Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 37
Vikuferð fyrir tvo til Lungau í Austurríki á tímabilinu 24. janúar til 21. febrúar. Gisting í tvíbýli með hálfu fæði í „Comfort“-herbergi á Lifestyle-hotel Der Wastlwirt í bænum St. Michael. Skíðasvæðið í Lungau er frábært og skíðabrekkur við allra hæfi, sem og þá sem kjósa snjóbrettin fram yfir skíðin. Moggaklúbburinn er nýjung fyrir áskrifendur Morgunblaðs- ins. Félagar í Moggaklúbbnum njóta margskonar fríðinda og ávinnings. Í hverjum mánuði fá áskrifendur frábær tilboð um vörur, þjónustu og afþreyingu á mjög hagkvæm- um kjörum auk þess sem dreginn er út glæsilegur ferðavinningur. Með Moggaklúbbnum á skíði í Austurríki – meira fyrir áskrifendur Desembervinningur: Skíðaferð fyrir tvo til Lungau í Austurríki að verðmæti 520.000 kr. Innifalið í verði ferðar: • Flug og flugvallaskattar til Salzburg og aftur til Keflavíkur • Gisting í tvíbýli á Lifestyle-hotel Der Wastlwirt í 7 nætur • Ferðir til og frá flugvelli Ekki innifalið: • Skoðunarferðir Moggaklúbburinn Allir skráðir áskrifendur eru félagar í Moggaklúbbnum og njóta þar með tilboða um góð kjör á ýmiss konar afþreyingu; bíómiðum, listviðburðum, bókum og hljómdiskum, auk þess sem dreginn er út glæsilegur ferðavinningur mánaðarlega.Fáðu þér áskrift ámbl.is/askrift eða í síma 569 1122 F í t o n / S Í A mbl.is/moggaklubburinn       MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008 Sleggjur þegar þær koma Dómgæsla í knattspyrnu er eitt vanþakklátasta starf í heimi. Dómendur þurfa að hafa breitt bak þegar leikmenn, þjálfarar og áhangendur liða sjá afdrifaríkar ákvarðanir þeirra í allt öðru ljósi en þeir sjálfir. Kristinn Jakobsson kveðst orðinn ýmsu vanur í þessum efnum og óvægin gagnrýni nái fyrir vikið sjaldnast til hans. Honum þykir það þó alvarlegra mál þegar fjölskyldan verður fyrir óþægindum vegna um- deildra ákvarðana hans í leik. Það á auðvitað ekki að gerast. „Sem betur fer hef ég sjaldan lent í skotlínunni en þetta eru iðulega sleggjur þegar þær koma. Ég neita því ekki að ég hef oftar en einu sinni velt því fyrir mér að hætta þegar ég hef setið undir harðri gagnrýni. Er þetta þess virði? spyr maður sig við þær aðstæður. En þá hugsar maður um allar björtu hliðarnar á starfinu og herðir upp hugann.“ Spurður um sína aðferð á velli segir Kristinn lykilatriði að vinna með mönnum innan ramma lagabókstafsins. „Það er mikilvægt að sýna sömu línuna leikinn út í gegn og gefa ekki þumlung eftir án þess að sýna yfirlæti eða valdníðslu. Hrokafullir dómarar eru vondir dómarar.“ Hann segir mikilvægt að geta lesið leikinn og feta hinn gullna meðalveg. „Líklega er þetta eitthvað meðfætt og verður ekki keypt. Þess vegna geta sumir þetta og aðrir ekki. Það er lyk- ilatriði að dómari geti horft í augun á leikmönnum og leyft þeim að njóta sín. Hlutverk dómarans er að vernda leikinn, ekki taka hann í sínar hendur. Mér líður alltaf best þegar spurt er eftir leikinn: Hver var aftur að dæma?“ Sálfræðingur í aðra röndina Þar sem Kristinn hefur leikið knattspyrnu sjálfur kveðst hann oft skilja reiði leikmanna og láti þeir hana í ljósi innan skynsamlegra marka láti hann sér það í léttu rúmi liggja. „Ég bendi mönnum hins vegar oft á að kurteisi kosti ekki neitt.“ Dómari þarf að vera sálfræðingur í aðra röndina og Kristinn hefur oft leitað í smiðju til Jóhanns Inga Gunnarssonar sálfræðings með góðum árangri. „Hjá honum hef ég fengið fræðslu og góðar leiðbeiningar. Það er mikilvægt að vera í jafnvægi sama hvað á dyn- ur.“ Þegar Kristinn er spurður um fyrirmyndir verður hann hugsi um stund. Síðan segir hann: „Drægi maður það besta úr Anders Frisk, Markus Merk, Pierluigi Collina og Ljubos Michel og setti í nest- isboxið sitt væri maður í góðum málum. Annars velti ég þessu ekki mikið fyrir mér. Ég er kominn þangað sem ég er kominn vegna þess að ég er Kristinn Jakobsson en ekki vegna þess að ég hleyp eins og Merk eða bendi eins og Collina. Það er skammgóður vermir að vera fallegur á velli kunni maður ekki að dæma.“ (UEFA) og fékk þá sérstakan þjálf- ara, fyrrverandi dómara, sem fylgdi honum á leiki og gaf sambandinu skýrslu. „Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því en það er stöðugt verið að taka okkur út faglega af sérfræð- ingum bak við tjöldin. Það minnkar ekkert eftir því sem lengra er komið. Þvert á móti. Fylgst er með hverri ákvörðun, hverri hreyfingu. Þessir eftirlitsmenn hafa örlög okkar í hendi sér.“ Eins og lög gera ráð fyrir byrjaði Kristinn að dæma á mótum yngri landsliða. Fyrsta mótið var Evr- ópumót leikmanna sextán ára og yngri og skömmu síðar dæmdi hann stórleik Frakka og Spánverja í flokki 21 árs og yngri. Haustið 2001 var röð- in svo komin að heimsmeistaramóti leikmanna yngri en sautján ára í Trínídad og Tóbagó. „Það voru ógleymanlegir 25 dagar í Karabíska hafinu. 10. september millilenti ég í New York og lét það verða eitt af mínum fyrstu verkum í borginni að fara upp í World Trade Center. Dag- inn eftir horfði ég á turnana hrynja til grunna í sjónvarpi í Trínídad. Það var óhugnanlegt.“ Síðan kom þetta í hænuskrefum, eins og Kristinn orðar það, sem er eðlilegt. Hann segist snemma hafa gert sér grein fyrir því að stærri verkefni væru handan við hornið héldi hann sínu striki. Evrópumót nítján ára og yngri í Póllandi fyrir rúmum tveimur árum olli svo straum- hvörfum. „Þar var ég verðlaunaður með úrslitaleiknum sem var mikil innspýting. Þeir sem dæma leiki af því tagi fara yfirleitt lengra.“ Í fyrra var Kristinn fyrstur Íslend- inga hækkaður upp í næsthæsta styrkleikaflokk evrópskra dómara og var þar með kominn inn fyrir þrösk- uldinn sem hann hafði nagað í sex ár. Árið 2008 hefur verið viðburðaríkt hjá Kristni en eins og menn muna hlotnaðist honum sá heiður að vera svokallaður fjórði dómari á Evr- ópumóti landsliða í sumar. „Það var ómetanleg reynsla og toppurinn á mínum ferli fram að því,“ segir Kristinn en þess má geta að menn sem voru í hans sporum á EM fyrir fjórum árum voru komnir með flautu í hönd í þessari keppni. „Það er vitaskuld ekki sjálfgefið að ég verði í eldlínunni á EM eftir fjögur ár en þetta þýðir að ég á möguleika.“ Ekki þarf að fjölyrða um meist- aradeildarleikinn í vikunni en Krist- inn lýsti upplifun sinni af honum í Morgunblaðinu sl. föstudag. „Þetta þýðir að ég er kominn inn í elítugr- úppuna. Ég er ekki þarna til að upp- fylla neinn kvóta, ég hef komist inn á eigin verðleikum og væri ég starfinu ekki vaxinn væri löngu búið að taka mig úr umferð. Það þyrfti bara eitt símtal frá Michel Platini [forseta UEFA],“ segir Kristinn og brosir í kampinn. Dómgæsla er félagslegt starf og Kristinn segir vinahópinn hafa stækkað síðan hann fór að dæma er- lendis. „Dómarar eru samheldinn hópur, ágætis saumaklúbbur. Ég er kominn með sambönd út um allt og langi mig til dæmis á leik erlendis þarf ég bara að taka upp símann.“ Hlustar ekki á úrtöluraddir Ísland má sín oft lítils í samfélagi þjóðanna og Kristinn segir það öðr- um þræði sinn metnað að íslenskir dómarar séu nefndir í sömu andrá og dómarar frá stærri löndum, s.s. Ítal- íu, Spáni og Englandi. „Samkvæmt hefðinni fá dómarar frá stóru lönd- unum stærstu verkefnin en þetta er verðug áskorun sem heldur mér við efnið. Auðvitað hafa menn sagt við mig að ég fái aldrei stóra leiki vegna þess að ég sé frá svona litlu landi. Hlustaði ég á þær raddir væri ég löngu hættur að dæma.“ Raunar lítur Kristinn á það sem kost að vera Íslendingur. „Íslensk lið hafa ekki verið að taka þátt í stórmót- um, alltént ekki á seinni stigum, þannig að hægt er að setja mig á hvaða leik sem er. Til samanburðar má nefna að enskir dómarar fá ekki að dæma leiki í meistaradeildinni séu ensk lið í viðkomandi riðli. Það tak- markar möguleika þeirra talsvert.“ Því fer fjarri að Kristinn sé einn á báti á siglingu sinni um Evrópu. Að- stoðardómarar hans, Sigurður Óli Þórleifsson og Ólafur Ingvar Guð- finnsson, hafa líka gríðarlega mik- ilvægu hlutverki að gegna. „Dóm- urum er uppálagt að vera með fasta menn sér við hlið enda stöndum við og föllum saman. Geri einn okkar af- drifarík mistök verðum við allir settir út af sakramentinu. Það eru líka dæmi um að góðir dómarar hafi þurft að draga sig út úr stórmótum vegna þess að aðstoðardómari stóðst ekki þrekpróf. Það eru engin grið gefin.“ Eins og í vísindaskáldsögu Talandi um þrekpróf þá þurfa al- þjóðadómarar að vera í gríðarlega góðu líkamlegu formi. UEFA er með sérstakan þolþjálfara á sínum snær- um sem sendir mönnum reglulega æfingaáætlun. Kristinn þarf því að hlaupa vikulega með púlsklukku, láta tölvu lesa niðurstöðurnar út frá ákveðnum forsendum og senda þær utan til UEFA þar sem þær eru metnar. „Þeir vita alltaf upp á hár hver staðan á mér er.“ Þetta hljómar eins og í vís- indaskáldsögu. Viðbrögðin koma um hæl og bendi niðurstöður til þess að viðkomandi dómari sé ekki í sínu allra besta formi þarf hann að svara til saka. „Kæmist þolþjálfarinn að þeirri niðurstöðu varðandi mig núna myndi ég líklega svara því til að ég væri rétt kominn úr erfiðu ferðalagi til Úkraínu,“ segir Kristinn og bætir við að hann þurfi jafnframt að tilkynna um öll meiðsli og hvaða meðferð sé í gangi. Fyrir utan þetta þarf Kristinn að fara utan til UEFA til þrekmælinga að lágmarki þrisvar á ári. Landsmót eru nú í fullum gangi víðast hvar í Evrópu en Kristinn seg- ir það ekki há sér að Íslandsmótinu sé löngu lokið. „Ég gæti þess vel að halda mér í toppæfingu allt árið um kring og er eins og grár köttur á öll- um völlum að þefa uppi leiki til að dæma. Það fara fram margir æfinga- leikir á viku hér á höfuðborgarsvæð- inu þannig þetta er ekkert vandamál. Rútínan hjá mér er að æfa fjórum sinnum í viku og dæma einn leik. Menn verða stundum hissa þegar þeir sjá mig eins og brjálæðing á hlaupabretti og spyrja hvort tímabilið sé ekki löngu búið hjá mér. Þá svara ég því til að það sé aldrei búið.“ Loftflæði þarf að vera í lagi Kristinn segir kröfur um líkamlegt atgervi dómara í fremstu röð afar eðlilegar. „Við hlaupum 10 til 15 km í leik á öllum mögulegum hraða. Það þýðir ekkert að nema staðar í vörn- inni. Maður getur þurft að taka erf- iðustu ákvörðunina á 1. mínútu en líka á þeirri 90. Það er því nauðsyn- legt að loftflæði til höfuðsins sé í lagi svo hægt sé að taka réttar ákvarð- anir. Ég get ekki lofað því að taka aldrei ranga ákvörðun í leik en það skal aldrei verða vegna formleysis.“ Kristinn er tregur að tala um til- tekin markmið á næstu misserum en viðurkennir að metnaður sinn standi til þess að dæma reglulega í Meist- aradeild Evrópu. „Ég er kominn þarna inn og það væri fáránlegt að drífa sig út strax aftur.“ Eigi að síður er ljóst að hann fær ekki fleiri verkefni á þeim vettvangi í vetur enda taka „hákarlarnir“ við þegar komið er út í útsláttarkeppn- ina. „Það er bara eðlilegt. En vonandi fæ ég aftur að spreyta mig í riðla- keppninni næsta haust. Síðan vonast ég til að fá áfram verkefni í Evr- ópukeppni félagsliða, bæði í vetur og á næsta tímabili. En allt veltur þetta vitaskuld á frammistöðu og formi.“ Kristinn er 39 ára að aldri og má því dæma á alþjóðavettvangi í sex ár til viðbótar. Á þeim tíma fara fram þrjú stórmót. Þegar liggur fyrir að hann verður ekki meðal dómenda á HM í Suður-Afríku sumarið 2010. Til þess er hann ekki kominn nægilega ofarlega á lista þeirra 250 dómara í Evrópu sem hafa FIFA-réttindi. Þá eru eftir EM í Póllandi og Úkraínu 2012 og HM í Brasilíu 2014. Kristinn fæst ekki til að svara því með orðum hvort hann stefni skónum þangað – en svipurinn kemur upp um hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.