Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 20
Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is H efurðu mikið pláss,“ spyr Haukur Guð- laugsson undrandi. „Verða bankamálin sett til hliðar?“ Svo byrjar hann að dansa. Það er daglegur viðburður að Haukur Guðlaugsson dansi heima hjá sér, en þá situr hann jafnan við org- elið. Haukur spilar nefnilega ekki að- eins vel með höndunum, heldur listi- lega með fótunum, bæði með tám og hælum, svo það minnir helst á Holly- wood-leikarann Fred Astaire. Áður spilaði Haukur í kirkjuhvelf- ingum, en nú lætur hann sér nægja orgelið á heimili sínu við Laufásveg, sem raunar var upprunalega í kapellu Háskóla Íslands. Tileinkað Karli J. Sighvatssyni Tilefni heimsóknar blaðamanns að þessu sinni er að Haukur hefur sent frá sér þriðja hefti af kennslubók í organleik, sem nær yfir miðnám, framhaldsnám og háskólastig, en fyrri kennsluheftin lutu að grunn- námi og eru þau jafnframt komin út á ensku. Öll þrjú heftin eru helguð minningu Karls J. Sighvatssonar, sem var nemandi Hauks og lést ung- ur í bílslysi. „Kennslubókin er byggð á aðferðum Fernando Germani, fyrr- verandi aðalorganista Péturskirkj- unnar,“ segir Haukur, sem jafnframt sækir áhrif í aðra kennara sína, Krist- in Jónasson, Guðríði Guðmunds- dóttur, Árna Kristjánsson, Wilhelm Lansky Otto, Martin Gunther Förstemann og konu hans Birgitte Förstemann, en hann var blindur frá tveggja ára aldri og naut því aðstoðar konu sinnar við kennsluna. Svo var einn áhrifamesti kennarinn Páll Ísólfsson, Haukur lærði tónlist- arsögu hjá honum í tvo vetur, en kennslustundirnar í hljóðfæraleik voru þó aðeins tvær. „Ég hafði æft mig upp á eigin spýtur á orgel á Siglufirði en hann benti mér á út- gáfur, þar sem ég fann fingrasetn- ingu og svo það sem mig vantaði mest, fótsetningu. Það var mikilvægt að fá byrjunarundirstöðu í því. Ég notaði bækur Marcel Dupré lengi og þær flýttu mikið fyrir.“ Spilastíll Páls Og hver organisti hefur sinn spila- stíl. „Páll Ísólfsson lærði í níu ár hjá Karl Straube-skólanum í Leipzig. Prófessor Förstemann, kennari minn í Hamborg, kenndi eftir sömu aðferð- um. En Straube hvatti Pál eindregið til að fara til Parísar og kynnast öðr- um stefnum og straumum. Og þar söðlaði Páll algjörlega um, þó að ég tæki eftir því á síðari árum að hann var farinn að taka upp eitt og annað úr gamla stílnum.“ Munurinn felst aðallega í mótun á tónhendingum, sem Haukur segir að hafi verið líflegri hjá Straube, en varð mun einfaldari eftir að Páll var í Par- ís. „Svo var annar stór þáttur í Straube-skólanum og í fyrri spila- mennsku Páls en það var að spila með annarri hendi á tvö hljómborð. Ég spurði Pál hvort ekki hefði verið erfitt að skipta um spilastíl, en hann svar- aði því neitandi, enda er Straube- skólinn einn sá erfiðasti sem til er, bætti hann við. Ég lærði eftir honum til að byrja með, en lagði niður þann stíl þegar ég fór til Germanis.“ Verkin í kennslubókinni eru valin eftir styrkleikagráðu og þeim er rað- að þannig. „Þar á meðal eru undir- stöðuverk frá hendi Bachs, Org- elbüchlein, sem hann samdi fyrir elsta son sinn, Friedemann Bach, og þau eru notuð í orgelkennslu hjá nán- ast hverjum einasta nemanda. Svo út- setti ég nokkur verk sjálfur, sem ég taldi skemmtilegt fyrir nemendur að spila og sum þeirra nýtast vel í guðs- þjónustum. Ég styðst við uppruna- legan nótnatexta, ýmist eftir hand- ritum eða afritum.“ Mikið er af auðum síðum í Org- elbüchlein Bachs. „Jafnvel hann komst ekki yfir nærri allt sem hann ætlaði að gera – það er mikil huggun í því,“ segir Haukur brosandi og sýnir blaðamanni myndprentun af bók Bachs. „Sjáðu hvað þetta er falleg skrift. Þetta er skrifað á tveimur strengjum, en við skrifum yfirleitt á þremur – pedallinn er sér. Hann hef- ur alltaf þurft að spara.“ Eftir stutta þögn bætir Haukur við: „Þetta voru miklir hugsuðir. Eftir að Mozart heyrði fimmraddað verk, sem var 56 taktar, í Sixtínsku kapell- unni í Róm, skrifaði hann það upp eft- ir minni!“ Íslenskur kommúnisti Haukur var tvítugur þegar hann lauk píanónámi og útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1951. „Þá tók ég strax stefnuna á org- elnám. Mér fannst það heillandi hljóðfæri og svo var ég alltaf slæmur í annarri hendinni vegna bólgu í fest- ingum og orgelspilið dreifist meira á fæturna, þannig að ég fann að þarna átti ég góða möguleika.“ Hann réð sig sem tónlistarkennara á Siglufirði og stjórnaði karlakórnum Vísi. „Ég spurði áður hvort það væri pedall á orgelinu og mér var sagt að það væru einhverjar spýtur,“ segir hann og hlær. „Svo fór ég að fikra mig sjálfur áfram á orgelið.“ Eftir fjögurra ára dvöl á Siglufirði fór Haukur í tónlistarnám til Þýska- lands á árunum 1955 til 1960. „Ég átti að fara til skólabróður Páls Ísólfs- sonar í Leipzig, Günther Ramin, en það gekk ekki upp vegna þess að ekki fékkst vegabréfsáritun. Ég beið í tvo mánuði í Berlín, en var svo ráðlagt að fara til nemanda hans í Hamborg, Günther Förstemann, og í raun var það heppni, því Ramin lést í febrúar, svo ég hefði aldrei notið hans að ráði.“ En dvölin í Berlín var eft- irminnileg. „Þá var ekki búið að reisa múrinn, ég fór á milli stofnana í Aust- ur-Berlín, en bjó vestanmegin. Ef maður fór til Austur-Berlínar að kvöldi til, þá var mikil ljósadýrð í Vestur-Berlín, en mikið myrkur í austrinu. Þetta var sláandi.“ Síðar fór hann með vini sínum Ágústi Ármanni Þorlákssyni, skóla- stjóra Tónlistarskólans í Neskaup- stað, til Leipzig, þar sem þeir kynntu sér starfsemi Thomaner-drengja- kórsins. „Ágúst Ármann var hallur undir kommúnisma eins og margir á Norðfirði og varð fyrir miklum von- brigðum er hann sá að húsarústirnar eftir seinna stríð stóðu enn óhreyfðar, grjóthaugar sem ekkert hafði verið gert við, og hann hafði líka þá ónota- tilfinningu að fylgst væri með sér,“ segir Haukur. „Svo sárvorkenndi hann prestinum í Tómasarkirkjunni, fannst sem hann gæti ekki talað hreint út, og auðvitað var kirkjunni haldið niðri í aust- antjaldsríkjunum. Ég man að við ók- um um Austur-Berlín til að útvega einhverja áritun og ég spurði bílstjór- ann hvort við fengjum ekki skoð- unarferð um borgina, en Ágúst harð- neitaði því og vildi fara beinustu leið til baka. Hann var alveg búinn að fá nóg. Enda sagðist hann bara vera ís- lenskur kommúnisti.“ Kynntust í Hamborg Haukur segir samt að meiri kyrrð og ró hafi verið yfir mannlífinu í Aust- ur-Þýskalandi. „Það var ekki þetta stanslausa stress að koma sér áfram í lífinu.“ Hann hlær. „Nú fer ég að segja eins og sagt var Ekki bóka þetta! Morgunblaðið/Golli Organistinn Haukur sækir meðal annars í smiðju Bachs, Germanis og Páls Ísólfssonar í kennslunni. 1979 Haukur spilar í St. Nikolai- kirkjunni í Hamborg. 1979 Frá vinstri: Haukur, Grímhildur og syn- irnir Guðlaugur Ingi og Bragi Leifur. 1987 Glatt á hjalla með Halldóri Laxness heima hjá Hauki og Grímhildi, sem bjuggu þá á Eyrarbakka 1989 Haukur og Fernando Ger- mani á heimili þess síð- arnefnda í Róm. 1985 Haukur og Grímhildur í fjallgöngu á Borgarfirði eystra. 20 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.