þessum efnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.