Morgunblaðið - 30.11.2008, Side 51

Morgunblaðið - 30.11.2008, Side 51
Auðlesið efni 51 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008 Stór-hveli, 18-20 metra langt, fannst rekið við Dyr-hóla-ós á Reynis-fjöru, alveg upp við Dyr-hólaey, síðast-liðinn miðviku-dag. Sverrir Daníel Halldórsson, líf-fræðingur hjá Haf-rannsókna-stofnun, taldi af myndum að dæma að þarna hefði rekið miðlungs-stóra full-vaxna lang-reyðar-kú. Hausinn á hræinu er nokkuð mikið laskaður og næstum laus frá búknum. Áverka á hræinu þykja benda til þess að hvalurinn hafi lent í skips-skrúfu eða í árekstri við skip. Ekki er talið að hvalurinn sé löngu dauður. Tekin verða sýni úr hræinu til rannsókna og líklega verður það urðað að því loknu. Ólafur Steinar Björnsson, bóndi á Reyni, varð fyrstur var við hvalrekann og lét hann lögreglu vita. Lang-reyði rak á Reynis-fjöru Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hræið af langreyðinni er við Dyrhólaós á Reynisfjöru í Mýrdal. Ekki sést til þess fyrr en komið er næstum að því eftir fjörunni. Lög-regla í Mum-bai í Ind-landi segir að níu meintir hryðju-verka-menn hafi verið hand-teknir eftir morð-árásir í borginni í gær. Á annað hundrað manns létu lífið og fjöldi manna særðist. Hópur íslam-ista, sem nefna sig Deccan Mujahideen, lýsti ábyrgð á hendur sér og var ljóst að þeir vildu fyrst og fremst myrða Breta og Bandaríkja-menn. Vopnaðir menn réðust einnig inn í tvö hótel, Taj Mahal og Trident, og tóku þar gísla. Sér-sveitar-menn réðust síðar inn í Taj Mahal-hótelið og tókst að frelsa flesta gíslana. Eldur varð laus á efri hæðunum en gestir björguðust. Lögregluþjónar og óbreyttir borgarar leita skjóls. Reuters Fjölda-morð í Mumbai Emilíana Torrini heldur tón-leika í Háskóla-bíói laugar-dags-kvöldið 13. desem-ber næst-komandi en þegar miðar á tón-leikana seldust upp á nokkrum klukku-tímum var ákveðið að bæta öðrum tón-leikum við, og munu þeir fara fram, 14. desem-ber. Um nokkur tíma-mót er að ræða í ljósi þess að Emilíana hefur ekki haldið tón-leika hér á landi í um tvö og hálft ár, eða frá því í júlí árið 2006. Hún hefur verið á tón-leika-ferða-lagi um allan heim að undan-förnu, og er ný-komin heim frá Ástra-líu. Emilíana kom ný-verið fram í sjónvarps-þættinum The Culture Show á BBC2, ásamt Paul McCartney. Sigtryggur Baldursson trommu-leikari spilaði þar ásamt Emilíönu sem sá um tónlistar-atriði í þættinum. Emilíana spilaði tvö lög, „Me and Armini“ og „Ha Ha“. Morgunblaðið/Þorkell Emilíana með tón-leika Verð-bólgan eykst enn og mælist hún nú 17,1% í nóvem-ber miðað við sl. tólf mánuði. Vísi-tala neyslu-verðs án hús-næðis mælist um 19,5% og er þetta mesta verð-bólga sem mælst hefur frá því í maí 1990 þegar hún var 18,1%. Undan-farna þrjá mánuði hefur vísi-tala neyslu-verðs hækkað um 4,8% sem jafn-gildir 20,8% verð-bólgu á ári, en 27,4% fyrir vísi-töluna án hús-næðis. Matur og drykkjar-vörur hækka um tæp 3,6% milli mánaða, áfengi og tóbak um rúm 6,5%, föt og skór um 3,0%, hús-næði, hiti og raf-magn um tæp 1,3%, hús-gögn, heimilis-búnaður o.fl. um rúm 3,4%, heilsa um 3,1%, tóm-stundir og menning um tæp 1,7% og hótel og veitingar um 1,7%. Verðbólgan rúm 17% Vel á annað þúsund manns mætti í Háskóla-bíó til opins borgara-fundar með ríkis-stjórn og þing-mönnum síðast-liðinn þriðju-dag. Helstu kröfur sem fengu hljóm-grunn á fundinum voru þær að almenningi yrði hleypt að kjör-klefunum hið fyrsta, skipt yrði um banka-stjórn í Seðla-bankanum, að verð-trygging yrði af-numin eða fryst um stundar-sakir og að eignir auð-manna yrðu frystar. Geir Haarde forsætis-ráðherra fékk þá spurningu úr sal, að fram-sögu-ræðum loknum, hvaða ábyrgð hann teldi sig bera á því ástandi sem nú væri komið upp. Hann svaraði því til að óháð rann-sóknar-nefnd myndi sjá til þess að öll kurl kæmu til grafar um ábyrgðina á banka-hruninu. Þegar sú nefnd skilaði árangri myndi hann ekki skorast undan sinni ábyrgð. Morgunblaðið/Golli Á annað þúsund manns mætti í Háskólabíó til opins borg- arafundar með ríkisstjórn og þingmönnum. Fjöl-menni á fundi „Það má segja að gamall draumur hafi ræst og gott að þetta er loksins í höfn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðs-kona í knatt-spyrnu úr Val, við Morgunblaðið eftir að hún hafði gengið frá eins árs samningi við sænska félagið Lin-köping. Liðið er eitt það sterkasta í Evrópu um þessar mundir en það hafnaði í öðru sæti sænsku úrvals-deildarinnar í ár eftir harða baráttu við meistarana í Umeå. „Þetta var nauðsynlegt skref á mínum ferli og mikil-vægt fyrir bæði mig og lands-liðið á þessum tímapunkti að ég færi í þessa deild. Lands-liðið á erfitt ár fyrir höndum og eins gott fyrir mig að vera í eins góðu formi og mögu-legt er,“ sagði Margrét. Hún fer ekki til Svíþjóðar fyrr en í byrjun febrúar, vegna náms, en hún leggur stund á íþrótta-fræði í Háskólanum í Reykjavík. „Ég fékk frest fram í febrúar til að mæta til æfinga vegna þess að ég þarf að ljúka mikil-vægu vettvangs-námi í janúar. Á meðan æfi ég eftir pró-grammi frá þjálfara Linköping og er svo tilbúin í baráttuna hjá liðinu í byrjun febrúar. Margrét Lára búin að semja við Linköping Seðla-bankinn fær víð-tækar heimildir til að tak-marka eða stöðva tíma-bundið flutning fjár-magns úr landi og gjald-eyris-viðskipti og krefjast þess að út-flutnings-fyrir-tækin skili heim öllum gjald-eyri sem þau afla, sam-kvæmt frum-varpi um breytingar á lögum um gjald-eyris-mál sem ríkis-stjórnin lagði fram og afgreidd voru sem lög frá Alþingi á föstudag. Þegar Björgvin G. Sigurðsson viðskipta--ráðherra mælti fyrir frum-varpinu á kvöld-fundi Alþingis höfðu þing-menn stjórnar-and-stöðunnar ekki haft ráð-rúm til að kynna sér efni þess. Gjaldeyris-- höft Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.