Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 52
52 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008 Sudoku Frumstig 2 9 5 8 4 7 9 2 4 5 6 9 3 1 5 1 8 2 1 9 4 3 7 1 8 6 9 2 4 7 5 6 4 1 9 2 1 4 5 7 5 6 7 4 6 5 4 1 8 2 3 2 9 4 8 7 6 7 4 8 3 8 9 1 4 9 7 3 1 6 5 1 4 2 4 5 7 3 5 1 4 4 9 7 3 3 8 8 4 5 1 6 4 2 7 1 4 3 2 8 5 6 9 9 6 8 7 1 5 2 4 3 2 5 3 6 4 9 8 1 7 3 9 6 8 7 4 1 5 2 4 2 7 5 9 1 3 8 6 1 8 5 2 6 3 9 7 4 8 7 9 1 3 6 4 2 5 5 3 2 4 8 7 6 9 1 6 4 1 9 5 2 7 3 8 6 5 9 8 1 3 7 4 2 1 2 7 4 5 9 8 3 6 8 4 3 7 6 2 9 5 1 7 9 5 6 3 4 2 1 8 3 6 2 1 8 7 5 9 4 4 1 8 9 2 5 3 6 7 9 8 4 3 7 6 1 2 5 2 7 6 5 9 1 4 8 3 5 3 1 2 4 8 6 7 9 3 4 1 6 7 5 8 2 9 6 8 2 1 3 9 4 7 5 7 5 9 2 4 8 1 3 6 5 9 4 8 6 3 7 1 2 2 1 3 7 9 4 5 6 8 8 7 6 5 2 1 3 9 4 9 2 5 3 8 7 6 4 1 4 3 8 9 1 6 2 5 7 1 6 7 4 5 2 9 8 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist töl- urnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 30. nóvember, 335. dagur ársins 2008 Orð dagsins: En Jesús sagði við þá: „Gjaldið keisaranum það, sem keis- arans er, og Guði það, sem Guðs er.“ Og þá furðaði stórlega á honum. (Mark. 12, 17.) Mótmælin á Austurvelli minnaVíkverja nokkuð á kirkjuferð- ir í gamla daga. Þangað fóru menn til að sýna sig og sjá aðra og fagn- aðarerindið varð stundum að algjöru aukaatriði. Víkverja leiðast fundir og hefur því ekki mætt á Austurvöll. Vinir hans og kunningjar stunda það hins vegar nokkuð. Ein vinkona mætir með hundana sína því henni þykir svo gaman að sýna sig með þá í fjölmenni. Önnur vinkona fer þang- að af því henni finnst svo gaman að horfa á fólk mótmæla. Þriðji vin- urinn mætir svo „af því bara“ eins og hann orðar það sjálfur. Víkverji sá reyndar í sjónvarpsfréttum einn kunningja sinn steyta hnefa og æpa slagorð fyrir framan Alþingishúsið. Sá kunningi þráir byltingu án þess að hafa meðvitaða hugmynd um það hverju á að breyta. x x x Víkverji hefur aldrei haft sérstaktumburðarlyndi gagnvart leik- fimi í útvarpi eða sjónvarpi. Hann harmar því ekki að morgunleikfimi Ríkisútvarpsins hafi verið lögð af. Ef fólk vill toga sig og teygja í heima- húsum getur það gert það án leið- beininga. Víkverji leyfir sér líka að efast um að hlustun á morg- unleikfimi nái þokkalegri mælingu. Víkverji hefur haft nokkuð hátt um þessa skoðun sína á vinnustað sínum en hefur mætt almennri fordæm- ingu. Honum er sagt að gamalt fólk hafi stundað þessa morgunleikfimi af kappi. Víkverji efast um að fjölda- hreyfing sé í gangi meðal gamlingja landsins þegar kemur að leikfimi Ríkisútvarpsins. x x x Víkverji hefur eins og aðrir lands-menn tekið eftir hækkandi verðlagi á hinum ýmsu vörum. Það hvarflar að Víkverja að í einstaka til- fellum sé ekki verið að hækka vörur vegna þess að þörf sé á heldur verið að nota tækifærið vegna þess að menn komast upp með það. Víkverji getur þó ekki hrósað sér af því að stunda neytendavaktina af kappi. Hann borgar bara þegjandi. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hreyfa, 4 dúsks, 7 í vondu skapi, 8 slæmt hey, 9 bólstur, 11 ástundun, 13 klettanef, 14 hárug, 15 nöldur, 17 veinaði, 20 mann, 22 æla, 23 samþykkir, 24 blóm- ið, 25 hreinan. Lóðrétt | 1 vísi frá, 2 vit- laus, 3 forar, 4 hár, 5 rot- in, 6 óms, 10 veslast upp, 12 reið, 13 fönn, 15 son- ur, 16 blekkingar, 18 hænur, 19 samviskubit, 20 fornafn, 21 ófríð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 nemandinn, 8 lagið, 9 múgur, 10 nem, 11 kjaga, 13 ausan, 15 fress, 18 slota, 21 kút, 22 lærðu, 23 afana, 24 dandalast. Lóðrétt: 2 eggja, 3 auðna, 4 dimma, 5 naggs, 6 flak, 7 æran, 12 gæs, 14 ull, 15 fold, 16 eyrna, 17 Skuld, 18 stall, 19 okans, 20 aðal. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 f5 2. c4 Rf6 3. Rc3 e6 4. Bg5 Bb4 5. Dc2 c5 6. e3 O-O 7. Bd3 Da5 8. Rge2 Re4 9. Bxe4 cxd4 10. exd4 fxe4 11. Bd2 Df5 12. O-O d5 13. Rxd5 exd5 14. Bxb4 He8 15. cxd5 Dxd5 16. Rc3 Dxd4 17. Rb5 Dxb4 18. Rc7 De7 19. Hfe1 Rc6 20. Rxe8 Dxe8 21. Hxe4 Df7 22. Dc3 Be6 23. b4 Bxa2 24. b5 Bd5 25. Hea4 Dg6 26. f3 Re7 27. De3 Rf5 28. Dd3 De6 29. g3 Hf8 30. Hf4 g5 31. Hg4 h6 32. Ha3 He8 33. Hga4 Staðan kom upp í A-flokki Taflfélags Reykjavíkur fyrir skömmu. Júlíus Friðjónsson (2234) hafði svart gegn Jóhanni H. Ragnarssyni (2159). 33… Rxg3! 34. hxg3 De1+ 35. Df1 Dxg3+ 36. Kh1 He1 37. Dxe1 Dxe1+ svartur hefur nú léttunnið tafl. 38. Kg2 De2+ 39. Kg3 Dxb5 40. Hxa7 Bc6 41. H7a5 Db4 42. Ha8+ Kg7 43. He3 Df4+ 44. Kf2 Dh2+ 45. Ke1 Dg1+ 46. Ke2 Bb5+ og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Gott ráð Garozzo. Norður ♠KD ♥D2 ♦Á62 ♣ÁK9854 Vestur Austur ♠10873 ♠ÁG6 ♥763 ♥54 ♦G10954 ♦D872 ♣2 ♣DG106 Suður ♠9542 ♥ÁKG1098 ♦K ♣73 Suður spilar 6♥. Lauflegan setur strik í reikninginn, en með nákvæmri tímasetningu má þó tryggja tólf slagi. Útspilið er ♦G. Ekki er samgangur til að trompa spaða í borði og því er betra að gera út á laufið. Sagnhafi tekur á ♦K, spilar laufi á ás og hendir síðan hinu laufinu heima niður í ♦Á. Trompar næst lauf og legan sýnir sig. Þá er hjarta spilað á drottningu og lauf aftur stungið. Nú er liturinn frír og aðeins eftir að aftrompa vörnina og spila spaðahjónunum. Tveir spaðahundar heima munu hverfa niður í frílauf. Ef vestur byrjar á einspilinu í laufi vantar sagnhafa innkomu í borð til að fylgja eftir fyrrnefndri áætlun. Eins og Garozzo sagði: „Sem ungur maður var ég alltaf að leita að snjöllum útspilum. Nú er ég eldri og vitrari og kem bara út með einspilið mitt.“ (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Börn gætu orðið til þess að auka mjög á skyldu þína. Hún er ekki fyrir hendi fyrr en hún er komin á hendi og þú átt að leggja sjálfur þitt af mörkum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Treystu innsæi þínu í samskiptum við aðra í dag. Mundu bara að gæta hófs í mat og drykk, því annars hefði betur ver- ið heima setið en af stað farið. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Eitthvað er í fari þínu í dag sem getur gert þig árásargjarnari en áður. Nú eru þær blikur á lofti að þið þurfið að standa saman og þá stendur allt og fellur með þér. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Í miðjum klíðum við áskorun ertu nú þegar sigurvegari. Haltu bara þínu striki því þú ert á réttri leið. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Beindu orku þinni á jákvæðan hátt til að koma verkefnum þínum í fram- kvæmd. Hún er líka sú skemmtilegasta og það sem skrýtnara er, sú sannasta. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er svo lítið sem þarf til þess að setja allar áætlanir úr skorðum. Vertu þolinmóður og farðu í gegn um málið með bros á vör. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er ekkert að því að njóta feg- urðar hlutanna svo framarlega sem þér finnst þú ekki þurfa að eignast þá alla. Mundu að hóf er best í hverjum hlut. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Reyndu að halda þig sem mest við dagskrána, því nú er ekki rétti tíminn til þess að breyta út af. En þú ert að gera það sem þú verður að gera, og það veitir líka ánægju. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert hæfileikaríkur og verð- ur að finna athafnaþrá þinni farsælan far- veg. Sýndu þeim skilning og þá mun ykk- ur ganga allt í haginn. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þér líður eins og þú þurfir að klóra þér. Fyrr en þú veist af hefurðu breytt leiðindum í frábært framtak. Ekki vera hissa ef þú skilur þær ekki enn. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Samtal við vin getur gert þig óöruggan og óvissan í þinni sök. Einhver lítur á þig sem velgjörðarmann sinn í dag. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert sérlega sannfærandi í dag og átt því auðvelt með að selja bæði hluti og hugmyndir. Reynið að líta sem best út og hafa í huga að hamingjan er besta hefndin. Stjörnuspá Jón Þórir Leifsson, um- ferðareftirlits- maður hjá Vegagerðinni og fyrrverandi lögreglumaður, er sextugur í dag, 30. nóv- ember. Hann og eiginkona hans Jenný Ásgerð- ur Magnúsdóttir eru að heiman á afmælisdaginn. Þau senda öllum Íslendingum bestu baráttukveðj- ur. 60 ára Ólafur Logi Jónasson loft- skeytamaður, er sextugur í dag, 30. nóv- ember. Sam- býliskona hans er Kristjana Karlsdóttir. Ólafur og Krist- jana eru erlendis á afmælisdaginn. 60 ára „Ég er dálítið slæm með það að vilja pakka en er svolítið eins og litlu börnin því það þarf ekkert að vera merkilegt eða mikið,“ segir Anna S. Björns- dóttir, ljóðskáld og kennari, sem fagnar 60 ára af- mæli sínu í dag. „Hins vegar má ég eiga það að ég er gjafmild að sama skapi. Raunar er ég dálítil óhemja þannig að ef ég mætti myndi ég örugglega gefa allt sem ég ætti. En þá þyrfti bara einhver annar að sjá fyrir mér sem væri ekki gott.“ Anna ætlar í dag að bjóða saumaklúbbnum sín- um úr Kennaraskólanum í „kampavínsbröns“ eins og hún kallar það. „Þetta eru 10-12 konur og við höfum haldið saman alveg frá 1965. Um kvöldið verð ég síðan í faðmi fjölskyldunnar og borða villibráð sem synir mínir hafa veitt.“ Aðalveislan er hins vegar um garð gengin því þegar blaðamaður náði tali af Önnu var hún í óðaönn að undirbúa grímuball fyrir fjöl- skyldu og vini í tilefni af afmælinu. „Ég er iðulega með einhver þemu sem jafnvel eru svolítið barnaleg en það kemur kannski til af því að ég hef verið kennari í tæp 40 ár. Sumum finnst þetta dálítið vesen en þá er þeim bara sagt hvað þeir eiga að gera: setja upp yfirskegg, hatt eða grillsvuntu og grillhanska til að vera með.“ | ben@mbl.is Anna S. Björnsdóttir er 60 ára í dag Grímuball og kampavín Guðfinna Anna Hjálm- arsdóttir mynd- listamaður- og kaupmaður í versluninni Litir og Föndur, fagnar sextugs- afmæli sínu í dag, 30. nóv- ember. Eiginmaður hennar er Grímur Ingólfsson húsgagnasmið- ur. Börn hennar eru þrjú og barnabörnin ellefu. Hún verður að heiman á afmælisdaginn ásamt eiginmanni, börnum og fjöl- skyldum þeirra. 60 ára 30. nóvember 2002 Vatnavextir voru aust- anlands í kjölfar mikilla rigninga. Vatnsborð Lag- arfljóts við Egilsstaði varð hærra en áður hafði þekkst, 22,99 metrar, þremur metr- um hærra en venjulega. Vatn flæddi yfir vegi í ná- grenni Egilsstaða og upp á flugbraut. Þetta gerðist … Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.