Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 26

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 26
26 TEXTI: HAELDOR FRIÐRIKSSON Mennt er máttur er gamalt máltæki sem oft er hampað en ekki alltaf fylgt eftir af þeirri festu og skilningi sem vert er. í þessum greinarstúf verða settar fram nokkrar hugleiðingar um notkun tölva við menntun og þjálfun. Örtölvubylting síðustu fimm ára hefur fætt af sér nýyrði sem ástæða er að taka eftir og reyna að skilgreina. Þetta orð er tölvulæsi og varðar annars vegar mennt- un almennt og hins vegar notkun tölva. Orðið er þegar töluvert notað en trú mín er að skilgreining á hugtakinu sé jafn misjöfn og notendur þess eru margir. Mig langar að setja fram skilgreiningu sem ég vona að flestir geti fellt sig við: Tölvulæsi er hæfileiki eða leikni til að nota tölvur, á sama hátt og læsi getur talist hæfileiki til að nota bækur. Notkun tölva stefnir í að verða jafn eðlilegur hlutur í daglegu lífi manna, allt frá fyrstu skólastigum í efstu stöður þjóðfélagsins, eins og lestur og skrift hefur verið fram að þessu, og verður al- mennt tölvulæsi því nauðsynlegra eftir því sem árin líða. Margt fólk er dauðhrætt við þessi „galdratæki" og telur sér trú um að það geti aldrei lært að nota þau, það sé orðið of gamalt. Ótti er öldungis ónauðsynleg- ur því að allir venjulegir tölvunotendur eiga aðeins að nota tölvuna til að hjálpa sér að vinna verkin og þurfa ekki endi- lega að kunna á innri búnað tölvunnar eða skilja hann. Til gamans má benda á ýmis tæki sem fólk notar gjarna daglega, svo sem þvottavélar, saumavélar og myndbandstæki. Menn hafa að jafnaði ákaflega takmarkaða hugmynd um hvernig þessi tæki vinna eða nokkum áhuga á að kynna sér það, en nú orðið em þau þó ásamt fjölda annarra talin sjálfsagðir hlutir í tæknivæðingu heimil- anna og á færi flestra að nota þau. Tæknivæðing er auðvitað ekki nauð- synleg sjálfrar sín vegna. Hitt er augljóst að í þjónustufyrirtækjum á borð við banka og sparisjóði þar sem skrifstofu- störf og afgreiðslustörf eru hvað mikil- vægust verður tölvuvæðing óhjákvæmi- lega í einna ömstum vexti á næstu ámm. Þessu valda ýmsir þættir svo sem sú staðreynd að verð á tölvubúnaði hefur lækkað um nálægt 20% árlega sem gerir mönnum kleift að nýta tölvumar við verkefni þar sem það var áður ekki arðbært, auk þess er farið að gera kröfur til aukinna afkasta, bættrar þjónustu, frekari hagræðingar og bættrar vinnuað- stöðu starfsfólks. Af ofansögðu má ljóst vera að tölvu- læsi innan bankakerfisins á eftir að auk- ast verulega og má nýta tölvumar sjálfar til að stuðla að því að það geti orðið bæði á auðveldan og hagkvæman hátt, það er að segja með því að tölvuvæða námsfer- ilinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.