Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 335. DAGUR ÁRSINS 2008
Heitast -2 °C | Kaldast -13 °C
Hæg breytileg átt
og stöku él norðan-
lands en bjart eða
léttskýjað sunnan til.
»10
SKOÐANIR»
Staksteinar: Bankaráðin virka
Forystugrein: Ábyrgð og almanna-
þjónusta hjá RÚV
Reykjavíkurbréf: Tækifæri til að
þróa lýðræði á Íslandi
Pistill: Hverjir eru vanhæfir?
Ljósvaki: Fagrar en vantar eitthvað
Laus störf hjá ríkinu
Landslagsgreining
Óskað eftir tilboðum í leigu í veiði-
rétti í Hölkná í Þistilfirði
ATVINNA»
FÓLK»
Witherspoon er góð á
trampólíni. »59
Allir leikararnir í
leikverkinu Rétta
leiðin eru á aldrinum
frá 11 til 15 ára.
Verkið verður frum-
sýnt í dag. »60
LEIKLIST»
Borgarbörn
frá 11 til 15
GAGNRÝNI»
Evil Madness er ágætis
geðveiki. »55
NETIл
Allt sem þú þarft að vita
um tíma. »56
Tveir ólíkir Banda-
ríkjamenn halda
nafni blússins á lofti
og sjá til þess að
þessi merka stefna
lifi góðu lífi. »58
Blúsinn er
ekki dauður
TÓNLIST»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Ríflegir bónusar
2. Óskuðu þess að hætta hjá banka
3. Kaupmenn þrauka fram yfir jól
4. Vara við frostskemmdum
Þjóðleikhúsinu
Skilaboða-
skjóðan
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
GEIRMUNDUR Valtýsson fagnar
því í ár að hálf öld er liðin síðan tón-
listarferillinn hófst, með harm-
onikkudansleik í félagsheimilinu
Melsgili í Skagafirði á vormánuðum
1958, hann þá nýfermdur.
Haldið var upp á tímamótin í vor
með tónlistarveislu í íþróttahúsinu
á Sauðárkróki en upptaka frá þeim
tónleikum er nú væntanleg á hljóm-
og mynddiskum, ásamt heimild-
armynd eftir Gísla Sigurgeirsson
um langan feril sveiflukóngsins.
Nefnist útgáfan „Alltaf léttur“.
Þeir eru fáir tónlistarmennirnir
sem enn eru starfandi eftir svo
langan feril. Hljómsveit Geirmund-
ar Valtýssonar er bókuð flestar
helgar og nú er svo komið að tvær
sveitir eru starfandi; önnur sunnan
heiða og hin fyrir norðan. Á 50 ár-
um eru spilahelgarnar orðnar hátt í
2.600 talsins, oft þrjú kvöld í röð, og
samanlagður fjöldi ballgesta skiptir
orðið milljónum.
Í viðtali við Morgunblaðið segist
Geirmundur ekki vera á þeim bux-
unum að hætta, hann haldi áfram
svo lengi sem heilsan og eftir-
spurnin leyfi. Eftirspurnin er svo
sannarlega fyrir hendi.
Sama daginn í haust fékk hann
t.d. tvær pantanir fyrir sama kvöld-
ið í lok mars á næsta ári, aðra
vegna dansleiks í Þykkvabænum og
hina á árshátíð í Reykjavík. „Þetta
leystist allt farsællega, þau færðu
sig bara til um eina helgi í Þykkva-
bænum,“ segir Geirmundur. | 18-19
Efnilegur Geirmundur Valtýsson lék á sínum fyrsta dansleik fyrir 50 árum. Hér er hann um 1960 með gítar undir
höndum og nikkan ekki langt undan, kominn suður í hljóðfæranám hjá Berta Möller og Gretti Björnssyni.
Fjöldi ballgesta skiptir
milljónum á 50 árum
„EF VIÐ eigum að komast út úr þessu verður það
húmorinn sem mun vísa okkur leiðina,“ segir Jón-
as Antonsson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrir-
tækisins Gogogic, í viðtali við Financial Times, um
Kreppuspilið, kaldhæðnislegt borðspil sem fyrir-
tækið hefur sett á markað.
Segir blaðið að spilið sem nefnist á ensku „The
Crisis Game“, hafi Íslendingur hannað, Valur Þór
Gunnarsson, sem neitaði að sitja með hendur í
skauti eftir að hafa verið sagt upp störfum í nið-
urskurðinum undanfarnar vikur.
Sá hafi gaukað hugmyndinni að Jónasi og úr
hafi orðið spil þar sem leikendur geta freistað
gæfunnar með teningakasti, þar sem umbunin er
skyndigróði, einkaþotur og erlend lán, áður en
bólan springur svo með tilþrifum.
Leikendur geta einnig dregið upp spil þar sem
segir: „Þú ferð og mótmælir við þinghúsið, kaupir
egg á leiðinni til að geta grýtt húsið en uppgötvar
þér til gremju að eggjaverðið hefur hækkað svo
upp úr öllu valdi að þú hefur ekki efni á þeim.“
Geta áhugasamir glaðst yfir því að ætlunin er
að halda verðinu á spilinu í lægri kantinum, þrátt
fyrir að stefnt sé að því að hagnaður verði af
rekstrinum, eins og Íslendinga er háttur, eins og
David Ibison, blaðamaður Financial Times, laum-
ar að hæðnislega.
Gat ekki haldið svona áfram
Þrátt fyrir hæðnina segir blaðið að undir niðri
megi finna alvörutón skjótrar niðursveiflu.
„Hlutirnir gátu ekki haldið áfram eins og þeir
voru,“ er haft eftir Jónasi. Er síðan klykkt út með
því að lítil hætta sé á að Gogogic verði fórnarlamb
eigin kaldhæðni í Kreppuspilinu. Það vilji nefni-
lega svo til að fyrirtækið hafi ekki tekið nein er-
lend lán við framleiðslu spilsins. baldura@mbl.is
Umbunin er skyndigróði og þotur
Vekur athygli Fjallað er um Kreppuspilið í FT.
SVEITARSTJÓRN Hvalfjarðar-
sveitar hefur ákveðið að hækka út-
svar úr 11,6% í lögbundið hámark,
13,03%. Vegna tekna frá stóriðjunni
á Grundartanga hefur Skilmanna-
hreppur og síðan sameinuð Hval-
fjarðarsveit verið í hópi þeirra sveit-
arfélaga sem lægst útsvar leggja á
íbúana. Frá áramótum verður þar
ekki lengur „skattaparadís“.
Útsvarið var hækkað til að mæta
lækkandi tekjum sveitarfélagsins, að
því er fram kom á fundi sveitar-
stjórnar, en ekki síður til að geta
haldið fast í áform um byggingu nýs
húsnæðis fyrir Heiðarskóla, grunn-
skóla sveitarfélagsins.
helgi@mbl.is
Ekki lengur
„skattaparadís“
TÓMAS Lemarquis leikur aðal-
hlutverkið í lúxembúrgísk/
svissnesku stórmyndinni Luftbusi-
ness sem verður frumsýnd í Sviss í
janúar. Þótt myndin sé á þýsku segir
Tómas að tungumálið hafi ekki vald-
ið sér miklum erfiðleikum. „Ég er
búinn að búa í Berlín í tvö ár en svo
var ég að læra þýsku í níu mánuði,
sérstaklega fyrir hlutverkið,“ út-
skýrir Tómas, en myndin fjallar um
þrjá götustráka sem lenda í miklum
ævintýrum eftir að einn þeirra selur
sálu sína á netinu. | 61
Tómas í
stórmynd
Götustrákur Tómas í hlutverki sínu
í kvikmyndinni Luftbusiness.
Skoðanir
fólksins
’Sjálfsforræði þjóðarinnar hefureðlilega verið mörgum áhyggju-efni, þar á meðal mér. Ég hef hins vegarvelt því fyrir mér undanfarið hvert raun-verulegt sjálfsforræði okkar er. Hvert er
sjálfsforræði þjóðar sem einangrast
vegna kreppu í fjármálum? Hvert er
sjálfsforræði okkar þegar NATO tekur
ákvarðanir um varnir landsins? » 40
GUNNAR BRAGI SVEINSSON
’En hvernig á að styrkja stöðuþingsins? Sú hugmynd hefurheyrst að fækka beri þingmönnum. Égsé ekki hvernig það ætti að efla þingiðog raunar held ég að það myndi þvert á
móti veikja það. Þingmenn þrífast á
sem mestum samskiptum við kjós-
endur sína. » 40
BIRKIR JÓN JÓNSSON
’ Það er því ekki skrítið að yfir100% aukning sé á komum tilMæðrastyrksnefndar og til Hjálp-arstarfs kirkjunnar. Fjárhagsaðstoðinaverður að hækka um áramótin. Að mínu
mati væri réttlátast að hún hækkaði um
20.300 á mánuði. » 41
BJÖRK VILHELMSDÓTTIR
’Lífsgæðin sem felast í gælu-dýraeign eru mörgum hulin ráð-gáta. Svo mikilvægur er t.d. voffi í hug-um margra að líf án hans er nánastóhugsandi og ganga margir langt í þeim
efnum. » 41
ÁRNI STEF́ÁN ÁRNASON
’Óvarlegt er af óupplýstum að fjallaum málefni sérsveitar ríkislög-reglustjórans á þann veg sem gert hef-ur verið, bæði af hinu háa Alþingi semog fjölmiðlum, þ.e. að um sé að ræða
einhverja „elítu“ sem jafnvel sé óþarfa
bruðl. Hér mætti, sem dæmi, taka við-
bragðsbúnað slökkviliðs. » 42
SNORRI MAGNÚSSON