Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 24
24 Hönnun MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is H úsgagnahönnuðurinn Reynir Sýrusson er ábyrgur fyrir hönn- un stóla, altaris, skírnarfonts og fleiri hluta í hina glænýju Guðríðarkirkju í Grafarholti, sem vígð verður næstkomandi sunnu- dag, 7. desember. Verkefnið kom til í samvinnu við arkitekta kirkjunnar Þórð Þorvaldsson og Guðrúnu Ingvarsdóttur hjá Arkþing. „Þau voru að leita að stólum ásamt sókn- arnefndinni og prestinum en fundu engan sem hentaði. Þau voru sjálf spennt fyrir því að hafa eitthvað ís- lenskt þarna inni,“ segir Reynir og í kjölfarið var hann fenginn til að koma með hugmyndir að kirkjustól. „Ég hitti annan arkitektinn á mið- vikudegi en tillögurnar þurftu að liggja fyrir á mánudegi. Ég fór á fullt, lokaði mig inni langt fram á nótt og var að alla helgina. Ég kom með teikningu að fjórum stólum,“ útskýrir Reynir og var einn stóllinn valinn úr og gerði hann módel af honum til að sýna á fundi með sóknarnefnd og presti. „Þeim leist svona vel á hann og það varð ekki aftur snúið,“ segir hann en þetta var fyrir nokkrum mánuðum síðan. Núna er hinsvegar búið að smíða alla 244 stólana og verður bólstr- unin sett á í kirkjunni. Gegnheilt birki og stuðlaberg Ennfremur hannaði Reynir sér- staka brúðarstóla en þeir eru bæði breiðari og með hærra baki en hin- ir. Áklæðið á þeim er líka rautt en svarbrúnt áklæði prýðir kirkjustól- ana. Eitt einkenni stólsins er að hann er úr gegnheilu birki og eru engir tveir stólar eins því viðurinn er svo lifandi efni. Kemur það vel út þegar mörgum stólum er raðað saman. Til viðbótar er samsetningin sérstök en engar skrúfur eru sjáanlegar. Þemað inni í kirkjunni er stuðla- berg og ennfremur er undirstaðan í prédikunarstólnum og skírnarfont- inum stuðlaberg. „Mitt var að út- færa þetta og klára að smíða,“ seg- ir Reynir sem einnig gerði knéföll og grátur í kirkjuna. Uppbyggingin er þannig að rýmið er sveigjanlegt og er hægt að hliðra til og hafa nóg pláss fyrir annars konar viðburði en messur, eins og tónleika. Í skírnarfontinum er grópuð hola ofan í stuðlabergið, ofan í henni er síðan rennd tréskál og ofan í henni er sérsmíðuð glerskál. Í eldri kirkjum eru oft óþægileg- ir kirkjubekkir en hjá Reyni voru þægindin í fyrirrúmi. „Ég fékk þá spurningu strax hvort stóllinn væri ekki örugglega þægilegur og hafði það að leiðarljósi. Bólstrunin er mikil og stóllinn formar sig að bak- inu svo hægt er að sitja á ýmsa vegu í honum. Það er auðvelt að breyta aðeins um stellingu og halla sér aftur.“ Til viðbótar verða í kirkjunni staflanlegir stólar sem Reynir hafði áður hannað. Í Guðríðarkirkju verður birkið gegnumgangandi viðartegund. Krossinn og fleira er síðan úr látúni og notast Reynir að einhverju leyti við burstað stál líka. Að mörgu þarf að huga í svo stóru verkefni. „Þetta þarf allt að tengjast og það er gaman að vinna svona viðamikið verkefni. Til að halda sama stílnum yfir öllu hanna ég líka rekka á hjólum fyrir sálma- bækurnar, moldunarkassa og skóflu, blómastanda og fleira. Allt passar þetta vel saman í útliti og handbragði,“ segir Reynir sem hef- ur áður unnið verkefni af svipaðri stærðargráðu. Það var fyrir Orku- veituna, hann hannaði allt inn í Hellisheiðarvirkjun, móttökuborð, ræðupúlt, útstillingarskápa og fleira. Í samvinnu við Útflutningsráð Reynir er núna í samvinnu við Útflutningsráð og er að vinna í hópi sem ber nafnið Útstím. Markmið þessa ráðgjafaverkefnis er að að- stoða fyrirtæki við að ná fótfestu fyrir vöru og þjónustu á erlendum markaði. „Við erum að vinna að því að koma hönnuninni í sölu erlend- is,“ segir Reynir en verkefnið er í samstarfi við viðskiptafulltrúa við sendiráð Íslands og ráðgjafarfyr- irtæki á erlendri grund. „Ég er að leita að hönnunarversl- unum til að selja húsgögnin mín. Ég er að fara í lok janúar til Englands vegna þessa.“ Hann stefnir líka til Norðurlandanna og byrjar á Noregi en Útstím stendur yfir í sex til átta mánuði. Reynir er spenntur fyrir því að sjá kirkjuna tilbúna. Lokahönd verður lögð á verkið í vikunni en vígslan er á sunnudaginn kemur. „Mér finnst þetta jákvætt fyrir ís- lenska framleiðslu og íslenskt þjóð- félag. Við erum að framleiða á fullu, það eru alltaf einhver verkefni þarna úti.“ Engir óþægilegir k Morgunblaðið/Ómar Sá litli og stóri Húsgagnahönnuðurinn Reynir Sýrusson við stólinn Karlsefni sem hannaður var sérstaklega fyrir Guðríðarkirkju í Grafarholti úr gegnheilu birki. Reynir heldur á litlu módeli af stólnum í hendinni. Húsgagnahönnuðurinn Reynir Sýrusson hannar stóla, altari og fleiri hluti inn í hina glænýju Guð- ríðarkirkju í Grafarholti sem verður vígð eftir viku. Hönnuðurinn, sem framleiðir ýmiss konar húsgögn, hvetur fólk til að velja íslenskt. STÓLLINN sem Reynir hannaði sérstaklega fyrir Guðríðarkirkju ber nafnið Karlsefni. Séra Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Graf- arholti, valdi nafnið en Þorfinnur Karlsefni var þriðji maður Guðríðar Þorbjarnardóttur, sem kirkjan er nefnd eftir. Hún var víðförlasti Ís- lendingur miðalda og þótt víðar væri leitað. Hún var landnemi á vesturströnd Grænlands, landkönnuður á Vínlandi ásamt Þorfinni Karlsefni og móðir fyrsta vestræna barnsins sem fæddist í Vest- urheimi. Guðríður og Karlsefni fluttust heim til Íslands eftir Vín- landsförina. Eftir lát Karlsefnis fór Guðríður til Rómar í pílagríms- göngu og gerðist síðan nunna til æviloka. Frá henni er sagt í Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu og hún sögð skörungur mikill og einlæg trúkona. STÓLLINN KARLSEFNI að m og i. n- ar itt, ur g- g r. na a u“. f ð u rir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.