Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 32
32 Alifuglarækt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is R eykjakórinn er saman kominn í sínu fínasta pússi í fjósinu og um leið og Ómar Ósk- arsson ljósmyndari smellir af syngur hann einum rómi. Sjá dagar koma hljómar í eilítið pönkaðri útsetningu. Samhæfingin er algjör og einbeitingin eftir því. Kannski væri samt nær að tala um að kórinn galaði en syngi en stíll hans minnir um margt á finnska Öskurkórinn, sem sótti Ísland heim um árið. Eini munurinn er sá að í Reykjakórnum er hver barki fiðraður í bak og fyrir. Kalkúnahanarnir í gamla fjósinu á Reykjum í Mosfellsbæ eru kynlegar skepnur og afskaplega viðkvæmar. Það má helst ekki hósta í návist þeirra, hvað þá skella hurð, þá gætu þeir fengið hjartaáfall og hrokkið upp af. Ekki viljum við það. Ómar kórstjóri tiplar því á tánum í dyra- gættinni. Á dauða sínum hefur hann vísast átt von en ekki því að stjórna fjöldasöng kalkúna – með flassinu. Jón Magnús Jónsson, sem rekur Reykjabúið ásamt spúsu sinni, Kristínu Sverr- isdóttur, hefur tekið sér stöðu innan um hanana og rekur þá varfærnislega áfram til að þjóna markmiðum myndavélarinnar. „Þið takið eftir því að ég smala þeim eins og rollum, kalkúnar eru nefnilega ágæt hjarðdýr öfugt við hænsnin. Það er vita vonlaust að smala þeim,“ segir hann hróð- ugur. Hanarnir eru spjátrungslegir í fasi og í ljósi þess að eina hlutverk þeirra í þessari til- veru er að fjölga kyni sínu kemur á óvart að þeir hafa aldrei verið við hænu kenndir. Þvert á móti er fræ þeirra sótt með handafli og sáð í hænurnar, sem eru til húsa neðar á landareign- inni. „Eigum við nokkuð að fara nánar út í þá sálma,“ segir Jón Magnús sposkur á svip en hann fer fyrir þriggja manna teymi sem hefur verkið með höndum. Nei, líklega er best að hlífa þjóðinni við þeim lýsingum. Sterkara kynið, hvað? Hænurnar eru ekki eins myndrænar, raunar hálf brjóstumkennanlegar í umkomuleysi sínu. Eggin koma á færibandi, svo sem lög gera ráð fyrir. Þær eru þó hvergi nærri eins hvumpnar og hanarnir og líklegar til að lifa af ýmsar ham- farir. Hver var að tala um sterkara kynið? En hvar eru þá afkvæmin, sjálfur eldisfugl- inn? Spyr sá sem ekki veit. Hann er sendur í sveit austur í Ölfus og víðar eins og lengi tíðk- aðist með íslenskt ungviði. Elst þar upp í vel- lystingum á svokölluðum útstöðvum Reykjabús- ins enda eru reglur afdráttarlausar, stofn og eldisfugl mega ekki rugla saman reytum af ótta við smitsjúkdóma. Blessað ungfyglið er svo ber- skjaldað. Kalkúnaræktin á Reykjum byggist á langri hefð. Faðir Jóns Magnúsar, Jón Magnús Guð- mundsson, betur þekktur sem Jón á Reykjum, byrjaði á hænsnarækt upp úr seinna stríði með- fram kúabúskap. Hélt hann hænur fyrsta kastið í gömlum herskála sem þjónaði sem kvikmynda- hús í stríðinu. Vel fer á því enda eru hænur hálf- gert bíó. Skálinn hefur nú verið rifinn. Snemma á sjöunda áratugnum hóf Jón eldri síðan að flytja inn kalkúnastofna. „Pabbi fór í landbúnaðarskóla í Bandaríkjunum eftir stríð og kynntist þessu þar. Sennilega hefur það blundað í honum upp frá því að spreyta sig á kalkúnarækt. Hann var í þessum búskap af mikilli hugsjón,“ segir Jón Magnús. Bara fyrir sérvitringa Kalkúnaræktin var lengi vel í smáum stíl enda „borðuðu bara sérvitringar kalkún á Ís- landi“. Jón Magnús reyndi kjötið þó ungur á eigin tungu en minnist þess að þegar framboð var lítið hafi móðir hans ekki tekið í mál að hafa kalkún á jólum. „Það kom ekki til greina að taka af sölunni. Við fengum heldur aldrei fyrsta flokks fugl.“ Hann segir stofninn lengi vel hafa verið seld- an enda bragðist hann hreint prýðilega, einkum hænurnar, hanarnir eru víst grófari undir tönn, en nú er aðeins eldisfuglinn seldur. Stofninn fer í vinnslu af ýmsu tagi en hann gengur sér til- tölulega fljótt til húðar. Varphæna er ekki í blóma nema nokkra mánuði. Sama gildir um hanana. Þá er stofninum skipt út fyrir nýjan. Fyrstu áratugina mátti Jón eldri aðeins flytja inn egg móðurfugls frá Norðurlöndunum vegna sjúkdómahættu og sú staða var enn uppi þegar Jón Magnús yngri hóf búskapinn árið 1989. Hjónin eru bæði búfræðingar frá Hvanneyri. Kristín lauk búfræðikandidatsnámi þar en Jón Magnús tók BS-gráðu sína í hænsnarækt í FIÐRAÐIR SP Eftir að Neil Armstrong og Buzz Aldrin höfðu spókað sig á tunglinu um árið gæddu þeir sér á kalkún. Raunar kom góð- gætið úr túpu en það er sama, bragðið var gott. Það tók okk- ur Íslendinga aftur á móti ára- tugi að átta okkur á því að þessi litríki hænsnfugl stendur alveg uppi í hárinu á svínum og sauðfé þegar gera skal góða veislu. En verði ljós, sögðu bændur á Reykjabúinu, sem framleiða hinn gómsæta Holda kalkún, með hægðinni. Og það varð ljós. Nokkrum sögum fer af því hvers vegna kalkúnn kallast „Turkey“ á ensku og ýmsum öðrum tungumálum. Ein skýringin byggist á því að hljóð villtra kalkúna kemur út eins og „turk-turk-turk“. Önnur skýring er að kaupmenn við Miðjarðarhafið á miðöldum voru kallaðir Turkes (Tyrkir). Vafalítið voru kalkúnar á boð- stólum hjá þeim og þaðan kann nafnið að koma. Enn ein skýr- ingin er að þar sem Kólumbus hélt að nýi heimurinn lægi að Ind- landi – hann hafði ekki heyrt minnst á Kyrrahafið – og að hann hélt að kalkúnar væru páfuglar þá kallaði hann fuglana „tuka“ – sem þýðir páfugl á tamílsku, sem er eitt tungumála Indverja. Svolítið langsótt þetta en ekki verri skýring en hvað annað. Þegar Evrópumenn fóru að venja komur sínar til Ameríku á 15. og 16. öldum, nokkru eftir að Leifur Eiríksson hafði verið á Vínlandi hinu góða, kynntust þeir kalkúnum í fyrsta skipti. Villta kalkúna var að finna í ýmsum hlutum Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada. Þar höfðu þeir átt heimkynni í milljónir ára. Í Mexíkó höfðu innfæddir tamið kalkúna og þaðan komu spænsku og portúgölsku landkönnuðirnir með þá til Evrópu snemma á 16. Morgunblaðið/Ómar Ljósmynd/Karl Tómasson Nafnar Jón Magnús Guðmundsson, sem hóf kalkúnaræktina á Reykjum snemma á sjöunda áratug síðustu aldar, ásamt nöfnum sínum, syninum Jóni Magnúsi sem rekur búið nú og tíu ára gömlum syni hans. Hálft fjórða þúsund fjaðra Fjölskyldan Kalkúnabændurnir Jón Magnús Jónsson og Kristín Sverr- isdóttir ásamt sonum sínum, Jóni Magnúsi og Sverri. Heimasæturnar Hrefna og María Helga voru að heiman. öld. Það tók síðan tæpar fjórar aldir fyrir kalkúna að komast alla leið til Íslands. Kalkúnar gegna ekki aðeins mikilvægu hlutverki í sögunni fyrir það að vera gómsætir og matarmiklir, heldur var fjaðra- skraut indíána að mestu leyti fengið úr kalkúnum. Af nógu var að taka. Alls eru um 3.500 fjaðrir á hverjum kalkúna. Fjaðrirnar voru einnig notaðar í örvar indíánanna. Á meginlandi Evrópu varð kalkúnn fljótt mjög vinsæll á 16. öld og að sjálfsögðu einn- ig meðal landnemanna í Ameríku. | Heimild: kalkunn.is. Morgunblaðið/Ómar Afurðin Jón Magnús og Sverrir með frosinn Holda kalkún sem kominn er í nýjar umbúðir fyrir jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.