Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008 Mér finnst þeir sem staðið hafa fyrir mótmæla- fundum bæði á Austurvelli, Ingólfstorgi og í mismunandi sölum borgarinnar, nú í vikubyrjun í troðfullu Háskólabíói, yfirleitt standa sig vel. Það eru leiðinlegar og neikvæðar hliðar í þeim efnum eins og öllum öðrum. Til dæmis þessi makalausa stjórnleysingjaræða stelpunnar úr HR sem segist vera að læra lögfræði, á sama tíma og hún boðar stjórnleysi! Hvers konar kjaftæði og öndverða við það sem hún segist vera að læra er það? Ræðumenn hafa flestir verið málefnalegir, vitaskuld reiðir, gagnrýnir á stjórnvöld, Seðla- banka, Fjármálaeftirlit, banka og útrásarvík- inga og fundirnir hafa endurspeglað það andrúm óörygg- is og reiði sem nú virðist krauma undir niðri í þjóðfélaginu. Vel má vera að óánægjan, sem gerir ekkert annað en magnast, sé komin á það stig að stjórnvöld eigi engan annan kost en ákveða uppstokkun, bæði í ríkisstjórn, Seðlabanka og Fjármálaeftirliti. Jafnvel kann að vera komin upp sú staða að ekkert nema þjóðstjórn dugi til að lægja öldur reiðinnar í þjóðfélaginu. Mér fannst að átta ráðherrar ríkisstjórnarinnar, með báða oddvitana í fararbroddi, ásamt einhverjum tugum alþingismanna, sýndu bæði vilja til samræðna við fólkið og ákveðinn kjark, með því að mæta á borgarafundinn í Háskólabíói síðasta mánudagskvöld, þótt vissulega væru ráðherrarnir bæði daufir og þreytulegir. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir sýndi meira að segja leiðtogatakta! Það gerðu þau eftir daglanga fáránlega umræðu á Al- þingi um vantrauststillögu Steingríms J. Sigfússonar. Raunar held ég að Skalla-Grímur blessaður hafi skotið sig í fótinn með þessari óígrunduðu tillögu, þar sem hann var á afar „billegan“ hátt að reyna að innleysa stundar- hagnað skoðanakannana. Steingrímur J. hefur ekki frekar en aðrir stjórnarand- stöðuþingmenn boðað lausnir á þeim vanda sem stjórn- völd rembast nú við að leysa frá degi til dags, viku til viku og mánuði til mánaðar. Hann hefur ekki sýnt fram á það með nokkrum hætti, að hann væri betur fær um að sigla þjóðarskútunni í gegnum öldurót efnahagslegs hruns en stjórnvöld eru að reyna að gera. Raunar má segja að ég hafi orðið fyrir ákveðnu áfalli, þegar ég áttaði mig á því, sl. mánudag, að ég var sammála Kristni H. Gunnarssyni, sem gerði góða grein fyrir því, hvers vegna hann einn stjórnarandstöðuþingmanna, sagði nei við vantrauststillögunni. Svo beraði Steingrímur J. sig að slíkri vanþekkingu, varðandi bandarísk stjórnmál, að vandræðalegt hlýtur að telj- ast, bæði fyrir hann og fylgismenn hans flokks. Heldur Steingrímur J. að bandaríska þjóðin hafi bara fengið hugljómun í upp- hafi bankahruns og ákveðið að ganga til kosninga, til þess að losa sig við Bush? Held- ur Steingrímur J. að hann stígi upp úr kjör- kössunum sem hinn nýi Obama Íslands?! Aftur að fundinum í Háskólabíói á mánu- dag. Einar Már Guðmundsson fór á kost- um, eins og honum einum er lagið, þótt ekki ætli ég að taka undir nema hluta af gagnrýni hans. En það er annað mál. Mikið óskaplega finnst mér leiðinlegt að sjá hvern- ig fundarstjórinn, Gunnar Sigurðsson, sem titlar sig leikstjóra, misnotar aðstöðu sína í fundarstjórn, með ómálefnalegum skætingi, þar sem hann baðar sig í slíkri sjálfsdýrkun að vekur manni ekkert minna en vemmu. Er það svona fólk, sjálfhverft, athyglissjúkt og innantómt sem við viljum fá í ríkisstjórn? Ekki var hægt að skilja hans fáránlegu tillögu um fulltrúa (hverra?) í nefndir og ríkisstjórn, á annan veg en þann að hann væri beinlínis að bjóðast til þess að setjast bæði í nefndir og ríkisstjórn á okkar vegum. Nei takk, segi ég. Mín tillaga er þessi: Gefum ríkisstjórninni frið til þess að vinna vinnuna sína, hún er rétt að byrja; semjum við ríkisstjórnina um að hún haldi okkur, íslensku þjóðinni, upplýstum með því að koma reglulega til samræðu- funda við okkur, hvort sem þeir eru í Háskólabíói, Eg- ilshöll eða á Austurvelli; gerum sáttmála við stjórnvöld, um að við öll, í samvinnu við stjórnvöld, stofnanir, lög- gjafann, eftirlitsstofnanir og rannsakendur endurreisum nýtt og betra Ísland; látum ekki reiðina taka af okkur völdin, því hún er vondur ráðgjafi; látum ekki lýðskrumara og athyglissjúka einstaklinga glepja okkur sýn; samein- umst um að stefna að kosningum, strax og aðstæður leyfa. Ég veit fullvel, að þessi sunnudagspistill minn mun ekki vekja neina kátínu hjá fjölmörgum. En það verður bara svo að vera, því ég er sannfærð um að þessi tillaga mín er með skárri kostum af öll- um slæmum við núverandi aðstæður. agnes@mbl.is Agnes segir … Búmerang Skaut Steingrímur J. sjálf- an sig í fótinn með ótímabærri van- trauststillögu? Gunnar Sigurðsson Kjósa – hvað svo? Bankaráð Nýja Landsbankansstoppaði það af að tilboði Kald- baks um að kaupa Trygginga- miðstöðina af Stoðum með yfirtöku skulda yrði tekið. „Við mátum það svo að ekki væri hægt að taka til- boðinu,“ sagði Ásmundur Stef- ánsson, formaður bankaráðsins, í Morgunblaðinu í gær.     Bankaráðiðbrást þarna við þeirri gagn- rýni, að rík- isbanki, sem í raun væri eig- andi trygginga- félagsins, léti það viðgangast að gamlir viðskipta- félagar véluðu um framtíð þess sín á milli, án þess að aðrir sem áhuga kynnu að hafa kæmust að borðinu.     Nú hafa verið boðaðar verklags-reglur um hvernig eigi að haga aðstoð við fyrirtæki, sem ríkisbank- arnir nýju og þar með skattgreið- endur hafa í fanginu.     Þær reglur hljóta jafnframt aðtaka til þess hvernig eigi að standa að sölu eigna fyrirtækja, sem þannig háttar til um. Það sölu- ferli verður að vera opið og gegn- sætt, þannig að aðrir en gömlu eig- endurnir og aðilar þeim tengdir eigi möguleika á að bjóða í eign- irnar.     Björgvin G. Sigurðsson við-skiptaráðherra segir hér í blaðinu í gær að þar sem „nánast engar“ stórar ákvarðanir hafi verið teknar um niðurfellingu skulda eða sölu eigna, komi slíkar verklags- reglur ekki of seint.     Þangað til reglurnar liggja fyrir,bera bankaráðin mikla ábyrgð. Bent hefur verið á að nú sé mikil hætta á spillingu. Bankaráðin eiga að koma í veg fyrir slíka spillingu. Ásmundur Stefánsson Bankaráðin virka                            ! " #$    %&'  ( )                            * (! +  ,- . / 0     + -                               !" !  12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (     #   !   " ! " ! #  #    #   :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).? $ $    $ %$  $   &$  %$  $        $$                              *$BCD                            !"#$# % #     & '    (  ))  *   !+ % #  ##    #    , - !-      #      *! $$ B *!   '() *!  ) ! "   ! +, <2  <!  <2  <!  <2  '"!*  -   ./ 0  E!-                       8   .         ' - +  / #    &# &      6  2     #            % #      '  ( B  0   !"#$   % #   1         , ! !-      # 1 ( 22$+ (3 + -   4 $   $%$ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ INNLENT STAKSTEINAR VEÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.