Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 16
16 Efnahagsmál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008 Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 12 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræðingar með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga 1Koma á virkum gjaldeyrismarkaði til að styrkja gengi krónunnar. Þá mun takast að lækka verðbólguna og vextina sömuleiðis. Einnig er brýnt að endurreisn bankakerfisins takist vel og að fyrirtæki og at- vinnulífið komi starfsemi sinni í eðlilegt horf sem fyrst. Það mun gerast samhliða því að vextir lækka auk þess sem stuðla verður að upp- byggingu í atvinnulífi, t.d. í orku- frekum iðnaði. 2 Sjá svar 1. 3 Spurningin um aðild Íslands að Evrópusambandinu byggist á hags- munamati, þ.e. hvað komi íslensku þjóðinni best í þeim efnum. Hingað til hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið þeirrar skoðunar að þetta hags- munamat leiði til þess að okkur sé betur borgið utan sambandsins en í kjölfar þeirra miklu hremminga sem þjóðin hefur lent í að und- anförnu verður að endurskoða þetta mat og yfirfara þær for- sendur sem að baki því liggja. Það mun Sjálfstæðisflokkurinn gera á landsfundi sínum sem flýtt hefur verið fram í lok janúar. Ljóst er þó að full aðild er ferli sem tekur nokkur ár, sbr. nýleg ummæli Olli Rehn, stækkunarstjóra Evrópu- sambandsins. 4 Það verður að skoða alla mögu- leika með opnum huga og leita þeirra leiða sem bestar eru og tryggja hag þjóðarinnar til fram- tíðar. 5 Um leið og gjaldeyrismarkaður kemst í eðlilegt horf og verðbólga lækkar, þá munu vextirnir lækka. 6 Það hefur að hluta til verið gert með nýjum lögum um greiðslujöfn- un fasteignaveðlána. 7 Það er skýrt að hlutverk bank- anna við núverandi aðstæður er ekki eingöngu að hagnast af rekstri fyrst og fremst, heldur einnig að gegna ábyrgu samfélagslegu hlut- verki. Hluti þess hlutverks er að halda atvinnulífinu gangandi með öllum ráðum. Þeir verða þó auðvit- að sjálfir að meta einstök mál og án vafa eru einhver fyrirtæki þannig stödd að þau eiga engra kosta völ annarra en að hætta rekstri. Bank- anum ber þá að leita leiða, til dæm- is með starfsfólki viðkomandi fyr- irtækis, sem gætu tryggt áframhaldandi rekstur og atvinnu. 8 Almenna reglan er nei, þetta eru hins vegar mjög sérstakar að- stæður og vel má hugsa sér að ríkið taki þátt í atvinnulífinu um hríð, ef þess gerist þörf. 9 Þetta eru ólík verkefni. Bygging Tónlistarhússins er komin vel á veg og brýnt er að ljúka því verki eins fljótt og aðstæður leyfa. Frestun hinna tveggja er auðveldari, enda engar framkvæmdir hafnar. Ég tel hins vegar að menn þurfi að gera upp við sig hvort slíkar fram- kvæmdir eða undirbúningur þeirra geti leyst einhvern hluta þess vanda sem birtist í atvinnuleysi og kyrrstöðu á vinnumarkaði. 10 Já, ef allir samningar eru hag- felldir. Hiklaust. 11 Já, ef nægjanleg orka er fyrir hendi. 12 Ríkið á ekki að eiga bankana til langrar framtíðar. Ríkið á að selja þá og endurheimta þannig eitthvað af því fé sem tapast hefur í hruninu. 13 Það kemur vel til greina en ég legg áherslu á að allar ráðstafanir sem gerðar verða um framtíð- arskipulag fjármálamarkaðarins og þar með bankanna, verða að vera gerðar fyrir opnum tjöldum og þannig að fyllsta jafnræðis sé gætt. 14 Bankastjórn Seðlabankans glímir við afar erfið verkefni um þessar mundir og nýtur trausts til þess. Aftur á móti útiloka ég ekki að einhverjar breytingar verði gerðar á skipulagi þess eftirlits sem við höfum með fjármálamarkaði og peningamálum í landinu, t.d. með sameiningu Seðlabankans og FME. 15 Já 16 Ég vona að þess þurfi ekki en slíkt er þó ekki hægt að útiloka. 17 Ríkisstjórnin vinnur að endur- skoðun fjárlagafrumvarps fyrir 2009. Spurningunni er ekki unnt að svara fyrr en niðurstaða liggur fyr- ir í því. Ríkið selji bankana og endurheimti tapað fé GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐHERRA OG FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Morgunblaðið/Ómar 1 Í fyrsta lagi skjóta stoðum undir gjaldeyrismarkað og bankakerfi. Í öðru lagi koma á virku stoðkerfi við atvinnulífið með þátttöku banka, ríkis og aðila vinnumarkaðar. Í þriðja lagi sækja um aðild að ESB svo fljótt sem auðið er. 2 Verð krónu ræðst á markaði en til að gengið geti hækkað þarf trú- verðuga peningamálastefnu, styrka framkvæmd efnahagsáætlunar IMF og yfirstjórn í Seðlabanka Íslands sem nýtur trausts innan lands og utan. 3 Já. 4 Já, við eigum að taka upp evru og ganga í ESB. 5 Styrking krónunnar og minni verðbólguþrýstingur eru forsendur lækkunar vaxta. Til framtíðar er besta leiðin til vaxtalækkunar inn- ganga í myntsamstarf Evrópuríkja og aðgangur að því vaxtasvæði. 6 Það er mjög vandasöm aðgerð vegna þess að kostnaðurinn af henni lendir m.a. á lífeyrisþegum sem eru ekki ofsælir af því sem þeir fá núna út úr lífeyrissjóðunum. Ný- verið voru sett lög um greiðslujöfn- un sem kemur í veg fyrir ósamræmi í þróun launa og greiðslubyrði lána sem getur létt greiðslubyrðina um 10-20%. Þetta er mikilvægt fyrsta skref en við verðum að koma til móts við það fólk sem lendir núna í misgengi fasteignaverðs og verð- tryggðra lána. 7 Bankarnir þurfa að sýna lífvæn- legum en skuldsettum fyrirtækjum sveigjanleika varðandi afborganir, vera tilbúnir að lengja í lánum, veita greiðslufresti og jafnvel fella niður kröfur að hluta eða öllu leyti. 8 Samfylkingin útilokar ekkert ef slíkar lausnir verða nauðsynlegar svo hjól atvinnulífsins snúist eins og þarf. En við viljum líka aukna út- vistun verkefna, stuðning við ný- sköpun einstaklinga og fyrst og fremst fjölbreytt atvinnulíf til fram- tíðar. 9 Ákvarðanir um þetta eru hluti af stærri heild og hafa ekki verið tekn- ar. Tónlistarhúsið sker sig úr því þar eru framkvæmdir langt komnar en hin verkefnin eru ekki komin á framkvæmdastig. 10 Það er búið að festa mikið fé í orkuvinnslu á jarðhitasvæðunum fyrir norðan, og ég tel að á þessum óvissutímum sé nauðsynlegt að nýta þá fjárfestingu sem fyrst til að skapa mikilvæg störf og gjaldeyri. Verði breyting á áformum Alcoa eru hugsanlega aðrir möguleikar fyrir hendi, t.d. á kísilframleiðslu í tengslum við sólariðnað. Þar er um minni orkuþörf að ræða, sem væri mjög vel viðráðanleg nyrðra, og myndi skapa vel launaða vinnu fyrir hundruð manna. Ég tel að það eigi að skoða alla möguleika í núverandi stöðu. 11 Þetta er órætt innan rík- isstjórnarinnar og engin launung að það ríkir lítil hrifning innan míns flokks á stækkun í 360 þúsund tonn. Það vekur líka eftirtekt mína að fyrirtækið hefur ekki getað skýrt hvaðan orkan í seinni helming verk- efnisins á að koma. Hugmyndir Norðuráls um það verða að liggja fyrir áður en hægt er að taka ákvörðun. Hins vegar er ég sam- mála iðnaðarráðherra um að það eigi að skoða í botn allar hugmyndir sem geta skapað mörg störf á erf- iðasta tíma lægðarinnar, en held því hins vegar vel til haga, að við verð- um einnig að hafa borð fyrir báru, og eiga kost á orku fyrir umhverf- isvæna, hátæknivædda stóriðju sem er líka að banka upp á hjá okkur. 12 Eignarhald ríkisins á bönkunum þremur er tímabundin ráðstöfun og við hljótum að stefna að því að inn- lendir og erlendir fjárfestar komi inn í bankakerfið. Það kemur hins vegar fyllilega til álita að ríkið verði áfram hluthafi í bönkunum með öðrum eins og þekkist m.a. í Nor- egi. 13 Ég tel það fyllilega koma til álita því það gæti þar með létt end- urfjármögnunarkröfu af ríkinu. Við höfum nóg annað við fjármunina að gera. 14 Já. 15 Já. 16 Mat á nauðsyn þess liggur ekki fyrir þegar þetta er ritað, en Sam- fylkingin setur velferðarkerfið í for- gang og styður skattahækkanir ef nauðsynlegar teljast vegna vel- ferðar. 17 Samfylkingin nálgast nauðsyn- legan niðurskurð sem spurningu um forgangsröðun. Við höfnum flöt- um niðurskurði og munum for- gangsraða fyrir velferðarmál. Sem utanríkisráðherra hef ég nú þegar ákveðið 20% niðurskurð í mínu ráðuneyti. Taka upp evruna og ganga í ESB INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR UTANRÍK- ISRÁÐHERRA OG FORMAÐ- UR SAMFYLKINGARINNAR Morgunblaðið/Kristinn 1 Hvaða þrjú atriði telur þú mikilvæg- ast að hrinda í framkvæmd til að koma landinu út úr efnahagsvand- anum? 2 Hvernig á að fara að því að styrkja krónuna næstu vikur og mánuði? 3 Á Ísland að óska eftir aðild- arviðræðum við Evrópusam- bandið? 4 Á að taka upp evru eða annan gjald- miðil? 5 Hvernig er hægt að skapa aðstæður til að lækka vexti? 6 Telur þú hægt að taka lánskjara- vísitölu tímabundið úr sambandi í vetur? 7 Hvernig eiga bankarnir að koma til móts við skuldsett fyrirtæki? 8 Telur þú að það eigi að vera liður í endurreisnarstarfinu að ríkið taki þátt í atvinnulífinu með beinum hætti? 9 Telur þú að við eigum að fresta fram- kvæmdum við tónlistarhúsið, há- tæknisjúkrahús og Sundabraut? 10 Ber að vinna áfram í því að álver Al- coa rísi á Bakka? 11 Á að heimila Norðuráli að stækka ál- verið í Helguvík í 360 þúsund tonn? 12 Á ríkið að eiga bankana áfram eða selja þá áfram til innlendra eða er- lendra aðila? 13 Eiga t.d. erlendir kröfuhafar bank- anna að fá hlutabréf í þeim? 14 Á að skipta um bankastjórn Seðla- bankans? 15 Styður þú lánveitingu frá IMF og þær forsendur sem liggja að baki lán- inu? 16 Telur þú nauðsynlegt að hækka skatta? 17 Hvar vilt þú skera niður í ríkisút- gjöldum? SPURNINGAR TIL FORMANNA FLOKKANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.