Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 54
54 Menning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008 Goðsögn Ofurstjarna Stjarna Frægur Þekktur Efnilegur Óþekktur M o rg u n b la ð ið /E E 1980 1981 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 Óhætt er að segja að ferill Bubbahafi farið af stað með miklum látum og hann náði að pakka inn tíu ára ferli í ca. tvö og hálft ár. Meðfram því að reka áhrifamestu pönksveit landsins keyrði hann um leið sólóferil sem gat af sér plötu árlega. Eins og sannra brautryðjenda er siður var ferill Utangarðsmanna stuttur og snarpur en að sama skapi afskaplega viðburðaríkur og ekki síst áhrifamikill. Utangarðsmenn snertu á öllum helstu trixunum í rokkbókinni á þeim stutta tíma sem þeir störfuðu og flestöll ævintýrin eru skrásett í bók Bubba frá 1990. Hver verður niðurstaðan þegar tveir meistarar koma saman? Jú,t.d. platan Bláir draumar, samstarfsverkefni Bubba og Megasar frá 1988. Bubbi hafði verið nokkurs konar lærisveinn hjá Megasi um allnokkra hríð, og Megas hafði hjálpað Bubba og stutt hann í textagerð. Þá höfðu þeir troðið upp saman nokkrum sinnum áður en þeir ákváðu að leggja í plötu. Athyglisvert verður að teljast að hluti Megasar í plötunni hefur komið út sér sem Englaryk í tímaglasi (2002) og Bubbi lék sama leik fimm árum síðar - og skar ennfremur titilinn í tvennt en platan heitir einfaldlega Bláir. Þegar Bubbi fær áhuga áeinhverju er það tekið alla leið og gott betur en það. Upp úr 1990 var hann farinn að æfa hnefaleika af miklu kappi og árið 1993 var hann farinn að lýsa íþróttinni á sjón- varpsstöðinni Sýn. Að segja að Bubbi hafi farið á kostum í þeim lýsingum nær varla að lýsa þeirri flugeldasýningu. Stundum var Ómar Ragnarsson með hon- um og þá fór stuðið óhjákvæmilega upp úr öllu valdi. Bubbi gaf svo út bókina BOX við annan mann árið 1998. Eins og segir ... alla leið. Viðskiptasamningur Bubbavið Sjóvá og Íslandsbanka vakti mikla athygli. Bubbi fékk eingreiðslu við undirritun og í staðinn fékk Sjóvá-Almennar Stef-greiðslur Bubba næstu tíu árin. Bubbi var kallaður svikari við málstaðinn á meðan aðrir sáu klókan og fyrirhyggjusaman mann. Bubbi ávaxtaði fé sitt vel en skipbrot íslenska efnahags- kerfisins sökkti þeim gróða að mestu. Plötutvennuna Ást/Í sex skrefa fjarlægð frá Paradís tók Bubbiupp í þriggja daga striklotu og hellti þar úr hjartanu sem aldrei fyrr. Upptökustjóri að þessu magnaða verki var Barði í Bang Gang. Um líkt leyti birti slúðurblaðið Hér og nú mynd af Bubba að kveikja sér í sígarettu undir fyrirsögninni „Bubbi fallinn“. Bubbi kærði blaðið fyrir ærumeiðingar og vann málið. Bubbi sýndi og sann-aði að hann væri með réttu kóngurinn er hann hélt viðamikla afmælistónleika í Laugardalshöll og fyllti hana. Samstarfsmenn frá ýmsum skeiðum á ferli Bubba fögnuðu með honum og tónleikarnir voru síðar gefnir út á geisla- og mynddiski. 54 2 Gengisvísitala Bubba Morthens 5.000 stk. 15.000 stk. 4.000 stk. 11.000 stk. 4.000 stk. 23.000 stk. 5.500 stk. 13.000 stk. 15.000 stk. 10.000 stk. 17.000 stk. 11.000 stk. 8.000 stk. 8.000 stk. 8.000 stk. 4.500 stk. 2.000 stk. 2.500 stk. 13.000 stk. 7.000 stk. 5.000 stk. 3.000 stk. 7.500 stk. 3.500 stk. 25.000 stk. 15.000 stk. 3.000 stk. 3.500 stk. Utangarðsmenn leggja upp laupana eftir rúmlega eins og hálfs árs langa starfsemi. Eftir lágu þrjár plötur og yfir 300 tónleikar, hérlendis sem erlendis. Egó stofnuð. Bubbi gerir samning við sænsku útgáfuna Mistlur og þurrkar sig upp. Kona ber með sér ljóðrænni, djúpspakari Bubba og felur að margra mati í sér listrænan hápunkt söngvarans. Þessu viðburðaríka ári lýkur hann svo með því að syngja með Hauki frænda í sjónvarpssal í sérstökum áramótaþætti. Bubbi lýsir því yfir að Björgvin Halldórsson sé „einn af þremur bestu munnhörpu- blúsleikurum landsins“. Dögun nær algerri metsölu og Bubbi er á miklum hátindi um þetta leyti. Sólóplötur hans seljast að lágmarki í 10.000 eintökum. Nóttin langa kemur út á vegum hins stuttlífa fyrirtækis Geisla og mokselst. Upptökustjórn er í höndum hins sænska Christian Falk og um margt tilraunakennd. Á myndum er Bubbi í fyrsta sinni nauðasköllóttur. Bókin Bubbi kemur út þar sem hann fer á hispurslausan hátt yfir ferilinn og að sjálfsögðu selst hún í bílförmum. GCD, samstarf þeirra Bubba og Rúnars Júlíussonar, bryddar upp á berstrípuðu rokki af gamla skólanum - og mokselst vitaskuld. Von, eða Kúbuplatan svokallaða kemur út og verður afar vinsæl. Bubbi sýnir að hann lætur ekki „boxa“ sig inn og heldur útgáfutónleika ásamt Sierra Mastera, sveitinni sem hann vann með úti á Kúbu. KR-ingurinn Bubbi flytur eigið lag, „Við erum KR“ í 95 ára afmælishófi knattspyrnufélagsins. Til aðstoðar var hljómsveitin Gömlu brýnin. Bubbi heldur reglubundið tónleika þó að plötur fari lágt, alltént á hans mælikvarða. Þetta árið stígur hann lítið eitt út fyrir það sem hann á að venjast og fer með hlutverk hermannsins Remendado í söngleiknum Carmen Negra. Utangarðsmenn koma saman aftur (eitthvað sem fáir sáu fyrir) og halda tónleika í fullri Laugardalshöll. Sjónvarpsþátturinn Bandið hans Bubba sýndur. Ný hljóðversplata, Fjórir naglar, kemur út. Stórtónleikar í Laugardalshöll undir yfirskriftinni 06/06/06 þar sem Bubbi fagnar fimmtugsafmæli sínu.Bubbi gerir sögufrægan samning við Sjóvá sem á eftir að draga dilk á eftir sér. Sama ár upphefst hið fræga „Bubbi fallinn“-mál og plötutvennan magnaða, Ást/Í sex skrefa fjarlægð frá Paradís þar sem Bubbi tekst á við skilnað sinn við Brynju kemur út. Bubbi gefur út plötuna Nýbúinn þar sem hljómsveitin Stríð og friður sér um undirleik. Platan ber með sér rokkaðri tóna og byggir undir kröftuga endurkomu Bubba sem máls- metandi tónlistarmanns. Egó kemur saman aftur, Bubbi fer mikinn í Idol-inu, kvikmyndin Blindsker sem fjallar um ævi Bubba er frumsýnd og ný sóló- plata, Tvíburinn, kemur út. Bubbi er smám saman að breytast í lifandi goðsögn. Ísbjarnarblús kemur út og veldur straumhvörfum í íslenskri dægurlagatónlist. Sama ár hefja Utangarðs- menn störf og snúa íslenskri dægurlagatónlist á hvolf. Egó þrýtur örendi en önnur rokksveit, Das Kapital er stofnsett. Sólóplötur koma reglulega út en um þetta leyti er Bubbi þó á síðasta séns í sukkinu. Bubbi og Megas gefa út Bláa drauma. Bubbi fær gríðar- legan áhuga á hnefaleikum og fer að lýsa þeim í sjónvarpi. 6 1 3 1 2 3 4 6 5 ? Enginn íslenskur tónlistarmaður hefur notið meiri lýðhylli hér á landi en Bubbi Morthens. Vissulega alltaf umdeildur, en afkastameiri listamaður er vandfundinn. Þær fimmtíu plötur sem hann hefur staðið að, einn og ásamt öðrum, eru bara hluti af fjölskrúðugum umsvifum hans. Bubbi hefur risið hátt á sínum ferli og líka tekið dýfur en í dag er staða hans þannig að óhætt er að tala um lifandi goðsögn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.