Morgunblaðið - 30.11.2008, Blaðsíða 27
á. Hugmyndin um áhyggjulaust frí á
sólríkri strönd er út úr kortinu og
það sem kemur í staðinn er ekki jafn
freistandi; ekki eitt heldur fjögur
jólaboð hjá ættingjunum. Á meðan
Brad telur mínúturnar þangað til
hann getur sloppið úr klóm foreldra
sinna, væntanlegra tengdaforeldra
auk fjölda nákominna ættingja,
bregst Kate þveröfugt við og fer að
hafa gaman af þeirri hjörð sérvitr-
inga og furðufugla sem er í fjöl-
skyldum þeirra. Auk ofantalinna
leikara koma við sögu Jon Voight,
Mary Steenburgen, Dwight Yoakam
og fleiri góðir.
Frumsýningar 12 des.
THE DAY THE EARTH STOOD STILL
Leikstjóri: Scott Derrickson. Aðal-
leikarar: Keanu Reeves, Jennifer
Connally, Kathy Bates. Sýning-
arstaðir: Smárabíó, Laugarásbíó,
Borgarbíó Akureyri.
Endurgerð samnefndrar sígildrar
spennumyndar sem leit framtíðina
gagnrýnum augum. Aðalpersónan
er silfurlitaða vélmennið Klaatu
(Reeves), sem kemur til jarðar til að
vara okkur við því að við siglum
hraðbyri í sjálfstortímingu sökum
illrar umgengni við umhverfið.
Stöðvar jafnvel tímans þungu rás til
að ýta við okkur. Hinn hálfrar aldar
gamli boðskapur á enn frekar erindi
við okkur jarðarbúa í dag, ádeilan
hefur sannarlega fundið nýtt og
meira vægi og Klaatu karlinn mætti
gjarnan líta við á Fróni, ef hann á
leið hjá – og kann að fara með pen-
inga. Ekkert var til sparað svo end-
urgerðin mætti takast sem best.
CITY OF EMBER
Leikstjóri: Gil Kenan. Aðalleikendur:
David Ryall, Ian McElhinney, Tim
Robbins, Bill Murray. Sýningarstaðir:
Sambíóin um allt land.
Unglinga- og fjölskyldumynd sem
er byggð á vinsælum bókaflokki eftir
Jeanne Duprau. Ember er borg
sem var byggð til að endast í tvær
aldir. Smiðirnir létu borgarstjórann
hafa allar mikilvægar upplýsingar
um Ember í dularfullri öskju sem
einn þeirra týndi. Nú er komið fram
á árið 241 og nokkrir hugrakkir
krakkar ætla sér að komast að
leyndardómnum og bjarga borginni
sinni frá því að leggjast í auðn, sem
vofir yfir.
Frumsýningar 19. des.
TAKEN
Leikstjóri: Pierre Morel. Aðalleik-
arar: Liam Neeson, Famke Jans-
sen,Goran Kostic. Sýningarstaðir:
Laugarásbíó, Smárabíó.
Þessi fransk/bandaríska spennu-
mynd hefur fengið góða dóma og
aðsókn, en hún var frumsýnd fyrir
nokkrum vikum á meginlandinu.
Neeson leikur miðaldra harðjaxl
sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti
brenna, enda fyrrverandi spæjari á
vegum CIA. Albanskir mannræn-
ingjar fá því að finna til tevatnsins
þegar þeir góma unga dóttur hans í
París. Hyggjast skálkarnir selja
stúlkuna á kynlífsþrælamarkaðnum
en gamli skröggur kann enn að
munda skotvopn og lumbra á
óbermum.
Frumsýningar 2. í jólum
AUSTRALIA
Leikstjóri: Baz Luhrman. Aðalleik-
arar: Nicole Kidman, Hugh Jackman
Jack Thompson, Bryan Brown. Sýn-
ingarstaðir: Smárabíó, Laugarásbíó,
Borgarbíó Akureyri.
Stærsta og dýrasta jólamyndin í
ár er Ástralía, nýja stórmyndin eft-
ir leikstjóra Moulin Rouge. Myndin
gerist í norðurhéruðum Ástralíu á
fyrstu árum síðari heimsstyrjald-
arinnar. Kidman leikur enska að-
alskonu sem erfir risavaxinn bú-
garð, svipaðan að stærð og
fjórðungur Íslands. Enskir naut-
gripabændur hyggjast sölsa landið
undir sig í fjarveru hennar, en þá
grípur aðalsmærin til sinna ráða.
Kemur á vettvang með harðsvíraðan
kúreka (Jackman) og 2000 gripa
hjörð sem þau reka yfir hálft meg-
inlandið, þann hluta sem er hvað
hrikalegastur yfirferðar. Um svipað
leyti og þau koma til Darwin, standa
yfir loftárásir Japana á borgina. Lu-
hrman er með frábæra leikara og
ósvikið stórmyndarefni í höndunum,
heillandi ævintýri, hlaðið drama,
átökum og rómantík.
YESMAN
Leikstjóri: Peyton Reed. Aðalleikarar:
Peyton Reed. Aðalleikarar: Jim Car-
rey, Zooey Deschanel, Terence
Stamp. Sýningarstaðir: Sambíóin um
allt land.
Gamanmynd með snillingnum
Carrey, sem leikur mann sem
ákveður að kúvenda í lífinu og segja
já við öllu sem við hann er sagt. Já-
kvæðnin kemur honum í kring-
umstæður sem hann gat ómögulega
séð fyrir, sumar hverjar vandræða-
legar, jafnvel hastarlega neikvæðar.
Myndin er byggð á minningum
breska rithöfundarins Danny Wal-
lace.
INKHEART
Leikstjóri: Iain Softley. Aðalleikarar:
Brendan Fraser, Paul Bettamy, Jim
Broadbent, Helen Mirren. Sýning-
arstaðir: Laugarásbíó, Smárabíó.
Byggð á samnefndu ævintýri eftir
Cornelia Funke, sem segir af hug-
myndaríkum manni sem hefur þá
einstöku hæfileika að vekja sögu-
persónur til lífsins þegar hann les
upphátt. Meggie dóttir hans dregst
inn í þessa hálfmennsku ævintýra-
veröld þegar skálkur nokkur hyggst
notfæra sér töfra föður hennar til að
komast yfir auð og völd. Meggie
litla er ekki alveg sammála og gríp-
ur til sinna ráða.
BOLT
Leikstjórar: Byron Howard og Chris
Williams. Teiknimynd í þrívídd með
íslenskri og enskri raddsetningu.
Sýningarstaðir: Sambíóin um allt
land.
Nýjasta þrívíddar-teiknimyndin
frá Disney fjallar um ævintýri ofur-
hundsins Bolt, sem hefur í nógu að
snúast, nótt sem nýtan dag. Hann
er stjarna í sjónvarpsþáttum en
þegar hann er fluttur til New York,
lendir hann á götunni, í raunveru-
legum og æsandi ævintýrum sem
flytja hann þvert yfir Bandaríkin.
Bolt kemst smám saman að því að
hann þarf ekki á neinum brellum að
halda til að vera hetja.
SKOPPA OG SKRÍTLA
Leikstjórar og aðalleikendur:. Linda
Ásgeirsdóttur og Hrefna Hallgríms-
dóttur. Sýningarstaðir: Smárabíó,
Regnboginn, Laugarásbíó og Borg-
arbíó Akureyri.
Ein, ný íslensk ævintýramynd,
verður á meðal jólamyndanna í ár.
Það er engin önnur en kvikmynda-
gerð hins feikivinsæla leikrits,
Skoppa og Skrítla, eftir leikkon-
urnar Lindu Ásgeirsdóttur og
Hrefnu Hallgrímsdóttur, sem fara
með titilhlutverkin. Örugglega
hlakkar smáfólkið til að endurnýja
kynni sín við þær stöllur á hvíta
tjaldinu en verkið höfðar engu síður
til allrar fjölskyldunnar. Þess má
geta að leikritið hefur unnið til
virtra verðlauna á erlendri grund og
gestirnir í Þjóðleikhúsinu skiptu
þúsundum.
ylduvæn bíójól
Melissa Moseley
Jámaðurinn Jim Carrey leikur mann sem jánkar öllu.
Bolt Þrívíddar-teiknimynd frá Disney um ævintýri ofurhundsins Bolts. Taken Frönsk/bandarísk spennumynd með Liam Neeson.
27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008
Útsölustaðir Weleda: Heilsuhúsin, Fræið
Fjarðarkaupum, Maður lifandi , Blómaval,
Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og
Apótekarinn , Sólarsport Ólafsvík,
Femin.is, Náttúrulækningabúðin, Lyfjaver,
Hagkaup, Lyfjaval, Barnaverslanir og
sjálfstætt starfandi apótek um allt land.
www.weleda.is
Weleda jólagjafir
Gleðja og veita vellíðan
Lífrænt ræktað, án aukaefna
Hafþyrnis sturtusápan, húðmjólkin
og húðolían eru nærandi fyrir húðina
Mildur appelsínu, mandarínu og
grape ilmur hressir og kætir
Villirósar baðmjólkin, húðmjólkin,
húðolían og sturtusápan
dekra við húðina
Notalegur rósailmur sem lífgar
jafnt upp á líkama og sál
Náttúrulegt dekur daglega með
sturtusápunum frá Weleda
Sturtusápur í gjafakassa 4 tegundir,
umbúðir með íslenskum texta
Weleda jólavörurnar eru í
fallegum gjafapokum með
áföstu merkispjaldi
Upplýsingar um jurtirnar á
íslensku
@