Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 51
Auðlesið efni 51 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008 Stór-hveli, 18-20 metra langt, fannst rekið við Dyr-hóla-ós á Reynis-fjöru, alveg upp við Dyr-hólaey, síðast-liðinn miðviku-dag. Sverrir Daníel Halldórsson, líf-fræðingur hjá Haf-rannsókna-stofnun, taldi af myndum að dæma að þarna hefði rekið miðlungs-stóra full-vaxna lang-reyðar-kú. Hausinn á hræinu er nokkuð mikið laskaður og næstum laus frá búknum. Áverka á hræinu þykja benda til þess að hvalurinn hafi lent í skips-skrúfu eða í árekstri við skip. Ekki er talið að hvalurinn sé löngu dauður. Tekin verða sýni úr hræinu til rannsókna og líklega verður það urðað að því loknu. Ólafur Steinar Björnsson, bóndi á Reyni, varð fyrstur var við hvalrekann og lét hann lögreglu vita. Lang-reyði rak á Reynis-fjöru Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hræið af langreyðinni er við Dyrhólaós á Reynisfjöru í Mýrdal. Ekki sést til þess fyrr en komið er næstum að því eftir fjörunni. Lög-regla í Mum-bai í Ind-landi segir að níu meintir hryðju-verka-menn hafi verið hand-teknir eftir morð-árásir í borginni í gær. Á annað hundrað manns létu lífið og fjöldi manna særðist. Hópur íslam-ista, sem nefna sig Deccan Mujahideen, lýsti ábyrgð á hendur sér og var ljóst að þeir vildu fyrst og fremst myrða Breta og Bandaríkja-menn. Vopnaðir menn réðust einnig inn í tvö hótel, Taj Mahal og Trident, og tóku þar gísla. Sér-sveitar-menn réðust síðar inn í Taj Mahal-hótelið og tókst að frelsa flesta gíslana. Eldur varð laus á efri hæðunum en gestir björguðust. Lögregluþjónar og óbreyttir borgarar leita skjóls. Reuters Fjölda-morð í Mumbai Emilíana Torrini heldur tón-leika í Háskóla-bíói laugar-dags-kvöldið 13. desem-ber næst-komandi en þegar miðar á tón-leikana seldust upp á nokkrum klukku-tímum var ákveðið að bæta öðrum tón-leikum við, og munu þeir fara fram, 14. desem-ber. Um nokkur tíma-mót er að ræða í ljósi þess að Emilíana hefur ekki haldið tón-leika hér á landi í um tvö og hálft ár, eða frá því í júlí árið 2006. Hún hefur verið á tón-leika-ferða-lagi um allan heim að undan-förnu, og er ný-komin heim frá Ástra-líu. Emilíana kom ný-verið fram í sjónvarps-þættinum The Culture Show á BBC2, ásamt Paul McCartney. Sigtryggur Baldursson trommu-leikari spilaði þar ásamt Emilíönu sem sá um tónlistar-atriði í þættinum. Emilíana spilaði tvö lög, „Me and Armini“ og „Ha Ha“. Morgunblaðið/Þorkell Emilíana með tón-leika Verð-bólgan eykst enn og mælist hún nú 17,1% í nóvem-ber miðað við sl. tólf mánuði. Vísi-tala neyslu-verðs án hús-næðis mælist um 19,5% og er þetta mesta verð-bólga sem mælst hefur frá því í maí 1990 þegar hún var 18,1%. Undan-farna þrjá mánuði hefur vísi-tala neyslu-verðs hækkað um 4,8% sem jafn-gildir 20,8% verð-bólgu á ári, en 27,4% fyrir vísi-töluna án hús-næðis. Matur og drykkjar-vörur hækka um tæp 3,6% milli mánaða, áfengi og tóbak um rúm 6,5%, föt og skór um 3,0%, hús-næði, hiti og raf-magn um tæp 1,3%, hús-gögn, heimilis-búnaður o.fl. um rúm 3,4%, heilsa um 3,1%, tóm-stundir og menning um tæp 1,7% og hótel og veitingar um 1,7%. Verðbólgan rúm 17% Vel á annað þúsund manns mætti í Háskóla-bíó til opins borgara-fundar með ríkis-stjórn og þing-mönnum síðast-liðinn þriðju-dag. Helstu kröfur sem fengu hljóm-grunn á fundinum voru þær að almenningi yrði hleypt að kjör-klefunum hið fyrsta, skipt yrði um banka-stjórn í Seðla-bankanum, að verð-trygging yrði af-numin eða fryst um stundar-sakir og að eignir auð-manna yrðu frystar. Geir Haarde forsætis-ráðherra fékk þá spurningu úr sal, að fram-sögu-ræðum loknum, hvaða ábyrgð hann teldi sig bera á því ástandi sem nú væri komið upp. Hann svaraði því til að óháð rann-sóknar-nefnd myndi sjá til þess að öll kurl kæmu til grafar um ábyrgðina á banka-hruninu. Þegar sú nefnd skilaði árangri myndi hann ekki skorast undan sinni ábyrgð. Morgunblaðið/Golli Á annað þúsund manns mætti í Háskólabíó til opins borg- arafundar með ríkisstjórn og þingmönnum. Fjöl-menni á fundi „Það má segja að gamall draumur hafi ræst og gott að þetta er loksins í höfn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðs-kona í knatt-spyrnu úr Val, við Morgunblaðið eftir að hún hafði gengið frá eins árs samningi við sænska félagið Lin-köping. Liðið er eitt það sterkasta í Evrópu um þessar mundir en það hafnaði í öðru sæti sænsku úrvals-deildarinnar í ár eftir harða baráttu við meistarana í Umeå. „Þetta var nauðsynlegt skref á mínum ferli og mikil-vægt fyrir bæði mig og lands-liðið á þessum tímapunkti að ég færi í þessa deild. Lands-liðið á erfitt ár fyrir höndum og eins gott fyrir mig að vera í eins góðu formi og mögu-legt er,“ sagði Margrét. Hún fer ekki til Svíþjóðar fyrr en í byrjun febrúar, vegna náms, en hún leggur stund á íþrótta-fræði í Háskólanum í Reykjavík. „Ég fékk frest fram í febrúar til að mæta til æfinga vegna þess að ég þarf að ljúka mikil-vægu vettvangs-námi í janúar. Á meðan æfi ég eftir pró-grammi frá þjálfara Linköping og er svo tilbúin í baráttuna hjá liðinu í byrjun febrúar. Margrét Lára búin að semja við Linköping Seðla-bankinn fær víð-tækar heimildir til að tak-marka eða stöðva tíma-bundið flutning fjár-magns úr landi og gjald-eyris-viðskipti og krefjast þess að út-flutnings-fyrir-tækin skili heim öllum gjald-eyri sem þau afla, sam-kvæmt frum-varpi um breytingar á lögum um gjald-eyris-mál sem ríkis-stjórnin lagði fram og afgreidd voru sem lög frá Alþingi á föstudag. Þegar Björgvin G. Sigurðsson viðskipta--ráðherra mælti fyrir frum-varpinu á kvöld-fundi Alþingis höfðu þing-menn stjórnar-and-stöðunnar ekki haft ráð-rúm til að kynna sér efni þess. Gjaldeyris-- höft Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.