Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 19
Hilmisson, Kristján Baldvinsson, Sólmund Friðriksson og Kristján Kristjánsson. Sumir hafa komið og farið, líkt og þeir þrír síðastnefndu sem eru í sunnandeild sveitarinnar í dag sem fyrr segir. „Ég hef ofboðslega gaman af þessu og veit ekki hvernig lífið væri ef ekki væri fyrir tónlistina,“ segir Geirmundur þegar hann er spurður hvaða skýringu hann hefur á úthaldi sínu í tónlistinni. „Menn geta ekki staðið í þessum dansleikjabransa nema hafa gaman af því. Hljóm- sveitin mín hefur verið númer eitt, alveg síðan hún var stofnuð. Mottóið hefur verið að halda henni gangandi. Aðalhugsunin hefur verið að halda áfram þó að einhver hætti.“ Evróvision-ævintýrið Litið til baka yfir ferilinn segir Geirmundur það ekkert vafamál að þátttaka hans í undankeppnum Evróvision hafi komið honum ræki- lega á kortið í tónlistarheiminum. „Ég var nú aldrei svo heppinn að vinna í þau fjögur eða fimm skipti sem ég komst í gegn hér heima en lögin lifðu. Það var aðalmálið og hjálpaði manni mikið,“ segir hann og nægir að nefna lög eins og Lífsdans- inn, Með vaxandi þrá, Látum söng- inn hljóma og Alpatvist. Á þessum árum, frá 1986 til 1990, varð til hugtakið „skagfirska sveifl- an“, eitthvað sem Geirmundur segir að allir aðrir en hann hafi búið til, lík- ast til útvarps- og fjölmiðlamenn, en hann afneitar ekki afkvæminu. Ef- laust besta markaðssetning sem hann gat hugsað sér – og án þess að borga fyrir það nema með þrotlausri vinnu sinni og hljómsveitarinnar. Árið 1989 kom út diskurinn Í syngjandi sveiflu, sem seldist í bíl- förmum, en þar voru ekki bara Evr- óvisjonlögin heldur einnig róleg lög á borð við Ort í sandinn og Ég syng þennan söng, sem Helga Möller og Ari Jónsson sungu. Með þessum hugljúfu lögum sýndi Geirmundur þjóðinni að hann var ekki bara sveiflukóngur heldur fjölhæfur laga- smiður. „Ég er mjög stoltur af þess- um lögum, þau nutu og njóta enn mikilla vinsælda. Helga og Ari sungu þetta eins og englar,“ segir hann. Ekki skemmdi fyrir að hafa texta- höfunda til taks eins og Hjálmar Jónsson, nú dómkirkjuprest, sem lengi var prestur í heimahéraði Geir- mundar. Hefur samstarf þeirra alið af sér sígild lög en fjölmargir aðrir textasmiðir úr Skagafirði hafa samið fyrir Geirmund, m.a. Hilmir Jóhann- esson, Guðbrandur Þorkell Guð- brandsson, Erling Örn Pétursson, Kristján Stefánsson og Guðrún Sig- hvatsdóttir. Utan héraðs má helst nefna skáldið í Skerjafirðinum, Kristján Hreinsson, og einnig Að- alstein Ásberg Sigurðsson. Þá kom blessaður bjórinn! Geirmundur hefur sem fyrr segir samið vel á annað hundrað lög og því gæti hljómsveit hans spilað á mörg- um dansleikjum í röð án þess að taka önnur lög. En hann segist alltaf hafa viljað vinsæl lög með í bland, lög sem fólkið vill heyra. „Lögin mín virka vel út í salinn og fólk kemur fyrst og fremst á böllin því það hefur gaman af því að dansa. Bylgjan fer af stað í salnum ef við tökum lög eins og Bíddu við og Nú er ég léttur. Allir kunna þessi lög,“ seg- ir Geirmundur en rifjar upp annað ekki síður vinsælt lag, Þjóðhátíð í Eyjum, sem hann samdi fyrir sam- nefnda hátíð árið 1991. Eftir að hafa verið í spilun í útvarpi í fjórar vikur fyrir verslunarmannahelgina kunnu allir þjóðhátíðargestir lagið utan að þegar Geirmundur mætti til Eyja með hljómsveit sína. „Þetta var sér- staklega skemmtilegt að upplifa.“ Sveitaböllin á árum áður voru helsti vettvangur hljómsveitarinnar, sem ferðaðist landshorna á milli ár- um saman. „Þá kom þessi blessaði bjór og bakslag kom í sveitaböllin. Að vísu eru þessi böll enn hér í Skagafirðinum og Húnavatns- sýslunum en held að þau séu á fáum stöðum annars staðar, nema þá rétt- arböllin hér og þar.“ Svaðilför í Vík Þó að Geirmundur hafi enn gaman af spilamennskunni segir hann ekki jafn mikið gerast og áður. Á fyrri ár- um hafi margar svaðilfarirnar verið farnar. Að endingu rifjar hann hér upp eina slíka en um litríkan feril sveiflukóngsins mætti skrifa heila bók: „Sumarið 1972 vorum við beðnir að spila á árshátíð Ungmenna- sambands Austur-Skaftfellinga í Vík í Mýrdal. Ég gleymi þessu seint. Þetta var á sunnudegi, síðustu helgina í ágúst, og við áttum að spila frá klukkan níu til eitt um kvöldið. Á föstudagskvöldinu þessa helgi vor- um við í Ketilási í Fljótum og austur í Skúlagarði á laugardagskvöldi. Við áttum að fara með flugvél frá Ak- ureyri og lenda á flugvelli á Skógum undir Eyjafjöllum. Þaðan átti að aka með okkur í Vík þar sem enginn flug- völlur var nær. Þegar við vorum komnir suður var skollið á myrkur. Flugmaðurinn hafði aldrei lent þarna áður og það voru engin ljós á vellinum. Hann varð að fljúga æði lágt til að finna flugvöllinn en það tókst á endanum. Á Skógum beið okkar gamall her- jeppi, lítill og þröngur, og í ljós kom að hann gat aðeins tekið mig og hljóðfærin um borð, fyrir utan bíl- stjórann. Hinir strákarnir í hljóm- sveitinni urðu að fara niður á þjóð- veg og húkka sér far í Vík. Þá voru sem betur fer margir á leiðinni á ballið austur, þetta var um klukku- tímaakstur. Við vorum ekki komnir á staðinn fyrr en um tólfleytið, þremur tímum eftir að ballið átti að byrja. Þegar við ætluðum svo að koma raf- magnshljóðfærunum í samband heyrðist bara urg og við héldum að magnararnir væru bilaðir. Svo illa vildi til að húsvörðurinn var í sumarfríi einhvers staðar úti á landi og það varð að kalla út raf- virkja utan úr bæ til að geta mælt í hvaða tengla við máttum stinga í samband. Þetta tókst loksins og við gátum byrjað að spila klukkan eitt, þegar ballið átti að vera búið. Við fengum leyfi lögreglunnar á staðn- um til að leika til þrjú, og heim í Skagafjörð vorum við ekki komnir fyrr en liðið var vel fram á mánu- dagsmorgun. Svona ævintýrum lendir maður ekki lengur í.“ tíu ár 19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008 MAGNÚS Kjartansson var hljómsveitarstjóri á afmæl- istónleikum Geirmundar í vor og sá um alla hljóð- vinnslu á diskunum sem nú koma út. Samstarf hans og Geirmundar er orðið langt og farsælt, nær allt aft- ur til áranna upp úr 1970 þegar Magnús í hljómsveit- inni Trúbroti ásamt Gunnari Þórðarsyni og fleirum léku undir fyrir Geirmund í lögunum Bíddu við og Nú er ég léttur. Lögin slógu í gegn og skutu m.a. lögum Trúbrots aftur fyrir sig það sumarið! „Það hefur verið ánægjulegt að vinna fyrir þennan stuðbolta. Hann er óhemju duglegur og skipulagður, hraustur og lifir heilbrigðu lífi, er svo sannarlega maður orða sinna. Ef hann hefur lofað einhverju þá er það eins og margáritaður víxill. Fólk kann að meta það,“ segir Magnús um Geirmund og samstarfið við hann. Hann segir fleiri tónlistarmenn hafa lagt Geir- mundi lið og nefnir m.a. Vilhjálm Guðjónsson. „Hafi ég verið hægri hönd Geirmundar þá hefur Vilhjálmur verið hægri hönd mín.“ Dansar ekki mikið sjálfur „Geirmundur er sprottinn upp úr alþýðunni, býr með henni og lifir með henni,“ segir Magnús þegar hann er beðinn að útskýra vinsældir Geirmundar gegnum tíðina. „Hann þekkir sitt fólk og er trúr þeirri hugmyndafræði að fátt sé meira mannbætandi og nauðsynlegra en að dansa og skemmta sér, tjútta og djæva, þó hann geri ekki mikið af því sjálfur. Geirmundur kvíðir þeim tíma á Íslandi þegar allir verða hættir að dansa og fara á böll. Það eru allir farnir að dúsa á litlum knæpum þar sem varla er hægt að hreyfa sig.“ STENDUR VIÐ ORÐ SÍN Magnús Kjartansson GÍSLI Sigurgeirsson, fyrrum fréttamaður Sjónvarpsins á Akureyri, vann allt myndefni sem fylgir útgáfu Geir- mundar Valtýssonar. Um er að ræða upptöku frá tón- leikum sem haldnir voru á Sauðárkróki í vor í tilefni af 50 ára starfsafmæli Geirmundar í tónlistinni, auk 45 mínútna heimildarmyndar eftir Gísla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gísli vinnur álíka myndefni. Hið sama gerði hann á síðasta ári með hljómdiski frá öðrum skagfirskum listamönnum, Álfta- gerðisbræðrum, og sá pakki náði metsölu. Á fjórum vikum seldust hátt í 10 þúsund eintök. „Þeir bræður, líkt og Geirmundur, höfða mest til þeirra sem komnir eru yfir miðjan aldur. Þeir aldurshópar vilja fá „orginala“, ekki stolnar fjölfaldanir á netinu,“ segir Gísli. Vel skipulagður Fyrir utan það að taka upp tónleikana í vor og hafa hitt Geirmund reglu- lega gegnum tíðina var Gísli einnig viðstaddur sextugsafmæli Geirmundar fyrir fjórum árum og tók upp það sem enn er talað um sem veislu ald- arinnar í Skagafirði. „Ég hef verið málkunnugur Geirmundi lengi, en hann hefur unnið á í mín- um huga við aukin kynni við gerð hemildamyndarinnar undanfarnar vikur og mánuði. Geirmundur hefur létta lund, hann er jafngeðja, en þó ákveðinn og ýtinn. Hann afgreiðir málin en stingur þeim ekki ofan í skúffu. Hann er vel skipulagður, enda gengur ekki annað fyrir mann sem er bóndi, hljóm- sveitarstjóri og fjármálastjóri. En allt þetta leggur hann á sig vegna þess að hann hefur gaman af því – eins og Skagfirðinga er siður; Geirmundur vill hafa gaman af lífinu,“ segir Gísli um samstarfið við Geirmund. Heimildarmyndin byggist m.a. á viðtölum við Geirmund og sam- ferðamenn auk myndbrota og ljósmynda af löngum ferli sem Gísli átti í sín- um fórum og fékk einnig frá safnadeild Sjónvarpsins, Samveri og fleirum. VILL HAFA GAMAN AF LÍFINU Gísli Sigurgeirsson Æfing Geirmundur Valtýsson í léttri sveiflu og í bakgrunni er Rögnvaldur Valbergsson á hljómborðinu, nú organisti Sauðárkrókskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.