Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 31
andstæð, öðru nær. Skoðanir okkar í bókmenntum fara mjög saman, bæði álit og smekkur og svipað má segja um önnur mál.“ Vinnan vex hon- um ekki í augum „Ástráður er mjög þrekmikill vinnuþjarkur. Hann hefur tekið að sér mörg erfið verkefni, stundum fleiri en mér hefur fundizt skyn- samlegt. En hann leysir öll sín mál með afbrigðum vel. Eins og til dæmis ritstjórn þessa viðamikla verks um módernismann sem hann var að fá viðurkenningu fyrir í Bandaríkj- unum. Þetta er náttúrlega gríðarleg vinna, en hún vex honum ekkert í augum. Við megum ekki gleyma því að hann er líka heimilisfaðir og hugs- ar vel um fjölskylduna. Hann kom mér á óvart með því að sækja um stöðu forseta hugvísindasviðs við Há- skóla Íslands. Ég hefði að óreyndu ekki haldið að stjórnunarstörf með öllu sínu argaþrasi freistuðu hans. En hann hefur bara gaman af að glíma við það verkefni einsog önnur. Núna? Við erum að þýða þriðju skáldsöguna eftir Kafka; Höllina. Við ætlum okkur að þýða öll skáldverk hans og þegar Höllin er að baki eig- um við einhverjar smásögur óþýddar. Þá eru eftir öll hans bréf og dag- bækur, hvað sem úr verður hjá okkur feðgunum.“ Íslendingar lifa á kafkískum tímum „Annars má segja að við Íslend- ingar lifum nú á kafkískum tímum, þegar umhverfið er allt torkennilegt og landsmenn uppfullir af angist og vanmætti. Réttarhöldin byrjar á því að sögupersónan Jósef K. hljóti að hafa verið rægður því hann er hand- tekinn án þess að hafa gert nokkuð af sér. Íslendingar eru nú í svipuðum sporum. Við erum hneppt í fjötra án þess að fá rönd við reist. Vöknum bara upp einn morguninn og bankakerfið hrunið. Við erum skelkuð og í lausu lofti, tilveran hefur breytzt, er orðin framandi, ill og kvíðvænleg og við fáum engar skýringar. Líf okkar er nú einsog í sögu eftir Kafka.“ Morgunblaðið/Golli arkur Tengsl 31 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008 Ástráður „Ég man eftir pabba svo langt sem ég man. Ég fæddist á Akranesi og ólst upp þar og í Borg- arnesi hjá móður minni og stjúp- föður. Pabbi hafði alltaf samband og ég man ekki eftir okkur öðruvísi en að okkar tengsl væru góð. Hann lét þráðinn aldrei slitna þótt fjar- lægð væri á milli okkar. Ég heim- sótti móðurömmu mína og afa í Reykjavík og þá hitti ég hann allt- af, hann kom þangað og við fórum eitt og annað. Ég man eftir heil- miklum ökuferðum, þegar við vor- um að ræða saman, og svo fórum við á Selfoss að hitta ömmu mína. Og hjá honum hitti ég hálfsystkini mín. Í þessum bíltúrum ræddum við um heima og geima, stundum bæk- ur og stundum sögu. Ég las heil- mikið sem krakki og ég uppgötvaði mjög snemma að það var gott að ræða við föður minn um það sem ég las. Ég man eftir löngum bíltúr- um þar sem við spjölluðum fram og aftur um það sem ég var að lesa þá stundina. Nei, hann reyndi ekki að predika yfir mér eða stýra mér í einhverja ákveðna bókmenntaátt. Hann gaf mér alltaf bækur og auðvitað las ég þær sem hann færði mér. Það er helzt þannig sem hann hafði áhrif. En hann gaf mér alls konar bækur. Hann vann á tímabili í prentsmiðju og þá flutu með góðmetinu ung- lingabækur og spennusögur. Hann hefur kannski átt sinn þátt í því að ég varð alæta á bækur.“ „Það er erfitt að draga upp mynd af föður mínum í stuttu máli. Hann hefur fjölbreytilegt skaplyndi, er frjór í hugsun, sækir oft í að vera einn með sjálfum sér, en er þó líka félagslyndur og getur verið mikill húmoristi. Hann gerir miklar kröf- ur til sjálfs sín og er mjög agaður maður, að mörgu leyti agaðri og skipulagðari en ég og ég hef lært ýmislegt af honum á því sviði eins- og svo mörgum öðrum. Hann er einstaklega heill í því sem hann tekur sér fyrir hendur, hann er gagnrýninn en lætur líka hrífast.“ Líkir og líka ólíkir „Samband okkar hefur verið sér- stakt og náið eftir að við byrjuðum að þýða saman sumarið ’81, þá var ég 24 ára. Sú vinna byggist auðvit- að á sameiginlegum áhuga okkar á bókmenntum og kannski höfum við grætt hvor á öðrum, ég hef alla vega sótt heilmikið til hans. Þótt við séum líkir að ýmsu leyti, þá er- um við einnig ólíkir og ef til vill bætum við þá stundum hvor annan upp í samstarfinu. Samvinna okkar hefur verið mér heilmikill skóli og reynsla og um leið hafa myndazt sterk vinatengsl á milli okkar. Það er ekki sjálfgefið að feðgar séu vin- ir og því finnst mér mjög dýrmæt sú samstaða og vinátta sem við eig- um. Hann er líka afi barnanna minna og ræktar samband við þau.“ Settist ofan á innbrotsþjófana „Strangur? Nei, ég meina ekki agaður í þeirri merkingu, heldur hversu agaður hann er við sjálfan sig og í sínum vinnubrögðum. Ég get verið hvatvís og ætla mér stundum um of. Hann hefur verið virkur íþrótta- maður allt frá æsku sem er grunn- urinn að því í hversu góðu formi hann er. Ég hugsa að ég ætti erfitt með að leika það eftir. Ég hef verið dálítið í körfubolta, enda var hann og er kannski enn þjóðaríþrótt í Borgarnesi, en faðir minn stundar reglulega líkams- rækt, hefur lagt stund á júdó og skokkað, hann hljóp víðavangshlaup reglulega um langt árabil. Við lékum saman körfubolta á tímabili, þegar hann var í Kenn- araháskólanum. Júdóið hefur reyndar komið sér vel fyrir pabba því tvisvar hefur hann yfirbugað innbrotsþjófa og setið ofan á þeim meðan hann hringdi í lögregluna. Hann er býsna harður af sér! Af hverju Kafka? Ég var að lesa Réttarhöldin eftir Kafka öðru sinni á þýzku og varð svo gersamlega gagntekinn. Ég fann að það varð að gera eitthvað meira í málinu, ég vissi að faðir minn var líka hrifinn af Kafka, svo ég sagði: Eigum við ekki bara að þýða þetta saman? Og hann sló til. Síðan höfum við ekki hætt. Við höfum unnið þetta með- fram öðrum störfum, stundum í skorpum, en þráðurinn hefur aldrei slitnað. Nú var að koma út Bréf til föðurins, sú fræga feðgabók, en það er óhætt að segja að samband okk- ar feðganna sé öðruvísi en hjá Kafka og föður hans; okkar sam- band er ólíkt bjartara og frjálslegra og við styðjum hvor annan. Hjá Kafkafeðgum skorti alveg gagn- kvæman skilning og gagnkvæman stuðning. Þó bjuggu þeir lengst af saman; Franz Kafka fór ekki að heiman fyrr en rétt undir ævilok. Okkur er ljóst að þau vinnubrögð sem við höfum við þýðingarnar, þessi ítarlegi og ítrekaði samlestur, er miklu tímafrekari en þýðingar í einrúmi, en við teljum okkur græða margt á honum og svo er það öll ánægjan sem við höfum af sam- starfinu. Nei, mér finnst þessi yfirlega aldrei leiðinleg, þvert á móti er hún spennandi og heillandi. Við erum ákveðnir í að halda áfram. Ég sé ekki annað en að við verðum áfram á þessu ferðalagi næstu árin og til frambúðar.“ Agaður og í fínu formi ‘‘ÞAÐ ER EKKI SJÁLF-GEFIÐ AÐ FEÐGAR SÉUVINIR OG ÞVÍ FINNSTMÉR MJÖG DÝRMÆT SÚ SAMSTAÐA OG VINÁTTA SEM VIÐ EIGUM. Hann er fæddur 7. maí 1957 og ólst upp hjá móður sinni, Hönnu Cörlu Ástráðsdóttur Proppé og stjúp- föður, Geir Konráð Björnssyni. Hann varð stúdent frá MH, tók BA- próf í þýzku og ensku frá HÍ og stundaði frekara bókmenntanám í Englandi, Bandaríkjunum og Þýzkalandi. Hann hefur kennt á öllum skólastigum hér heima og einn- ig við erlenda háskóla. Hann hefur starfað víðar á bók- menntaakrinum, m.a. verið ritstjóri Skírnis og starfað í ýmsum nefndum um háskóla- mál, bókmenntir og menningu. Frá 1994 hefur hann verið pró- fessor í bókmenntafræði við HÍ og er nú nýráðinn forseti hugvís- indasviðs HÍ. Hann hefur ritað margt um bók- menntir, líka þýtt með föður sínum og í nýjasta hefti Skírnis er grein eftir þá feðga um T.S. Eliot á Ís- landi. Ástráður er kvæntur Önnu Jó- hannsdóttur myndlistarmanni. Hann á fjögur börn. ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON Aðventutónleikar í Ytri Njarðvíkurkirkju Fyrsta sunnudag í aðventu þann 30. nóvember nk. kl. 17:00 verða haldnir aðventutónleikar í Ytri Njarðvíkurkirkju. Á tónleikunum koma fram: Gróa Hreinsdóttir og Guðmundur Sigurðsson ásamt börnum sínum; Sigurði, Guðmundi Óskari, Hreini Gunnari, Gylfa Björgvini og Hörpu Sól. Í boði er fjölbreytt dagskrá, jólalög sungin. Kærkomið tækifæri að sigla inn í jólin með þessu hæfileikaríka tónlistarfólki. Aðgangur er ókeypis. Sóknarnefnd Ytri Njarðvíkurkirkju. Jólafundurinn 2008 verður haldinn í Víkingasal Hótel Loftleiða fimmtudaginn 4. desember kl. 18 Dagskrá: Jólahugvekja: Séra Íris Kristjánsdóttir. Kvöldverður: Glæsilegt jólahlaðborð, möndlugjöf. Snyrtivörukynning: Guðfinna Eydal. Einsöngur: Einar Clausen ásamt Sigurði Jónssyni undirleikara. Happadrætti: Glæsilegir vinningar; Sony Ericson 502 3G frá Símanum, einnig vinningar frá Nóa Síríus, Kynnisferðum, Innnes o.fl. Sigurður Jónsson leikur á píanó undir borðhaldi. Tilkynnið þátttöku í síma 545 0405 eða 545 0400 í síðasta lagi tveim dögum fyrir jólagleðina. Verð kr. 4.200. Félagsmálanefnd Sjúkranuddstofan Moonstartherapy Anton Wurzer Síðumúla 15 108 Reykjavík Sími/Fax 588 1404 Gsm 895 9404 Við óskum landsmönnum gleðilegrar aðventu og bendum á að besta gjöfin er góð heilsa og umhyggja ✯Heilnudd - Body Massage✯Bakmeðferð - Back and Spine Therapy ✯Bandvefsnudd - Connective Tissue Massage✯Sogæðameðferð - Lymphdrainage ✯Svæðanudd - Feetreflexzone Therapy ✯Ristilnudd - Colon Massage✯Orkumeðferð - Acupoint Massage ✯Kneipp Vatnsbunumeðferð - Kneipp Watergushes ✯Rytmanudd - Rhythmical Massage ✯Thai Massage✯ Moonstartherapy • Moonstartherapy • Moonstartherapy • Moonstartherapy Moonstartherapy•Moonstartherapy•Moonstartherapy•Moonstartherapy M o o n st ar th er ap y • M o o n st ar th er ap y • M o o n st ar th er ap y • M o o n st ar th er ap y M oonstartherapy • M oonstartherapy • M oonstartherapy • M oonstartherapy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.