Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008 Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is S pilling er landlæg í Búlgaríu og nú er svo komið að Evrópusambandið hefur ákveðið að svipta Búlgara 220 milljóna evra aðstoð sem þeim var ætluð. Það hefur ekki gerst áður að Evrópusam- bandsríki hafi verið lýst of spillt til þess að treysta mætti því að aðstoð yrði notuð svikalaust. Telja ráðamenn í Evrópusambandinu að ærin ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að búlgörsk stjórnvöld geti ekki komið í veg fyrir að skipulögð glæpa- samtök sópi fénu til sín. Framlög til Búlgaríu að andvirði 486 milljóna evra voru fryst í júlí og svo gæti farið að Búlgarar verði af hærri upphæðum en 220 milljónunum, sem tilkynnt var að þeir fengju ekki á þriðjudag. Gefnar hafa verið vonir um allt að 11 milljarða evra frá ESB til uppbyggingar í Búlgaríu. Búlgaría er sagt spilltasta land í Evrópu. Náin tengsl eru milli glæpaforingja og stjórnmálafor- ingja. Glæpasamtökin hagnast á smygli og svarta- markaðsbraski og eru með puttana í opinberum framkvæmdum og hvers kyns framleiðslu. Þeir sem ekki spila með eru í bráðri hættu. Samkvæmt bókhaldi bandaríska sendiráðsins í Sofiu, höf- uðborg Búlgaríu, eru fórnarlömb leigumorðingja komin yfir 125 og voru þar ekki talin með fimm morð, sem framin hafa verið á þessu ári. Um þessar mundir er í tísku að vera á móti spill- ingu í Búlgaríu og boðaðar hafa verið umfangs- miklar aðgerðir, en eins og Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál hjá Evrópusambandinu, sagði fer lítið fyrir þeim aðgerðum í raun. Ástandið í Búlgaríu á sér rætur í fortíðinni. „Smygl er okkar þjóðararfur,“ segir stjórnmála- fræðingurinn Ivan Krastev í bókinni McMafia eft- ir Misha Glenny. „Okkar slóðir hafa alltaf verið milli stórra hugmyndakerfa, á milli rétttrúnaðar og rómversk-katólsku, á milli íslams og kristni, á milli kapítalisma og kommúnisma. Á milli stór- velda sem voru gagnsýrð af andúð og tortryggni hver í garð annarra, en voru um leið heimkynni margra sem vildu stunda viðskipti yfir hin for- boðnu landamæri. Á Balkanskaganum kunnum við að láta þessi landamæri hverfa. Við getum farið yfir mesta ólgusjóinn og klifið erfiðasta fjallið. Við þekkjum hverja leynislóð og dugi það ekki vitum við verðið á hverjum landa- mæraverði.“ Þegar búlgarski komm- únistaflokkurinn lét undan þrýstingi Míkhaíls Gor- batsjovs Sovétleiðtoga um að leyfa stofnun hlutafélaga voru fé- lagar í búlgörsku leyniþjónustunni, DS, ekki lengi að taka við sér. Þeir stofnuðu 90% þeirra hluta- félaga, sem voru sett á laggirnar fyrsta árið eftir að lögin voru sett. Þegar kommúnistastjórnin hrundi 1989 misstu margir starfsmenn DS vinn- una, en þeir voru ekki af baki dottnir. Þeir höfðu stundað skipulagða glæpastarfsemi á vegum rík- isins. Nú urðu þeir einkavæddir. „Önnur lönd eiga sér mafíu,“ segir Atanas At- anasov, þingmaður og fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna í Búlgaríu, sem margir hafa leitað til, sem vilja leka upplýsingum um spillingu. „Í Búlg- aríu á mafían landið.“ Komið hafa fram gögn um að forkólfar skipu- lagðra glæpasamtaka séu í tygjum við Sergey Stanishev forsætisráð- herra og hafi láti fé af hendi rakna til Sósíalistaflokks hans. Stanishev er fyrrverandi blaðamaður og gekk í London School of Economics. George W. Bush Bandaríkjaforseti hrósaði honum í fyrra fyrir bar- áttu hans gegn skipulagðri glæpa- starfsemi og gaf honum við- urnefnið „herra hreinn“. Það var áður en fram komu myndir frá árinu 2005 af fundi Stanishevs með Mario Nikolov, sem dreginn hefur verið fyrir rétt fyrir svik. Nokkrum vikum eftir fundinn byrjuðu framlögin að streyma til flokks Stanishevs. Reuters Þar sem mafían á landið Búlgaría er sögð spilltasta land Evrópu og í liðinni viku ákvað Evrópusambandið að svipta Búlgara aðstoð, sem þeim hafði verið ætluð, af ótta við að hún yrði spillingu að bráð Erfiðleikar Gömul kona betlar á götu í Sofiu. Með hruni kommúnismans hrundi velferðarkerfið í Búlgaríu og sár þörf er á uppbyggingu, en tvísýnt um að aðstoðar sé að vænta frá Evrópusambandinu. Búlgaría var ekki upplífgandi staður undir stjórn Todors Zhivkovs á átt- unda og níunda áratugnum. Landið var undir hrammi Kremlar og haft var í flimtingum að hnerruðu Sov- étríkin fengi Búlgaría kvef. Búlgaría gegndi hins vegar mikilvægu hlut- verki og sérstaklega var leyniþjón- ustan, DS, í miklum metum hjá Sov- étmönnum fyrir dugnað og áreiðanleika. Búlgarska leyniþjón- ustan sá um að grafa undan Vest- urlöndum með heróínsmygli, vopna- sölu og hátæknistuldi. Hnerrar og kvef Í tíð kommúnista var mikið lagt upp úr íþróttum í Búlgaríu. Fremstu íþróttamenn landsins voru í lyft- ingum og glímu og þeir bestu og efnilegustu lifðu á framfæri ríkisins við mun betri kjör en almenningur. Við hrun kommúnismans hvarf allur stuðningur við þessa stétt manna, en þeirra biðu ótal atvinnutækifæri. Kraftakarlarnir urðu lífverðir og handrukkarar. Þeir voru notaðir til að skjóta fólki skelk í bringu og jafn- vel limlesta. Einn þeirra, Ilya Pavlov, varð einn helsti glæpaforingi lands- ins. Hann var ráðinn af dögum 2003 og voru öll helstu fyrirmenni lands- ins viðstödd útför hans. Nýtt hlutverk kraftakarla Ráðist var á blaðamanninn Ognian Stefanov fyrir utan veitingastað í Sofiu í lok september. Árásarmenn- irnir notuðu sleggjur og rör, brutu á honum báða olnboga og fæturna á fjórum stöðum og krömdu ósæðina í honum. Stefanov situr nú í hjóla- stól. Hann var upphafsmaður vefsíð- unnar Frognews þar sem finna má gagnrýni á spillinguna í Búlgaríu. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar, en aðsókn á vef- inn hefur margfaldast. Brotinn og barinn Atburðarásin Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara, á fundi, sem BSRB stóð fyrir á Ingólfstorgi. Étt’ann sjálfur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, kallaði fram í á Alþingi þegar Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði hann hafa tafið fyrir því að rannsókn- arnefnd vegna bankahrunsins gæti tekið til starfa. Það er svosem ekki mikið um þennan fögnuð hans að segja. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Biskupsstofu, um prédikun Hjartar Magna Jóhannssonar, fríkirkju- prests, þar sem hann fagnaði úrsögnum úr þjóðkirkjunni. Ef fólk hættir að fá þessa hreyfingu þá mun það þurfa að fá meiri lyf og meiri heilbrigðisþjónustu. Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir, um afleiðingar þess að Rás 1 leggur niður morgunleikfimina. Ummæli Þetta á að vera hrátt, sveitt og skítugt … alveg eins og hjá frumgerðinni. Björn Stefánsson í Mínus, sem ásamt félögum sínum hefur stofnað hljómsveitina Stóns, sem er heiðrunarsveit Rolling Stones.’ Í vor var stofnaður sjóður, undir merkjum Þjóðleik- hússins, þar sem Bjarni Ármannsson leggur af ör- læti sínu fram 15 milljónir á næstu þremur árum af þeim sjö þúsund millj- ónum sem hann labbaði með út úr Glitni. Þetta mun vera eina leiðin til að fjármagna nýja leikritun við Þjóðleikhús okkar Íslendinga. Það er sorglegt ef satt er. Hávar Sigurjónsson, formaður Félags leik- skálda og handritshöfunda. Í mínum huga er forgangsröðin á svona tímum einföld: Fyrst kemur fólkið og svo flokkurinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanrík- isráðherra og formaður Samfylking- arinnar, á flokksstjórnarfundi í Garðabæ. Saknir þú Geirs getið þið blótað frjáls- hyggjuna á laun. En ekki svo meiri skaði hljótist af. Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, í ávarpi sínu til Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, utanríkisráðherra, á borgarafundi í Háskólabíói. Það hefur aldrei þótt sæmandi að kenna öðrum um afglöp sín. Í mínu ung- dæmi voru þeir sem það gerðu kallaðir aumingjar. Reiður og sár Sergey Stanishev, forsætisráðherra Búlgaríu, mót- mælir ákvörðun ESB um að svipta landið framlögum vegna spillingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.