Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 48
48 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
✝
Þökkum öllum þeim er sýndu okkur hýhug og
samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
RANNVEIGAR JÓHANNSDÓTTUR
frá Litla-Skarði,
Stafholtstungum.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á 2. hæð
hjúkrunarheimilisins Sólvangs fyrir góða og
kærleiksríka umönnun undanfarin ár.
Sigurður Þ. Ólafsson, Dóra Guðrún Sigurðardóttir,
Ragnhildur Ösp Sigurðardóttir, Kjartan Jónsson,
Birna Björg Sigurðardóttir, Björn Guðmundsson,
Sigurður Örn Sigurðsson, Kristín Jónsdóttir,
Jóhann Örvar Sigurðsson, Helene Ask,
Guðbjörn Ólafsson, Valdís Erla Ármann,
Kristín Björk Guðbjörnsdóttir,
Ólafur Þór Guðbjörnsson, Halla María Helgadóttir,
Valdimar Björn Guðbjörnsson, Soffía Dögg Garðarsdóttir
og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og
vinsemd við fráfall ástkærrar eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu, langömmu og systur,
HÖNNU SOFFÍU BLÖNDAL,
Sóltúni 11,
Reykjavík,
sem andaðist föstudaginn 31. október.
Stuðningur ykkar hefur reynst okkur ómetanlegur.
Hörður Frímannsson,
Elsa Harðardóttir, Pietro Schneider,
Hjördís Harðardóttir, Guðmundur Tómasson,
Björn Harðarson, Bryndís Ólafsdóttir,
Kristín Erla Harðardóttir, Stefán Erlingur Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn,
Valdís Blöndal.
✝
Okkar bestu þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýnt
hafa okkur mikinn hlýhug, vináttu og samúð við
fráfall og útför kærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
GUÐGEIRS SUMARLIÐASONAR,
Bjarnhólastíg 24,
Kópavogi.
Við þökkum einnig stuðning og vinarhug í veikindum
hans, og fyrir að heiðra minningu hans, Árnesingakórnum í Reykjavík
fyrir að gera síðustu kveðjustundina okkur léttbærari. Enn fremur viljum
við þakka Agnesi Smáradóttur lækni, starfsfólki deildar 11 E og K deildar
Landspítalans við Hringbraut, fyrir umhyggju og hlýju.
Hrefna Ólafsdóttir,
Jenný Kolsöe, Hjörtur Kolsöe,
Halldór Úlfar og fjölskylda,
Arelíus Sveinn og fjölskylda,
Guðgeir Kolsöe,
Sigrún Guðgeirsdóttir, Ólafur Lange,
Vilhjálmur Geir og fjölskylda,
Ásdís og fjölskylda,
Edda Lára Guðgeirsdóttir,
Helena Dögg og fjölskylda,
Geir og Arnar,
Auður Rut Guðgeirsdóttir,
Hrefna Líf,
Þorkell Kristján Guðgeirsson.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
✝ Guðrún Vil-hjálmsdóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 8. febrúar
1917. Hún andaðist
á Hjúkrunarheim-
ilinu Eir í Reykja-
vík 30. október síð-
astliðinn. Faðir
hennar var Vil-
hjálmur Guð-
mundsson, f. í
Hreiðri í Holtum í
Rangárvallasýslu,
24.9. 1876, d. í
Hafnarfirði 24.2.
1962. Móðir Guðrúnar var
Bergsteinunn Bergsteinsdóttir,
f. í Keflavík 4.9. 1888, d. 9.4.
1985. Systkini Guðrúnar voru
þau Jóhann, 1907, d. 1980,
Hallbera, 1907, d. 1992 , Sig-
urbjartur, 1908, d. 1990, Sig-
urjón, 1910, d. 1994, Ingimar
Vilbergur, 1912, d. 1959, Guð-
björg, 1914, d. 1949, Ólafur
Tryggvi, 1915, d. 1996, Helgi
Guðbrandur, 1918, Dóróthea,
1924, d. 1984) og Bergsteinn
Magnús, 1926.
Guðrún giftist
31.12. 1937 Gísla
Hjálmari Frið-
bjarnarsyni, prent-
ara og forstjóra,
1914, d. 1992. Þau
bjuggu í Reykja-
vík. Börn þeirra
hjóna eru Berg-
lind, f. 1940,
Dagný B., f. 1941,
Hjördís, f. 1947,
og Sverrir , f.
1952, lést af slys-
förum 1956.
Barnabörn Guðrúnar og Gísla
eru Hrund Hauksdóttir, f. 1962,
Brynja Birgisdóttir, f. 1968,
Gísli Gottskálksson, f. 1977,
Ísak Beck Gottskálksson, f.
1979, Orri Snorrason, f. 1963,
Styrmir Snorrason, f. 1965,
Hjörný Snorradóttir, f. 1974,
Guðrún Olsen, f. 1966, Sverrir
Olsen, f. 1970, og Alma Olsen,
f. 1978.
Útför Guðrúnar fór fram í
kyrrþey að hennar ósk.
Guðrún Vilhjálmsdóttir, móðir
okkar, fæddist í Hafnarfirði árið
1917. Hún var áttunda barnið í
fjölskyldunni en átti þó eftir að
eignast þrjú systkini. Hún ólst því
upp í stórum systkinahóp. For-
eldrar þessa stóra hóps þurftu að
sjá fyrir mörgum munnum og oft
var enga vinnu að fá. Það var því
þröngt í búi, en systkinin fóru
fljótt að bjarga sér eins og títt var
á þessum tíma. Á æskuheimili
mömmu var samheldni systkin-
anna og hjálpsemi hvers við annað
mikil. Þau skemmtu hvert öðru
með sögum, eftirhermum, kveð-
skap og söng.
Það var oft glatt á hjalla í litla
húsinu „á hólnum“. Þegar rifjaðar
eru upp þessar aðstæður sem
móðir okkar ólst upp við, þá verð-
ur ljóst hvað þær mótuðu hana,
enda sagði hún alltaf að hún hefði
upplifað „hólinn“ sem litla húsið
stóð á, sem væri það veröldin öll.
Það var lítið um skólagöngu
hjá systkinunum, bræðurnir fóru
í iðnnám, en barnaskólapróf var
látið duga fyrir stúlkurnar.
Mamma fluttist ung til
Reykjavíkur og giftist Gísla
Friðbjarnarsyni sem var að læra
prentiðn. Þau unnu saman um
tíma í Alþýðuprentsmiðjunni.
Eitt af því eftirminnilegasta
sem þau gerðu saman þegar þau
voru ung og barnlaus var að fara
í frí til Norðurlanda, kaupa sér
hjól og hjóla um í Svíþjóð og
Danmörku. Ferðin var þeim afar
eftirminnileg.
Á þessum tímum voru konur
almennt ekki úti á vinnumark-
aðnum, þær voru heimavinnandi.
Börnin urðu fjögur talsins, þrjár
stúlkur og einn drengur. Á heim-
ilinu í Úthlíðinni var margt rök-
rætt, bæði um stjórnmál, bækur,
leikhús og fleira.
Það sem breytti lífi mömmu
mest var sú sára reynsla þegar
einkasonurinn Sverrir aðeins
fjögra ára lést af slysförum árið
1956, hún var lengi að syrgja
hann og leitaði eftir svörum um
lífið og tilveruna. Hún fann sín
svör í Guðspekifélaginu, forseti
félagsins var þá Grétar Fells
sem reyndist henni mjög vel, en
Sigvaldi Hjámarsson tók síðar
við. Þarna hófst nýtt líf hjá
mömmu, hún sótti fundi og
kynntist góðu fólki, las mikið og
var leitandi um andleg málefni.
Ef á að lýsa hennar persónulegu
eiginleikum í fáum orðum voru
þeir þrátt fyrir allt glaðlyndi,
æðruleysi og reglusemi. Við
systurnar kveðjum hana og
þökkum fyrir ánægjulegt og
áhyggjulaust líf á uppvaxtarár-
um okkar.
Berglind, Dagný og Hjördís.
Guðrún
Vilhjálmsdóttir
Milli gleði og tára hefi ég verið
undanfarna daga.
Ástæðan er lát guðdóttur minnar
og nöfnu, sem fékk hvíld frá þeim
hræðilegu veikindum, sem hrjáð
hafa hana síðan 11. desember sl.
Heilbrigð og hraust var hún að
baka smákökur. Daginn eftir var
hún flutt í snarhasti upp á spítala
þar sem hún lá meðvitundarlaus,
tengd við tæki og tól í 71 dag. Dul-
arfull baktería hafði tekið sér ból-
festu í þessari fallegu og yndislegu
ungu konu, þrautaganga var hafin,
sem í rauninni gat ekki endað
nema á einn veg. Allt sem í mann-
legu valdi stóð var gert til hjálpar
og lífslöngun og hetjuskapur Rú-
Ragnheiður Hildur
Skarphéðinsdóttir
✝ RagnheiðurHildur Skarp-
héðinsdóttir – alltaf
kölluð Rúrý – fædd-
ist í Reykjavík 15.
júní 1964. Hún lést á
nýrnadeild Land-
spítalans við Hring-
braut 1. nóvember
síðastliðinn eftir
tæplega ellefu mán-
aða harða baráttu
við veikindi.
Útför Rúrýjar fór
fram frá Dómkirkj-
unni 11. nóv. sl.
rýjar minnar hélt lífs-
andanum gangandi
lengur en nokkurn
grunaði.
Hvílík hetja sem
hún var, maður kom
hressari eftir að hafa
heimsótt hana, þrátt
fyrir að hafa farið
með hálfum hug,
hræddur um að mað-
ur gréti bara við
rúmstokkinn og gæti
ekki komið upp orði.
Þarna sat hún í hjóla-
stólnum sínum, þá
komin upp á Grensásdeild, með
hulstur á fótastúfunum og öðrum
handleggnum og aðeins tvo fingur
á hinni hendinni en húmorinn var
sko á sínum stað. Þessi fallegu
himinbláu augu með löngum dökk-
um augnhárum og brosið hennar
sérstaka, sem gat verið í senn bæði
stríðnislegt, glettið og samt svo
undurblítt. Þetta bros fékk ég frá
henni fyrir 44 árum síðan, þegar ég
hélt henni undir skírn í Langholts-
kirkju og hún fékk nöfn okkar vin-
kvennanna, mitt og móður sinnar,
en þegar hún komst til vits og ára
svona þriggja til fjögura ára þá af-
neitaði hún báðum nöfnunum og
vildi bara heita Rúrý með ypsilon,
ekki einföldu eins og Rúrí tanta,
Rúrý var nafn með slaufu sagði
hún oft við mig, fljótlega tildurrófa,
enda alla tíð flott og glæsileg bæði
í útliti og klæðaburði. Lífið hennar
Rúrýjar minnar var viðburðaríkt.
Aðeins 1 árs gömul dembdi hún yf-
ir sig sjóðandi súpudiski og
brenndist illa á hálsi, en með ár-
unum hafði hún látið laga örin og
hafði einstakt lag á því að klæðast
þannig að athyglin beindist annað.
Rúrý virkaði afskaplega brothætt
persóna en seiglan og þrautseigjan
var með ólíkindum. Hún var kátur
og ljúfur krakki, gat verið ákveðin
og náði þá oftast sínu fram. Hún
fór oft sínar eigin leiðir og er mér
það minnisstætt þegar hún fór í
skólaferðalag og átti að gista þá
tók hún sængina sína með en neit-
aði svefnpoka sem ég vildi gefa
henni.
Við Hildur móðir Rúrýjar erum
búnar að þekkjast síðan 1. október
1951 en þá hittumst við á
strætisvagnabiðstöð í Aðalstræti
eftir setningu Kvennaskólans í
Reykjavík. Öllum sorgum og gleði
höfum við deilt hvor með annarri
og er þessi síðasta reynsla sú erf-
iðasta sem við höfum gengið í
gegnum. Skarphéðinn og Hildur
hafa ávallt verið mínir nánustu vin-
ir og börnin þeirra þau börn, sem
ég sjálf aldrei eignaðist. Hugur
minn og Jóns er hjá þeim og börn-
um þeirra þessa erfiðu daga. Að
lokum langar mig að ljúka þessum
orðum með vísu eftir ömmu mína
Theodóru Thoroddsen sem lýsir
vel síðustu dögum Rúrýjar minnar:
Er á þrotum þolið mitt,
þróttur af baki dottinn.
Bíaðu nú barnið þitt
blessaður góði drottinn
Ragnheiður Guðrún
Haraldsdóttir (Rúrí.)