Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 35
Morgunblaðið/Golli
Má ég komast að? Pólitísk vitundarvakning hefur orðið meðal almennings á Íslandi í kjölfar bankahrunsins og nú er einstakt tækifæri til að
nýta þann kraft til skapa betra samfélag og gera heilbrigðar breytingar, bæði í viðskiptum og stjórnmálum.
A
fleiðingarnar af hruni ís-
lenskum bankanna
þriggja koma nú betur og
betur í ljós. Með lögunum,
sem sett voru í skyndi á
Alþingi á fimmtudag um
flutninga á gjaldeyri, er
horfið langt aftur í tím-
ann. Fyrirtæki í einka-
rekstri berjast nú í bökk-
um og munu eiga mjög erfitt með að halda velli
í kreppunni. Ofan á það bætist gríðarlegur nið-
urskurður, sem boðaður hefur verið hjá hinu
opinbera og mun sennilega verða til þess að
kreppan verður enn dýpri.
Hrun hins íslenska fjármálakerfis fer ekki á
milli mála. En hvað um stjórnmálin? 70% kjós-
enda segjast vera andvíg sitjandi ríkisstjórn.
Er hið íslenska stjórnmálakerfi að hruni kom-
ið?
Í návígi við almenning
Á borgarafundi í Háskólabíói á mánudag
mættu átta af tólf ráðherrum ríkisstjórn-
arinnar og sátu fyrir svörum í troðfullu húsi.
Íslenskir stjórnmálamenn koma yfirleitt fram
í vernduðu umhverfi. Þeir tala í sölum Alþing-
is, á fundum á vegum flokka sinna eða koma í
viðtöl í fjölmiðlum. Almenningur kemst sára-
sjaldan að við þessar kringumstæður. Fundir
flokka eru vissulega opnir, en almenningur
nýtir sér það sjaldnast. Andrúmsloftið á slík-
um fundum er yfirleitt fremur vinsamlegt.
Andrúmsloftið í Háskólabíói var hins vegar
frekar fjandsamlegt. Orð stjórnmálamann-
anna fengu frekar litlar undirtektir. Þeim mun
betur var tekið undir áköll um að stjórnin færi
frá. Meira að segja var klappað fyrir tillögu
um að forusta allra flokka færi frá, hvort sem
þeir væru í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Þetta andrúmsloft fór greinilega ekki vel í
Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra.
Þau voru nánast hvefsin á fundinum. Össur
Skarphéðinsson iðnaðarráðhera reyndi að ná
til fólksins í salnum, en aðeins Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
hlaut raunverulegt lófatak og það var þegar
hún sagði að uppgjörið við bankahrunið ætti að
vera undanbragðalaust og allt yrði uppi á
borðinu.
Í fréttaskýringu eftir Unu Sighvatsdóttur
blaðamann í Morgunblaðinu á miðvikudag var
fjallað um virkni almennings í umræðum og
þátttöku í úti- og borgarafundum. „Þessi öfl-
uga undiralda er óvanaleg, ekki bara á Íslandi,
heldur almennt,“ segir í grein Unu. „Prófessor
í stjórnmálafræði [Gunnar Helgi Kristinsson]
bendir á að það sem borgarar í flestum lýð-
ræðissamfélögum eigi sameiginlegt sé að þeir
séu almennt ekki mjög virkir. Sú pólitíska
virkni sem einkennir Íslendinga þessa dagana,
ekki aðeins á skipulögðum fundum heldur
einnig í linnulausum umræðum á neti og stofn-
un nýrra fréttaveitna, ber því vitni um óvenju-
legar aðstæður.“
Til hliðar við flokka og stéttarfélög
Það athyglisverða er að þessi pólitíska virkni
almennings er til hliðar við þau samtök í þjóð-
félaginu, sem í orði kveðnu standa vörð um
hagsmuni almennings. Hún fer hvorki í gegn-
um stjórnmálaflokkana né stéttarfélögin.
Virknin er sjálfsprottin. Hinar óvenjulegu að-
stæður hafa leitt til þess að almenningur veltir
nú fyrir sér öllu sínu samfélagi. Í góðærinu má
segja að fólk hafi almennt látið sér á sama
standa um pólitík. Hún var látin stjórn-
málamönnunum eftir og völdin hvort sem er að
miklu leyti komin út í viðskiptalífið. Hin póli-
tíska vitundarvakning hefur hins vegar ekki
tekið á sig skýra mynd – ekki enn þá að
minnsta kosti. Fólkið á fundunum talar ekki
einni röddu. Það hefur ekki eitt markmið. Það
er ekki stjórnmálahreyfing. Fólk kemur sam-
an vegna þess að það hefur orðið fyrir áfalli og
stendur ekki á sama og það fjölgar á fund-
unum og urgurinn fer vaxandi. Vakningin sést
líka í skrifum fólks. Morgunblaðinu berst dag-
lega fjöldi greina þar sem fólk gerir grein fyrir
hugmyndum sínum og skoðunum og í net-
heimum er sömuleiðis gríðarleg gróska.
Athyglisvert var á borgarafundinum í Há-
skólabíói hvað ráðherrarnir vannýttu í raun
einstakt tækifæri til að tala til fólks.
Menn kann að greina á um aðgerðir rík-
isstjórnarinnar, en ekki er yfir nokkurn vafa
hafið að hún hefur lagt mikinn kraft og orku í
að vinna fram úr þeim miklu erfiðleikum sem
nú steðja að Íslendingum. Ekki var nóg með
að bankarnir hryndu. Til að bæta gráu ofan á
svart stillti Evrópusambandið Íslendingum
upp við vegg þegar leitað var á náðir Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins og sneru öll aðildarríki
þess bökum saman í þeim efnum.
Stjórnvöld geta hins vegar ekki svekkt sig á
því að fórnir þeirra séu ekki metnar að verð-
leikum. Þau verða að gera sér grein fyrir því
að Íslendingar hafa orðið fyrir áfalli. Ætli
stjórnin að halda velli þrátt fyrir andstreymið
verður hún að fá almenning til að ganga í lið
með sér.
Andrúmsloftið á mótmælafundum kann að
vera neikvætt en meginástæðan fyrir því er sú
að hrunið sameinar þá sem sækja fundina.
Það er alveg jafn ljóst að atburðirnir undan-
farnar vikur hafa vakið almenning til veru-
legrar umhugsunar um það á hvaða leið ís-
lenskt samfélag var og eru margir þeirrar
hyggju að nota eigi þetta áfall til þess að
byggja upp heilbrigðara samfélag á Íslandi.
Menn eru ef til vill ekki sammála um hvernig
það eigi að líta út en nokkur eining ríkir um
hvernig það eigi ekki að vera. Fólk vill opið
samfélag þar sem verðleikar ráða för, en ekki
sambönd og tengsl. Spurningin er hvernig
eigi að koma því á. Það hafa orðið straum-
hvörf.
Einstakt tækifæri til mótunar
Í raun blasir nú við einstakt tækifæri til mót-
unar samfélags og almenningur er reiðubúinn
til að taka þátt í því. Það fá ekki margir stjórn-
málamenn tækifæri til þess að setja mark sitt
á samfélag með þeim hætti sem nú býðst á Ís-
landi. Ríkisstjórnin ætlar ekki að verða við
þeirri kröfu að boða til kosninga í vor þrátt
fyrir óvinsældir, enda væri það óráðlegt, svo
ekki sé meira sagt. En hún þarf að koma boð-
skap sínum og fyrirætlunum betur til skila til
almennings. Það þarf að koma því til skila með
hvaða hætti aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga
að koma almenningi til góða. Það þarf líka að
koma því til skila hverjar byrðarnar verða
þótt slíkur boðskapur sé ekki líklegur til að
vekja vinsældir. Fólk veit að það eru erf-
iðleikar framundan og ástæðulaust að reyna
að fegra ástandið.
Síðan þarf að huga að því hvernig eigi að
gera almenning að þátttakanda í uppbygging-
unni. Hvernig eigi að virkja þann kraft, sem
býr í almenningi og hefur komið fram á und-
anförnum vikum, hvort sem það er á fundum
eða í greinaskrifum. Eigi að takast að komast
farsællega í gegnum kreppuna þannig að rísi
betra samfélag er þátttaka almennings for-
senda. Hún getur ekki farið þannig fram að al-
menningur sitji á ríkisstjórnarfundum. Fyrsta
skilyrðið er að almenningur fái að fylgjast með
og sjá að allt sé upp á borðinu, meðal annars í
því hvernig uppgjörin fara fram í nýju bönk-
unum þremur, þar á meðal hvernig skuldirnar
verða gerðar upp og eignir seldar. Bankaleynd
er sjálfsagður hlutur og viðskiptavinir banka
eiga rétt á henni en hún á ekki að vera skjól til
að halda frá almenningi upplýsingum sem
sjálfsagt er að koma á framfæri. Það getur til
dæmis verið erfitt að átta sig á því hvers vegna
bankaleynd eigi að eiga við um hina svokölluðu
peningamarkaðssjóði. Ferlið í bönkunum þarf
að opna og sjá til þess að ekki rísi völundarhús,
sem aðeins verður aðgengilegt innherjum. Það
er nauðsynlegt að hleypa ferskum straumum
inn í viðskiptalífið.
Ef tekst að færa það allt saman upp á yf-
irborðið verður stigið stórt skref í átt að því að
eyða tortryggni almennings.
Starfsmenn eignist hlut?
Þeirri hugmynd hefur einnig verið varpað
fram á nokkrum stöðum að gefa eigi starf-
mönnum fyrirtækja, sem komin eru á hendur
bankanna að hluta til eða öllu leyti, kost á því
að eignast hlut í þeim. Þetta var nefnt á títt-
nefndum borgarafundi í Háskólabíói og tók
Ingibjörg Sólrún undir það með því að segja að
ekkert kæmi í veg fyrir að starfsfólk eignaðist
hlut í fyrirtækjum. Þetta er ein leið til að gera
almenning að þátttakanda í uppbyggingunni.
Þetta mætti útfæra með ýmsum hætti og yrði í
raun að ráðast í hverju tilfelli hversu stór hlut-
urinn yrði. Hér yrði vitaskuld ekki um það að
ræða að fólk fengi hlutinn gefins og mætti til
dæmis hugsa sér að dregið yrði af launum
mánaðarlega þar til tiltekinni upphæð væri
náð. Hins vegar yrði að búa slíkum fyr-
irtækjum lífvænlegar rekstrarforsendur.
Þetta lýtur allt að viðskiptalífinu, fjár-
málakerfinu. En hvað um stjórnmálakerfið?
Hver eru næstu skref í mótun lýðræðis á Ís-
landi? Hvernig verður haldið í átt að beinu lýð-
ræði? Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands,
segir að heimskreppan sé tækifæri til að
breyta heiminum og gerbreyta lífsskilyrðum
milljóna manna í þróunarlöndunum. Þessi
tækifæri eru líka fyrir hendi hér á landi.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi for-
maður Alþýðuflokksins, skrifaði hvassa grein í
Morgunblaðið á þriðjudag þar sem hann viðr-
aði ýmsar hugmyndir um breytingar. Hann
vill dusta rykið af hugmyndum um að kjósa
forsætisráðherra beinni kosningu. Hann veldi
sér ráðherra. Slík stjórn lyti aðhaldi þings,
sem efla þyrfti verulega, til dæmis með ein-
menningskjördæmum, eða blöndu af persónu-
kosningum og hlutfallskosningum líkt og ger-
ist í Þýskalandi. Hann leggur líka til að
embætti forseta verði lagt af í núverandi mynd
og ill vill herða reglur um ráðningar í embætti
og endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið með
grundvallarreglur um jafnræði að leiðarljósi.
Þetta eru dæmi um þá kosti, sem ástæða er
til að skoða. Einnig má nefna það starf, sem
unnið var í stjórnarskrárnefnd. Hana mætti nú
endurreisa í breyttri mynd þannig að almenn-
ingi gæfist kostur á að koma sínum sjón-
armiðum á framfæri. Starf hennar gæti þá
orðið vettvangur að endurskoðun og end-
urmati þar sem allir gætu látið rödd sína heyr-
ast.
Við þetta má síðan bæta að forsendur til
beins og milliliðalauss lýðræðis hafa aldrei ver-
ið betri. Tæknin er fyrir hendi og miðlun upp-
lýsinga hefur aldrei verið greiðari. Kjósendur
eiga að taka sjálfir af skarið í meginmálum.
Lýðræðið er ekki komið á endastöð. Það er
ófullkomið stjórnkerfi, sem hægt er að mis-
nota, en á sér þó engan líka. Lýðræðið þarfn-
ast stöðugrar vökvunar, vöktunar og endur-
skoðunar og þegar gefast tækifæri og
almennur vilji vaknar til þess að þróa það
áfram á að grípa það og nýta.
Tækifæri til að þróa lýðræði á Íslandi
35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008
Reykjavíkurbréf
291108
64
Aldur íslenska lýðveldisins.
70
Lengd hvers lýðveldistímabils í
Bandaríkjunum í árum.
70
Lengsta lýðveldistímabil í
Frakklandi þar sem nú stendur
yfir fimmta lýðveldið.