Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 21
fyrr á tímum á organistafundum þeg-
ar þeir voru að finna að einhverju hjá
prestunum: „Þú bókar þetta ekki!“
Og Haukur kunni vel við sig í Ham-
borg, þó að hann viðurkenni að hann
hafi verið svolítið blankur. „Ja, hvað á
ég að segja – já.“
„Ég myndi segja það,“ skýtur
Grímhildur Bragadóttir eiginkona
hans inn í.
„En ég var ekki blankur miðað við
strákana sem voru í náminu með
mér,“ segir Haukur. „Ég lét það eftir
mér að fara mikið á tónleika, sem þeir
gerðu ekki. Ég held það hafi haft
mikla þýðingu í náminu. Höfuð-
punkturinn var að fara til útlanda,
þar sem var mikið tónlistarlíf, og það
gilti bæði um Hamborg og Berlín.“
Hann lítur til Grímhildar.
„Við kynntumst þar. Hún kom í
nám í Hamborg og við kynntumst á
fyrsta degi sem hún kom til borg-
arinnar.“
– Hún hefur heyrt þig spila?
„Ja, ekki strax, held ég. Þú heyrðir
mig ekkert spila?“
„Það var nú mjög fljótlega,“ svarar
hún og beinir orðum sínum til blaða-
manns: „Ég var kynnt fyrir honum
fyrsta daginn; það var farið með mig
beint til hans og hann var náttúrlega
að fara út að æfa sig.“
„Hún náði tali af mér síðar,“ segir
hann brosandi.
„Svo gekk það seinna,“ segir hún
og hlær. „Ég var í tannlækningum
þá, en svo hætti ég í því.“
Péturskirkjan í Róm
Eftir fimm ára nám í Þýskalandi
fékk Haukur stöðu sem organisti á
Akranesi, sá líka um Tónlistarskól-
ann „og auðvitað fylgdi karlakórinn
með“. En utanreisurnar urðu fleiri.
Haukur fékk leyfi frá störfum á
Akranesi í átta mánuði árið 1966 og
fór til Rómar í nám hjá Fernando
Germani. Og síðar spilaði hann í Pét-
urskirkjunni með kór í organistaferð,
sem hann stóð fyrir.
„Það var í einu verki og skólabróðir
minn aðstoðaði, James Goettsche,
sem nú er aðalorganisti Péturskirkj-
unnar. Við vorum saman í námi hjá
Germani.“
– Kunnu organistarnir að syngja?
„Þeir syngja flestir og eru hrað-
læsir á nótur – geta sungið eftir
þeim,“ segir Haukur og fylgist með
blaðamanni berja tölvuna. „Þú vilt
hafa allt skondið með. Sagt var um
H.C. Andersen að hann reiknaði með
því að móðirin læsi með, þess vegna
var textinn þannig að hann var við
hæfi barna og samt með speki fyrir
fullorðna.“
– Það hafa verið nokkrar spýtur í
Péturskirkjunni?
„Það var fimmtíu radda pípuorgel
og einhvern veginn alveg sjálfgefið að
maður kæmist ekkert í það til að æfa
sig – ég spurði ekki einu sinni. Skóla-
bróðir minn fletti fyrir mig, regist-
eraði og hjálpaði mér í þessu. Þetta
gekk vel, þó að ég hefði aldrei sest við
það hljóðfæri áður.“
– Er þetta stærsta orgel sem þú
hefur spilað á?
„Nei, minna heldur en orgelið í
Hallgrímskirkju. Það eru mörg orgel
í Péturskirkjunni, í hliðarkapellum
eru líka orgel og í kjallaranum er að
ég held 60 eða 70 radda orgel. Svo eru
þeir með orgel á hjólum, 18 radda
orgel, sem keyrt er fram á tröpp-
urnar á Péturstorgi þegar athafnir
eru þar.“
Auðu síðurnar
Haukur segist hafa lært mikið af
Germani. „Ég er með hans aðferðir í
bókunum. Það eru samt alltaf að
koma fram nýjar aðferðir, en hans að-
ferð hefur reynst honum vel, og hann
var víðfrægur fyrir sitt pedalspil. Svo
eru kenningarnar margar. Sumir
telja að Bach hafi bara spilað með
tánum, en nemendur hans og nem-
endur þeirra notuðu bæði hæl og tá,
og ég sýni það á nótum hvernig sú
fótsetning var. Með því að nota hvort
tveggja, bæði hæla og tær, brúar
maður betur og styttir bilið á milli
nótna. Og Germani var með þeim
fyrstu til að nota tá og hæl á reglu-
bundinn hátt, að sögn Jon Laukviks.
Með því fæst fullkomlega jafn leikur
og bundið spil, ásamt mestu hagsýni
hreyfinganna.“
Germani kom til Íslands árið 1974.
„Við höfðum verið í námi hjá honum,
ég og Guðmundur H. Guðjónsson,
sem ég kalla eldkantorinn, af því að
hann var organisti í Eyjum þegar
gosið varð. Við gengum í það að fá
hann til landsins og hann spilaði í
Eyjum, á Akranesi, í Landakots-
kirkju, Dómkirkjunni og á Selfossi.“
Það skiptir máli að hafa góðan
kennara, að sögn Hauks. „Þessi
kenning um að það sé allt í lagi að
byrja hjá einhverjum sem kann ekki
mikið er kolröng. Byrjunin þarf að
vera afskaplega vel ígrunduð. Þess
vegna miðla ég því sem ég lærði í
mínu námi eins nákvæmlega og ég
get og skrifa skýringartexta við hvert
verk með góðum ráðum, að ég tel.“
Haukur varð söngmálastjóri þjóð-
kirkjunnar árið 1974 og jafnframt
skólastjóri Tónskólans og gegndi því
starfi í 27 ár, þar til hann settist í
helgan stein árið 2001. Drög að fyrsta
kennsluheftinu komu út árið 1982, en
svo kom það út í endurbættri útgáfu
árið 1992 og annað heftið 1993. Þriðja
heftið er síðan að koma út núna,
fimmtán árum síðar. Sonur okkar
Guðlaugur Ingi hefur skrifað allan
nótanatextann. Bragi Leifur hefur og
verið með í ráðum og Gunnhildur les-
ið hvert orð yfir. Margir aðrir ónefnd-
ir hafa og komið við sögu. Fyrir allt
það hef ég verið þakklátur.“
– Verða heftin fleiri?
„Það getur verið, ég á nú kannski
ekki að ljóstra því upp, en kannski
prjóna ég eitt hefti framan við fyrsta
heftið,“ segir hann og hlær. „En það
er aldrei að vita nema ég verði eins og
Bach, komi ekki öllu í framkvæmd
sem ég vil.“
Hann flettir bók Bachs.
„Hugsa sér, hefði hann samið allt
sem hann ætlaði sér. Allar þessar
auðu síður.“
2001
Haukur síðasta daginn
í starfi söngmálastjóra
Þjóðkirkjunnar.
1996
Haukur á far-
arskjótanum.
‘‘SAMT VAR MEIRIKYRRÐ OG RÓ YFIRMANNLÍFINU Í AUST-UR-ÞÝSKALANDI.
„ÞAÐ VAR EKKI
ÞETTA STANSLAUSA
STRESS AÐ KOMA
SÉR ÁFRAM Í LÍFINU.“
21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008
Virðing
Réttlæti
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Samkvæmt 20 gr. laga VR auglýsir kjörstjórn eftir framboðum til
formanns og í stjórn og trúnaðarráð félagsins.
Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt erindi
til kjörstjórnar á skrifstofu VR.
Skrifleg meðmæli 10 félagsmanna þarf vegna framboðs til formanns
og til setu í stjórn.
Framboð til setu í trúnaðarráði er hægt að senda rafrænt á
kjorstjorn@vr.is
Framboðsfrestur er til kl. 12:00, 22. desember 2008.
Kjörstjórn
Hefur þú áhuga á að starfa
í forystu VR?
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
U
T
I
44
21
0
11
.2
00
8
Leki göngustafir
fyrir þá sem gera kröfur
Verð frá
6.990
parið
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Fáðu úrslitin
send í símann þinn AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111