Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 14
14 Efnahagsmál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008 EDDA BJÖRK Hef hafið störf að nýju á RAUÐHETTU & ÚLFINUM. Verið velkomin! SPURNINGAR TIL FORMANNA FLOKKANNA 1 a. Koma þarf gjaldeyrisflæði til og frá landinu í lag og vinna að styrkingu krónunnar. b. Grípa þarf til aðgerða til að styðja fjölskyldurnar og draga úr greiðslubyrði þeirra. c. Ríkisstjórnin komi sér saman um mikilvæga og bráðnauðsynlega atvinnuuppbyggingu til að skapa ný störf í stað þeirra sem eru að glatast. Tryggja þarf að fyrirtæki sem eru í ágætum rekstri í dag fari ekki í þrot vegna tímabundins vanda. Því þarf að veita þeim að- gang að lánsfé á hagstæðum kjör- um. Sveitarfélögum verði einnig gert kleift að sinna sínum verk- efnum og því verði ekki dregið úr framlagi í Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga. 2 Ríkisstjórnin þarf að styðja við atvinnuuppbyggingu í stað þess að vera henni Þrándur í Götu. Einnig þarf að íhuga vandlega yfirlýsingu þess efnis að ganga til aðild- arviðræðna við ESB og þar með að leita til evrópska seðlabankans um stuðning við íslensku krónuna fram að inngöngu í Evrópusam- bandið. Þetta er að mínu mati stærsta spurningin sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir nú og henni verður að svara á næstu mánuðum. 3 Að mínu mati eigum við að ganga til slíkra viðræðna með vandlega undirbúin samnings- markmið. Niðurstöður slíkra við- ræðna á svo að sjálfsögðu að bera undir þjóðina. 4 Ég tel óhjákvæmilegt að menn meti það ískalt út frá framtíð- arhagsmunum þjóðarinnar. Mín niðurstaða er sú að við eigum erf- itt með að byggja upp kröftugt og mannvænlegt samfélag án þess að taka upp gjaldmiðil sem nýtur trausts á alþjóðlegum vettvangi og sem er ekki hindrun á viðskipti. 5 Með styrkingu krónunnar til skamms tíma en með nýjum gjald- miðli til lengri tíma. 6 Það er ekki hægt að taka hana úr sambandi gagnvart lánveit- endum en samt er mikilvægt að koma til móts við fjölskyldur og fyrirtæki hvað þetta varðar. Ég bendi á að það mætti athuga vand- lega leið eins og þá að ríkið greiði með skuldabréfum til 5 ára verð- bætur sem eru umfram t.d. 8%. Síðan verði að fimm árum liðnum tekin afstaða til þess hvernig ríkið gerir þessi skuldabréf upp. Hag- fræðingar hafa einnig bent á aðrar útfærslur í þessum efnum sem nauðsynlegt er að skoða en það má ekki draga það of lengi að taka ákvarðanir. 7 Með skuldbreytingum og leng- ingu lána og jafnvel með tíma- bundinni eignaraðild sem síðar verður losuð og seld á almennum markaði. 8 Almennt á ríkið að mínu mati ekki að standa í samkeppnisrekstri en í undantekningartilfellum getur það verið nauðsynlegt, m.a. til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu eða til að koma að mikilvægri at- vinnuuppbyggingu á erfiðum tím- um. 9 Ég er ekki viss um að það sé nauðsynlegt þótt þetta þurfi að sjálfsögðu að skoða vandlega við aðstæður eins og þær sem nú eru uppi. Síðasta ríkisstjórn aflaði fjár- magns fyrir þessi verkefni með sölu ríkiseigna og nú gæti verið rétti tíminn til að nota þá fjár- muni. Hafa ber í huga að hér er um mannaflsfrekar framkvæmdir að ræða. Hátæknisjúkrahúsið mun þegar byggingu þess er lokið spara hinu opinbera milljarða króna á ári hverju vegna hagræð- ingar sem felst í því að vera með alla starfsemi í til þess gerðu um- hverfi og Sundabrautin hefur sömuleiðis mikla arðsemi í för með sér. 10 Já, okkur vantar sárlega inn- spýtingu fjármagns í íslenskt at- vinnu- og efnahagslíf, auk þess sem við þurfum að fjölga störfum hér á landi. 11 Almennt styð ég uppbyggingu iðnaðar að uppfylltum öllum skil- yrðum og að fengnum öllum heim- ildum sem til þarf. Það þarf hins vegar að nota takmarkaðar los- unarheimildir til að skapa atvinnu- tækifæri sem víðast um landið. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki haldið nægjanlega vel á hags- munum Íslands í viðræðum um hvað tekur við af Kyoto-bókuninni. 12 Ég tel vel koma til álita að rík- ið eigi enn um sinn einhvern hlut í bönkunum, eða a.m.k. einhverjum þeirra, en tel jafnframt farsælast að hluti þeirra verði seldur aftur þegar aðstæður gefa tilefni til. Það væri mjög heppilegt að fá innkomu erlendra aðila að fjár- málastarfsemi hér á landi. 13 Það kemur vel til greina. 14 Já, bankastjórn Seðlabankans nýtur því miður ekki trausts en situr þó enn í skjóli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ég tel nauð- synlegt að skipta um í yfirstjórn bankans og að ráðningar nýrra manna fari fram á faglegan hátt, samanber frumvarp framsókn- armanna um það efni. 15 Já. 16 Þingmenn hafa ekki enn fengið að sjá endurskoðað fjárlaga- frumvarp enda er öll vinna í kring- um það því miður unnin af fram- kvæmdavaldinu en ekki löggjafarvaldinu eins og raunin ætti að vera. Miðað við það ástand sem við blasir á næstu árum tel ég ólíklegt að hægt verði að gera annað en að hækka skatta þegar efnahagslífið tekur að rétta úr kútnum á ný. Óskynsamlegt væri að draga úr út- gjöldum til velferðarkerfisins og menntakerfisins við aðstæður sem þær sem nú blasa við. 17 Ég tel unnt að ná fram umtals- verðri hagræðingu með end- urskipulagningu Stjórnarráðsins og fækkun ráðuneyta og samein- ingu stofnana. Ofan á það þarf að beita almennu aðhaldi í ríkisrekstri og gera miklar hagræðingarkröfur þar sem það er raunhæft. Leita ber þó allra leiða til að verja grunnþjónustu velferðarkerfisins. Ganga til ESB-viðræðna með undirbúin markmið Morgunblaðið/Golli VALGERÐUR SVERR- ISDÓTTIR FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS 1 a. Auka tekjur þjóðarinnar af auð- lindum sínum. b. Koma í veg fyrir hrun atvinnulífs- ins, m.a. með aðkomu ríkisins í hlutafé og afnámi verðtryggingar lána. c. Stöðva skuldasöfnun heimila vegna húsnæðislána með lögum. 2 Með stífri gjaldeyristakmörkun og samstarfi við Noreg um gjaldmiðil og fjármál. 3 Ekki við núverandi aðstæður. Setja ber lög um að ríkið eigi auð- lindirnar, alla orku í jörðu, tryggja orkunýtingu vatnsfalla og fiski- stofna Íslandsmiða sem og landbún- aðarlandið. 4 Sjá svar við spurningu nr. 2. 5 Lækka stýrivexti og afnema verð- tryggingu. 6 Já. 7 Með langtímalánum, skuldbreyt- ingu, afborgunarleysi og lægri vöxt- um. 8 Já, þar til betur árar, þá má selja ríkishlutinn. 9 Það má fresta framkvæmdum við tónlistarhúsið og hátæknisjúkra- húsið en varðandi Sundabraut tel ég að fara eigi innstu leiðina svonefndu í sparnaðarskyni. 10 Já. 11 Já. 12 Selja einn að tveimur þriðju til Lög um að ríkið eigi auðlindirnar Morgunblaðið/Ásdís GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON FORMAÐUR FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS erlendra aðila, en samning um rekst- ur banka hérlendis, síðar selja tvo þriðju í hinum. 13 Já, ef um semst. 14 Já og bankaráð. 15 Ekki sammála öllum forsendum IMF en styð lánsumsókn. 16 Það verður nauðsyn vegna mik- illar skuldabyrðar ríkissjóðs 2010- 2025. Hafna ber flatri skattahækkun á tekjur fólks. 17 Mest í utanríkis- og varn- armálum. Einnig í öllum öðrum málaflokkum. Verðum samt að standa sérstaklega vörð um velferð- arkerfið, efla atvinnumál og varð- veita félagslega kerfið. 1 Hvaða þrjú atriði telur þú mikilvægast að hrinda í framkvæmd til að koma landinu út úr efnahagsvandanum? 2 Hvernig á að fara að því að styrkja krónuna næstu vikur og mánuði? 3 Á Ísland að óska eftir aðildarviðræðum við Evrópusambandið? 4 Á að taka upp evru eða annan gjaldmiðil? 5 Hvernig er hægt að skapa aðstæður til að lækka vexti? 6 Telur þú hægt að taka lánskjaravísitölu tímabundið úr sambandi í vetur? 7 Hvernig eiga bankarnir að koma til móts við skuldsett fyrirtæki? 8 Telur þú að það eigi að vera liður í endurreisnarstarfinu að ríkið taki þátt í atvinnulífinu með beinum hætti? 9 Telur þú að við eigum að fresta framkvæmdum við tónlistarhúsið, hátæknisjúkrahús og Sundabraut? 10 Ber að vinna áfram í því að álver Alcoa rísi á Bakka? 11 Á að heimila Norðuráli að stækka álverið í Helguvík í 360 þúsund tonn? 12 Á ríkið að eiga bankana áfram eða selja þá áfram til innlendra eða erlendra aðila? 13 Eiga t.d. erlendir kröfuhafar bankanna að fá hlutabréf í þeim? 14 Á að skipta um bankastjórn Seðlabankans? 15 Styður þú lánveitingu frá IMF og þær forsendur sem liggja að baki láninu? 16 Telur þú nauðsynlegt að hækka skatta? 17 Hvar vilt þú skera niður í ríkisútgjöldum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.