Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 41

Bankablaðið - 01.07.1985, Blaðsíða 41
41 ADOLF B.IÖRNSSON Einn þeirra sem hafa unnið nær allt ævistarf sitt í banka er Adolf Björns- son í Útvegsbankanum, en hann hóf störf þar árið 1934 og starfar enn, þótt hann sé kominn yfir sjötugt, en Adolf fæddist 12 apríi árið 1912 í Hafnar- firði, en Björn faðir hans var þekktur skútuskipstjóri og síðar togaraskip- stjóri í Hafnarfirði. Adolf sinnti fé- lagsmálum alla tíð og gegndi auk annars, ýmsum trúnaðarstörfum fyr- ir bankamenn og lagði skólanum gott lið frá öndverðu. Við hittum Adolf að máli og spurðum fyrst, hvers vegna hann væri enn að vinna, kominn með þrjú ár yfir sjötugt. 51 ÁR í SAMA BANKA - Það er nú of mikið sagt að ég sé enn starfandi bankamaður, en það er rétt ég vinn ennþá í bankanum, hefi sérstök verkefni með höndum. Ég er stundum spurður að þessu, hvort ekki sé tími til kominn að fara að breyta til, eftir að hafa starfað í hálfa öld, eða 51 ár á sama vinnustaðnum. Það er ekki auðvelt að svara þessu, en eiginlega má segja að ég treysti mér ekki til þess að yfirgefa þetta allt. Allt þetta fallega unga fólk, gamla starfsfélaga og þetta sérstaka andrúmsloft sem hér ríkir. - Að vísu hefur margt breyst. Þegar ég kom í bankann stjómuðu hér þeir Helgi Guðmundsson, Jón Ólafsson og Jón Baldvinsson, sem þá voru hér bankastjórar. Ég byrjaði í sparisjóðnum, en þar stjómaði Brynjólfur heitinn Jóhannes- son, leikari og þar var nú ekki verið með neinn leikaraskap. Ekki svo að neitt væri að Brynjólfi að finna, en ég segi frá þessu, vegna þess að Brynjólfur var dáð- ur leikari og menn urðu oft dálítið undr- andi að hitta þennan frægðarmann í bankanum. Ein frú í Hafnarfirði, mikill aðdáandi Brynjólfs á leiksviði, sagði einu sinni við mig eftir að hafa séð Brynjólf í bankanum: - Heyrðu Adolf. Ég sá hann Brynjólf í bankanum. Hann lítur bara út eins og venjulegur maður? - Þér hefur ekki dottið í hug að fara á sjóinn, eins og faðir þinn? - Nei. Samt var ég á síld á togurunum á sumrin þegar ég var í skóla, en þetta átti ekki við mig. Pabbi var hinsvegar sjómaður í orðsins fyllstu merkingu, var með skútu, Morgunstjömuna og síðan með togarann Víði frá Hafnarfirði. Með pabba vom margir góðir og merkir sjómenn, meðal annars Kristján Jónsson, sá mikli garpur, sem líklega er kunnari undir nafninu Stjáni blái. Faðir minn leyfði þó mönnum ekki að nota það nafn í návist sinni, því hann hélt mjög upp á Kristján. Yfír hália öld í sama banka - Svo aftur sé vikið að bankamálum. Hver voru tildrögin að stofnun Banka- mannaskólans? „Annatímar í bönkum 1985" FRUMKVÆÐIÐ UM SKÓLANN KOM FRÁ BANKAMÖNNUM - Ég held að það megi fullyrða að opin- bert frumkvæði að skóla fyrir banka- menn hafi komið frá Sambandi ísl. bankamanna, en allt frá upphafi hefur það verið eitt af markmiðum samtakanna að vinna að fræðslu um bankamál og bankastörf. Og árið 1938 ritaði Sveinn heitinn Þórðarson, síðar aðalféhirðir Búnaðarbankans grein um Bankamanna- skóla. Þessi hugmynd var síðan töluvert rædd og fleiri rituðu um málið, þótt það yrði ekki fyrr en tveim áratugum síðar, sem hugmyndin varð að veruleika, en þá var dr. Jóhannes Nordal fenginn til þess af SÍB, að gera tillögu um málið, hvað hann gerði og SÍB sendi bönkunum, eða stjórnum þeirra þessar tillögur, eftir að hafa skoðað þær vel. í þessum tillögum, var áherslan lögð á byrjendanámskeið, sem var mikilvægt, því slík námskeið verða til þess að byrjendur í bönkum læra viss grundvallaratriði fyrr en unnt er í þeim smástörfum, sem þeim eru gjarn- an fengin, svona til þess að byrja með. Þetta auðveldar líka samstarfsfólkinu dagana, því oft getur farið töluverður tími í að segja óvönu fólki fyrir verkum og hafa auga með því, að allt fari nú að þeirri reglu, sem nauðsynleg er í banka. Þá var einnig rætt um framhaldsnám- skeið í einstökum greinum. Þannig stóð á að ég var um þetta leyti formaður SÍB og við í stjórninni ræddum við fulltrúa ríkisbankanna, sem sýndu hugmyndinni skilning og áhuga og það varð úr að skipuð var þriggja manna nefnd árið 1958, og sat ég í nefndinni, ásamt Hauki Þorleifssyni, aðalbókara Búnaðarbankans og dr. Jóhannesi Nordal, sem þá var bankastjóri í Lands- bankanum. MENN TOLDU AÐ ALLIR GÆTU UNNID í BANKA Þessi nefnd komst að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að byrja á námskeiðum f'yrir nýliða í bönkum, eða fyrir byrjendur, og jafnframt að skipuð yrði sérstök skóla- nefnd, sem rnyndi þá gera námsskrá og kanna möguleika á fræðslu, eða nám- skeiðum í einstökum greinum. Ég geri ráð fyrir að aðrir muni síðan rekja söguna, því Bankamannaskólinn hefur þróast mikið og er nú kominn í fast form og að honum standa nú, auk SÍB og ríkisbankanna, þeir bankar, sem síðar hafa komið til skjalanna og eins spari- sjóðirnir. - Telur þú sem reyndur bankamaður, að vel hafi tekist til? - Það er enginn vafi á því, og ber þar margt til. Sú skoðun var lengi ríkjandi að allir gætu unnið í banka, að ekki sé nú talað um það að stjórna bönkum. Það töldu allir sig geta. Meðan bankarnir, eða peningastofn- anir voru minni í sniðum og starfsmenn tiltölulega fáir, var þetta allt auðveldara en núna er, eftir að verkefni bankanna urðu fjölþættari og vinnan færðist yfir á tölvur og margháttaðan tækjabúnað. Vaxtakerfið er einnig flóknara og gengi á erlendri mynt breytist frá degi til dags. Færslum og viðskiptamönnum hefur einnig fjölgað stórlega og má nú heita að almenningur hafi nær dagleg samskipti við banka, eða sparisjóði, en áður snérist þjónustan fyrst og fremst um fyrirtæki og svonefnda undirstöðuatvinnuvegi. Mér er stórlega til efs, að unnt hefði ver- ið að þróa bankakerfið svona fljótt og vel, án þess að hafa Bankamannaskól- ann, eða hliðstæða fræðslustofnun. Þá hefur Bankamannaskólinn einnig eflt tengsl milli bankamanna úr hinum ýmsu bönkum, en allir sem reynslu hafa í bankastörfum vita, að það getur komið sér vel í samstarfi milli banka og pen- ingastofnana að bankamenn viti deili hver á öðrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.