Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 4
4 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008
EVRÓPUUMRÆÐAN sem er að
koma upp hjá Samtökum atvinnu-
lífsins er mjög athyglisverð, að
mati Gunnars Helga Kristinssonar,
prófessors í stjórnmálafræði við HÍ.
,,Það hefur verið litið svo á að sjáv-
arútvegurinn hafi neitunarvald um
þetta mál og samtökin hafa ekki
mátt hreyfa sig. Nú virðist því vera
lokið,“ segir hann.
,,Ég met það svo að nú ætli Sam-
tök atvinnulífsins ekki að láta sjáv-
arútveginn stöðva sig lengur og
fara áfram með þetta mál,“ segir
hann. Þessar hræringar á vettvangi
SA skipta einnig máli fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn „sem er auðvitað
tengdur samtökum atvinnurekenda
margvíslegum böndum og þessi
klofningur í röðum atvinnurekenda
er örugglega líka til staðar í Sjálf-
stæðisflokknum.“
Að mati hans hefur verið sett af
stað atburðarás í Sjálfstæðis-
flokknum sem erfitt er að ætla að
geti endað á annan hátt en með ein-
hverskonar hugmynd um aðild að
ESB. Ólíklegt sé að flokkurinn
haldi landsfund til þess eins að
árétta fyrri stefnu. Gunnar Helgi
bendir á að skv. fylgiskönnunum að
undanförnu virðist margir Evr-
ópusinnar sem fylgt hafa Sjálfstæð-
isflokknum að málum hafa snúið
sér annað, sennilega mest yfir til
Samfylkingarinnar. Ef niðurstaða
landsfundarins um aðildarumsókn
að ESB verður klárt nei gæti flokk-
urinn klofnað, telji Evrópusinn-
arnir í flokknum sig ekki eiga fram-
tíð innan hans. Sú hætta er líka til
staðar ef niðurstaðan verður já en
það er þó ekki eins líklegt að mati
Gunnars Helga. Neikvæð nið-
urstaða gæti líka haft áhrif á fram-
hald stjórnarsamstarfsins. Hún yrði
eins og köld vatnsgusa fyrir Sam-
fylkinguna.
Hætta á klofningi ef
nei verður niðurstaðan
VÆGI aðildarfélaga Samtaka at-
vinnulífsins hafa breyst talsvert á
seinustu árum. Sé tekið mið af ár-
gjöldum aðildarfélaga í fyrra kem-
ur í ljós að Samtök iðnaðarins eru
stærst og greiða um 30% árgjalda.
Samtök verslunar og þjónustu eru
næststærst og greiddu 21%. LÍÚ
(14%) og Samtök fiskvinnslustöðva
(5%) standa undir sjötta hluta gjald-
anna. Árgjöld til SA voru samtals
265 milljónir í fyrra.
Samtök iðnaðar og SVÞ
greiða helming árgjalda
!
"##$
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Á
sama tíma og allar gáttir
opna fyrir umræður í
Sjálfstæðisflokknum um
hvort framtíð Íslands sé
betur borgið í Evrópu-
sambandinu en utan þess, setja heild-
arsamtök atvinnurekenda af stað
könnun meðal aðildarfyrirtækja um
hvort samtökin eigi að beita sér fyrir
aðildarviðræðum við ESB. Hver svo
sem niðurstaðan verður er engum
blöðum um það að fletta að hafin er
söguleg atburðarás og ekki verður
aftur snúið. Átökin sem komin eru
upp á yfirborðið í SA vegna andstöðu
forystu útgerðarinnar endurspegla
að nokkru þær deilur sem margt
bendir til að muni eiga sér stað á
landsfundi sjálfstæðismanna 29. jan-
úar-1. febrúar.
Sjálfstæðismenn búa sig undir
mikla þátttöku í Evrópuumræðunni
fram að landsfundi en tíminn er mjög
naumur. Evrópunefndin, sem Krist-
ján Þór Júlíusson formaður og Árni
Sigfússon varaformaður eru yfir, hef-
ur verkstjórnina með höndum. Sjö
vinnuhópar fjalla um stærstu álita-
efnin. Jafnhliða er þegar hafin mikil
Evrópuumræða í málefnanefndum,
um áhrif af inngöngu í ESB á ein-
staka málaflokka. Þá eiga menn von á
að kostir og gallar ESB-aðildar verði
ræddir á vettvangi flokksfélaga, sem
eru kjarninn í flokknum. Þau eru hátt
í 200 talsins og kjósa fulltrúa á lands-
fund.
Fæstir reikna með að ein klár nið-
urstaða verði fengin fyrir landsfund-
inn. Aðeins þar verði málið leitt til
lykta. Verkefnisstjórnin gæti því
þurft að skila af sér tveimur nefnd-
arálitum. „Ég sé ekki að sjónarmið
hörðustu Evrópusinna og hörðustu
Evrópuandstæðinga í Sjálfstæð-
isflokknum verði samræmd, segir
heimildarmaður.
Menn draga ekki dul á að ástæða sé
til að hafa áhyggjur af því að hart
verði deilt um Evrópumálið á lands-
fundinum. Fram hafi komið að und-
anförnu að bæði stuðningsmenn
ESB-aðildar og andstæðingar séu
margir mjög harðir í sinni afstöðu en
fæstir viti hver stærðarhlutföll fylk-
inganna eru. „Það geta orðið mjög
harkalegar umræður en ég tel ekki
líklegt að þær leiði til klofnings. Menn
muni frekar sættast á að vera áfram
ósammála um þetta,“ segir sjálfstæð-
ismaður sem vel þekkir til.
Opin og gegnsæ umræða
„Við erum að undirbúa verkefnið,“
segir Kristján Þór. „Við gerum ráð fyr-
ir því að fljótlega upp úr mánaðamót-
unum munum við gera grein fyrir
hvernig verkinu miðar áfram og hvern-
ig við hyggjumst vinna það.“ Fundað
verður stíft vikurnar fram að lands-
fundi og opnuð verður heimasíða þar
sem fólki gefst kostur á að taka þátt í
umræðunni, leggja inn hugmyndir og
fylgjast með, að sögn Kristjáns Þórs.
„Við ætlum að vinna þetta eins opið,
gegnsætt og á einfaldan máta og við
frekast getum og að almenningur sem
vill kynna sér þessa hluti fái tækifæri
til þess á mannamáli.“
Á umliðnum árum hefur forysta
Sjálfstæðisflokksins litið svo á að það
myndi leiða til mikilla átaka í flokkn-
um ef ESB aðild yrði tekin á dagskrá
og jafnvel væri ástæða til að óttast
klofning. Nú hefur grasrótin verið
virkjuð og umræðan fer á flug. ,,Sá
verður að tefla á tvær hættur, sem
vinna vill.“
Teflt á tvær hættur
Sjálfstæðismenn setja ESB-umræðuna á
fulla ferð í vinnuhópum og á heimasíðu
Morgunblaðið/Golli
Evrópuumræðan sett af stað. Geir H. Haarde formaður og Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir varaformaður kynntu ákvöðrun miðstjórnar 14. nóv.
Búist er við átökum á landsfundinum milli
hörðustu stuðningsmanna og andstæðinga
Á
TÖK eru komin upp á
yfirborðið í Samtökum
atvinnulífsins um af-
stöðuna til mögulegrar
aðildar að Evrópusam-
bandinu. Forystumenn í sjávar-
útvegi hafa brugðist harkalega við
þeirri ákvörðun framkvæmda-
stjórnar SA að gera skoðanakönnun
meðal allra aðildarfyrirtækja SA á
því hvort stuðningur sé fyrir því að
SA beiti sér fyrir aðildarviðræðum
við ESB.
Niðurstöðurnar eiga að liggja fyr-
ir á næsta stjórnarfundi SA 8. des-
ember. ,,Stjórn LÍÚ hefur fjallað
um málið og samþykkt einróma að
verði Samtökum atvinnulífsins beitt
fyrir inngöngu Íslands í Evrópu-
sambandið muni stjórnin leggja það
til við félagsmenn að LÍÚ segi sig úr
samtökum atvinnulífsins,“ sagði í
bréfi sem LÍÚ og Samtök fisk-
vinnslustöðva sendu til félagsmanna
sl. mánudag.
Núningur um málið milli manna
Ágreiningur hefur verið milli
ólíkra atvinnugreina um afstöðuna
til ESB undanfarin ár og „núningur“
á milli manna á vettvangi SA. Vægi
sjávarútvegsins innan SA er um
20% ef mið er tekið af aðild-
argjöldum. Í 20 manna stjórn eru
fjórir úr sjávarútvegi. Það er tím-
anna tákn því áhrif útgerðar og fisk-
vinnslu voru mun meiri innan
Vinnuveitendasambandsins á sínum
tíma.
Talsmenn í sjávarútvegi segja að
samkomulag hafi verið innan 20
manna stjórnar SA að menn sættust
á að aðildarsamtökin hefðu hvert
sína stefnu í Evrópumálum en SA
myndi ekki beita sér í málinu, hvorki
með né á móti. Upp á síðkastið hafi
þrýstingur hins vegar aukist á að
heildarsamtökin beittu sér.
Í byrjun október var fjallað um
málið í stjórn SA þegar rætt var um
framlengingu kjarasamninga en því
svo frestað til næsta stjórnarfundar
í byrjun desember. Framkvæmda-
stjórnin fjallaði um málið og kom
fram áhugi á að láta fara fram skoð-
anakönnun. Meirihlutinn vildi leggja
eina spurningu fyrir öll aðildarfyr-
irtæki um hvort þau vilji að SA beiti
sér fyrir aðild Íslands að ESB.
Fulltrúar sjávarútvegsins vildu
orða þetta öðruvísi, fjölga spurning-
unum í fjórar og spyrja m.a. um ein-
hliða upptöku annars gjaldmiðils og
hvort menn væru hlynntir aðild,
þrátt fyrir að það þýddi afsal á fisk-
veiðiauðlindinni. Um þetta náðist
ekki samkomulag og ákvað meiri-
hluti framkvæmdastjórnar að leggja
eina spurningu fyrir fyrirtækin.
Menn í aðildarsamtökum SA sem
eru fylgjandi því að skoða möguleika
á ESB-aðild eru orðnir þreyttir á því
að halda ESB-umræðunni sífellt ut-
an heildarsamtakanna. Þau muni að-
eins styrkjast við það að fá ákveðna
línu um vilja fyrirtækja í málinu.
Það virðist liggja ljóst fyrir að
stjórnir Samtaka iðnaðarins, Sam-
taka ferðaþjónustunnar, SVÞ og
Samtaka fjármálafyrirtækja eru all-
ar hlynntar því að skoða möguleika
á aðild að ESB. Samanlagt stóðu
þessi samtök undir nálægt 77% af
árgjöldum SA á síðasta ári.
Innan sjávarútvegsins er hins
vegar sagt: „Við finnum fyrir því að
það er mun óumdeildara að Íslend-
ingar taki upp annan gjaldmiðil en
að ganga til viðræðna um aðild.
Hörðustu andstæðingar Evrópu-
sambandsins segjast m.a.s. geta lát-
ið það yfir sig ganga. Aðalatriðið er
að það verði gert við réttar að-
stæður.“
Brýn umræða á vettvangi SA
Þeir sem styðja gerð Evr-
ópukönnunar benda hins vegar á að
ekki verði lengur við það unað að fá
ekki að ræða þessi brýnu mál á vett-
vangi SA. Í bréfi formanns SVÞ til
félagsmanna eru viðbrögð LÍÚ
gagnrýnd. Atvinnulífið hafi senni-
lega aldrei staðið frammi fyrir eins
risavöxnum vanda og núna og
ákvörðun um ESB-aðild sé mik-
ilvægasta forsenda þess hvaða leið
verður farin og hvaða möguleikar
séu til endurreisnar. Hagsmunir
sjávarútvegsins muni skipa veiga-
mikinn sess ef til aðildarviðræðna
kemur. ,,En sú tilraun LÍÚ að reyna
að hindra að málefnið sé tekið á dag-
skrá og reyna að hindra að aðrir fé-
lagsmenn fái að tjá sinn vilja og
verja sína hagsmuni með bestum
hætti, er þeim ekki til sóma og
þeirra hagsmunum ekki til fram-
dráttar,“ segir þar.
LÍÚ og fiskvinnsla rísa upp gegn meirihlut-
anum í SA í deilum um ESB og hóta úrsögn
Niðurstöður könnunar um aðildarviðræður
kynntar á stjórnarfundi innan fárra daga
Morgunblaðið/Kristinn
Á dagskrá Samtök atvinnulífsins
kanna hug fyrirtækja til ESB.
Það er skylda Sjálfstæðisflokksins
að gefa fólki kost á að kjósa á milli
tveggja kosta í Evrópumálum, þ.e.
hvort Ísland eigi að ganga í Evr-
ópusambandið eða standa fyrir ut-
an. Þetta segir Friðrik Sophusson,
fyrrv. varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins og ráðherra til margra
ára. „Það er ekki hægt að sjá hvaða
kostur það er að fara inn fyrr en
búið er að ræða við bandalagið og
fá niðurstöðu í einhvers konar
samningum um hvað sá kostur
snýst,“ segir hann. Friðrik tekur
fram að hann taki ekki afstöðu til
þess persónulega hvort Ísland eigi
að vera í ESB eða utan þess fyrr en
niðurstöður viðræðna liggi fyrir.
„Sjálfstæðisflokkurinn verður
að mínu áliti að vera mjög prakt-
ískur í þeim efnahagsvanda sem
núna er uppi og greiða fyrir því að
íslenska þjóðin geti tekið afstöðu
til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu
hvert hún vilji stefna í Evrópumál-
unum,“ segir Friðrik. „Ég held að
það sé eðlilegt að landsfundurinn
fjalli um þessi mál vegna þess að
efnahagsástandið og staða krón-
unnar er óviðunandi. Það er þess
vegna eðlilegt að leitað sé nýrra
leiða til að tryggja efnahagslegan
stöðugleika í landinu,“ segir hann.
„Innan Sjálfstæðisflokksins eru
auðvitað skiptar skoðanir og það
er ekki nauðsynlegt að flokkurinn
taki afstöðu til þess hvort hann
sem slíkur vill stefna að því að fara
í Evrópusambandið eða vera utan
þess. En hann verður hins vegar að
fallast á að aðildarviðræður fari
fram til þess að sá kostur sé fyrir
hendi að þjóðin geti greitt atkvæði
um einhvers konar niðurstöðu sem
kemur út úr viðræðunum,“ segir
hann.
„Ég held að það geti varla komið
til greina að flokkurinn neiti að
ræða við Evrópusambandið um
hvaða kostir standa til boða.
Mín afstaða er afskaplega skýr.
Ég tel að við eigum að láta á þetta
reyna. Aðalatriðið er að þjóðin fái
að velja á milli skýrra kosta.“
Þjóðin fái að velja á milli skýrra kosta
Morgunblaðið/Ásdís
Val „Ég tel að við eigum að láta á
þetta reyna.“ Friðrik Sophusson.