Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 1
3 0. N Ó V E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 328. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Jólagjöf frá kaupmönnum í miðborginni og Norræna félaginu í Reykjavík TAKIÐ KORTIÐ MEÐ Í MIÐBORGINASjá límmiða framan á Morgunblaðinu í dag 10-20% afsláttur – kynnið ykkur nánar á www.norden.is AFSLÁTTARKORT Í MIÐBORGINNI Í DESEMBER Bakhjarlar verkefnisins eru: Nói-Síríus, Europris, MS-mjólkursamsalan. HEITIR GENGISVÍSITALA BUBBA TAUGAVEIKLAÐI VEISLUKOSTURINN OBAMANæsti forseti er tískuvara MYNDAALBÚMIÐ ELLEN KRISTJÁNS HÚN RÓSALIND SUNNUDAGUR KNATTSPYRNA»36 TIMARIT.IS»29 Vefurinn timarit.is fær veglega andlits- lyftingu á morgun, fullveldisdaginn 1. desember. Hér eftir verður hægt að leita í öllum blöðum og tímaritum sem vefurinn hefur að geyma í einu, en hing- að til hefur leitin verið bundin við ákveðna titla. Timarit.is er stafrænt bókasafn þar sem veittur er aðgangur að þúsundum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi. Blöðin og tímaritin eru frá Íslandi, Fær- eyjum og Grænlandi, en um 94% efnis eru íslensk. Aðgangur að vefnum er öllum opinn. Mogginn 1918? Ekkert mál „Hrokafullir dómarar eru vondir dóm- arar,“ segir Kristinn Jakobsson milliríkjadómari. Kristinn kveðst alla tíð hafa fundið fyrir góðum stuðningi, innan lands sem utan, og það hafi hvatt hann til dáða. „Það hefur verið haldið utan um mig eins og gullegg og ég held að á engan sé hallað þegar ég nefni þann mikla lærimeistara Gylfa Orra- son sérstaklega í því sambandi.“ Gulleggið Kristinn Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu. Börnin í barnakór Grafarvogskirkju voru einbeitt á æfingu á föstudagskvöld fyrir helgileik sem fluttur verður í kirkjunni í dag. En eftirvænting aðventunnar lét líka á sér kræla. Morgunblaðið/Golli Er líða fer að jólum Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FORMENN allra stjórnmálaflokka telja að með einum eða öðrum hætti eigi bankarnir að koma til móts við skuldsett fyrirtæki, m.a. með leng- ingu lána, skuldbreytingum og tíma- bundinni eignaraðild. Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins, segir að það sé skýrt að hlutverk bankanna við nú- verandi aðstæður sé ekki eingöngu að hagnast af rekstri, heldur einnig að gegna ábyrgu samfélagslegu hlut- verki. Hluti þess hlutverks sé að halda atvinnulífinu gangandi með öllum ráðum. „Þeir verða þó auðvitað sjálfir að meta einstök mál og án vafa eru ein- hver fyrirtæki þannig stödd að þau eiga engra kosta völ annars en að hætta rekstri,“ segir Geir. Kröfur felldar niður? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, segir að bankarnir þurfi að sýna lífvænlegum en skuldsettum fyrirtækjum sveigj- anleika varðandi afborganir, lengja í lánum og „jafnvel fella niður kröfur að hluta eða öllu leyti.“ Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir formennina, þar sem áhersla var lögð á mál sem snúa að aðgerðum framundan í íslensku efnahagslífi og hvað eigi til bragðs að taka. Birtast skrifleg svör for- mannana fimm í blaðinu í dag. Fyrir- tækjum hjálpað Formennirnir krafðir svara um aðgerðir Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÞAÐ er skylda Sjálfstæðisflokksins að greiða fyrir því að fólki geti kosið á milli tveggja kosta í Evrópumálum, þ.e. hvort Ísland eigi að ganga í Evr- ópusambandið eða standa fyrir utan. Flokkurinn verður að fallast á að að- ildarviðræður fari fram. Þetta segir Friðrik Sophusson, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra til margra ára. „Það er ekki hægt að sjá hvaða kostur það er að fara inn fyrr en búið er að ræða við bandalagið og fá niðurstöðu í ein- hvers konar samningum um hvað sá kostur snýst,“ segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. Friðrik tekur fram að hann taki ekki afstöðu til þess persónulega hvort Ísland eigi að vera í ESB fyrr en niðurstöður viðræðna liggja fyrir. „Ég held að það geti varla komið til greina að flokkurinn neiti að ræða við Evrópu- sambandið um hvaða kostir standa til boða. Mín af- staða er afskaplega skýr. Ég tel að við eigum að láta á þetta reyna.“ Umræður fyrir landsfund Sjálf- stæðisflokksins um kosti og galla ESB-aðildar eru að komast á fulla ferð. Fundarherferð hefst 12. des. Þjóðin fái að kjósa um ESB Aðildarviðræður leiði valkostina í ljós Friðrik Sophusson.  Teflt á tvær | 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.