Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 57
VERÐLAUNAHÁTÍÐIN Bambi
var haldin á fimmtudagskvöldið í Of-
fenburg í Þýskalandi. Verðlaunahá-
tíðin var stofnuð af þýska fjölmiðla-
fyrirtækinu Hubert Burda Media
árið 1948 og hefur síðan verið haldin
árlega. Hátíðin er helsta verð-
launahátíð Þýskalands og eftir henni
er til að mynda miklu meira tekið en
Óskarsverðlaunahátíðinni.
Fyrstu verðlaunahafarnir voru
ungverska söngkonan Marika Rökk
og franski leikarinn og leikstjórinn
Jean Marais, en sagan segir að dótt-
ir Rökk hafi uppnefnt verðlaunin,
sem í þá daga voru gerð úr postulíni,
Bambi í höfuðið á bók Felix Saltens
Bambi, ein Leben im Walde. Ólíkt
öðrum menningarverðlaunahátíðum
verðlaunar Bambi afreksfólk á
mörgum mismunandi sviðum hvort
sem litið er til sjónvarps, leikhúss,
kvikmynda, tónlistar, hagfræði,
stjórnmála eða íþrótta.
Frægustu leikarar og tónlist-
armenn heims hafa iðulega sótt
verðlaunahátíðina og þess má geta
að verðlaunin hafa níu sinnum komið
í hlut leikkonunnar Sophiu Loren.
Af öðru merkisfólki sem hlotið hefur
verðlaunin í gegnum tíðina má nefna
Muhammad Ali, Brigitte Bardot,
Franz Beckenbauer, Ingrid Berg-
man, Bee Gees, Richard Burton,
José Carreras, Bill Clinton, Errol
Flynn, Jean-Paul Gaultier, Charlton
Heston, Pelé, Heidi Klum, Kylie Mi-
nogue og Roger Moore.
hoskuldur@mbl.is
Gullna
dádýrið
Þýsku dægurmálaverð-
launin Bambi veitt í 60. sinn Frítt föruneyti Þýska leikkonan Christine Neubauer,Keanu Reeves og ítalska leikkonan Claudia Cardinale.
Myndarleg Þýski tónlistarmaðurinn Sasha og breska
söngkonan Leona Lewis, sem fékk greinilega einn Bamba.
Alvöru íþróttahetjur Breski ökuþórinn Lewis Hamilton tekur við verðlaunum úr hendi þýsku tennisstjörnunnar
Boris Becker. Hollenska leikkonan Sylvie van der Vaart fylgist vel með.
Flott par Þýski fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld kunni
greinilega vel við sig í návist Britney Spears.
www.bambi.de
Reuters
Ólíkir verðlaunahafar Bandaríski fatahönnuðurinn Tommy Hilfiger, þýski grínistinn Michael „Bully“ Herbig,
þýski kraftlyftingamaðurinn Matthias Steiner og bandaríska leikkonan Meg Ryan voru á meðal verðlaunahafa.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008
• Vitum af fjölda fyrirtækja í öllum atvinnugreinum sem vilja skoða
sameiningar með hagræðingu í huga.
• Þekkt bílaþjónustufyrirtæki óskar eftir framkvæmdastjóra-meðeiganda
sem gæti eignast fyrirtækið smám saman. Leitað er að heiðarlegum
og harðduglegum manni sem hefði sérstakan áhuga á þjónustu og
markaðsmálum.
• Heildverslun sem blómstrar í kreppunni.
Ársvelta 130 mkr. EBITDA 25 mkr.
• Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 600 mkr.
• Lítil heildverslun með búsáhöld og gjafavörur.
Hentar vel til sameiningar. Ársvelta 70 mkr.
• Eitt vinsælasta vínveitingahús landsins. Ársvelta 250 mkr.
EBITDA 90 mkr. Engar skuldir. Mjög hagstætt dæmi fyrir fjárfesta.
• Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 620 mkr.
Skuldsett með hagstæðu erlendu láni.
• Rótgróin heildverslun með tæki og rekstrarvörur fyrir
heilbrigðisgeirann. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 15 mkr.
Suðurlandsbraut 4, 7. hæð • Sími 414 1200
Netfang: kontakt@kontakt.is • www.kontakt.is
Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is
Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is
Höskuldur Frímannsson rekstrarhagfræðingur, hoskuldur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson hdl. sigurdur@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson, lögg. fasteignasali, tas@kontakt.is
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS
■ Föstudagur 5. desember kl. 19:30
Víkingur og Bartók
Hljómsveitarstjóri: Michal Dworzynski
Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson
Béla Bartók: Píanókonsert nr. 3
Ludwig Van Beethoven: Sinfónía nr. 8
Ludwig Van Beethoven: Leonóru-forleikur
Einn dáðasti píanóleikari landsins, Víkingur Heiðar
Ólafsson, leikur einleik með hljómsveitinni í píanókonsert
sem hann lék til sigurs í einleikarakeppni við Julliard-
tónlistarháskólann nýverið.
■ Laugardagur 20. desember kl. 14 og 17
Jólatónleikar
Jólatónleikar Tónsprotans eru sívinsæl skemmtun og
lykilatriði við að komast í jólaskapið hjá þeim fjölmörgu
sem láta sig aldrei vanta.
Þeir sem eiga frátekna miða á Vínartónleikana í janúar eru
beðnir um að ganga frá greiðslu sem fyrst.
Fréttir á SMS