Stundin - 01.09.1940, Síða 35

Stundin - 01.09.1940, Síða 35
STUNDIN 35 að fara að búast til brottferðar. Ilún vildi komast af stað áð- ur en Heber kæmi heim, áður en her ísraelsmanna færi hjá. Hún vakti hann. ”Mál að búast til ferðar, herra minn’’, sagði hún. Hann velti sér við og sá nekt hennar, hörundið var gulgrátt að lit. ,,Þú tekur mig með þér, Sísera”, sagði hún. ,,Eg skal verða þér góð kona og góð móðir barna þinna”. ,,Hvað?” sagði hann. Hann hló. „Það er nóg af grannvöxnum og fríðum konum í Haróset”. Hann hallaði sér út af aftur. „Mér liggur ekkert á”, sagði hann. „Vektu mig um hádegisbilið”. Hann lét aftur augun. Jael var sem steini lostinn. Það var kalt, og hún vafði um sig ábreiðunni. Hún horfði á Sísera, sem lá á bakinu við hlið henn- ar. Hann hraut og munnurinn var hálf opinn. Hún fylltist bræði. Hvað vissi hann, hvað vissi hann um allt, sem hun hefði getað gert fyrir hann. Hún hefði getað bjargað honum, hún hefði getað komið honum til Haróset, hún hefði getað gefið honum ást sína. Og hann hafði smáð hana, fleygt henni i'rá sér. Hann var engu betri en Heber. Hún mundi aldrei verða drottning í Haróset, en hefnd skyldi hún fá. Hún skyldi selja hann Barak í hendur. Barak? Hann mundi launa henni vel greiðann. Og hún var fríð. Ef til vill gæti Debóra ekki haldið Barak frá henni. Og var hann ekki ístöðulítill heimskingi? Já, hún ætlaði að selja Sisera í hendur Baraks. Hún leit aftur á hann og fylltist stjórnlausri bræði. Nautna- víma næturinnar var gleymd, allt var gleymt, nema þetta eina, að hann hafði forsmáð hana. Hún gæti drepið hann. Mulið sundur þetta friða höfuð. Því ekki það? Því...........ekki? Var hann ekki Sísera, Kaananítinn, harðstjórinn, kúgari Isra- elsmanna ? Það væri lofsvert verk, unnið af ættjarðarást. Og hann hafði smáð hana. Jael stóð upp og gekk lengra inn í tjaldið. Þar tók hún upp járnflein, sem Heber notaði til að tjóðra við hesta sína. Hún náði sér líka í hamar. Hún sneri aftur til Sísera. Hann lá enn á bakinu. Breið bringan bifaðist við andardráttinn, og bros lék um varir hans. Hún valdi sér stað milli augnanna. Hún miðaði járnhælnum, höndin var styrk. Hún reiddi hamarinn til höggs. Jael fór í egypzku viðhafnarfötin. Hún kembdi hár sitt vand- lega og skrapp niður að læknum til að spegla sig. Að því loknu fór hún aftur heim í tjaldið og fékk sér að eta. Sísera lá þarna i blóði sínu. Hún larosti. Einhver laun mundi hún hljóta fyrir þetta, — einhver laun fyrir ættjarðarást sína. Ef hún næði i Barak í einrúmi, — þá skyldi hún fá laun sin. Hún var slungin kona. Hún heyrði til þeirra, áður en þau komu í tjaldbúðirnar. Hún gekk út í tjalddyrnar. Þau voru að koma niður hlíðina. Þetta var auðvitað Barak, sem reið fremstur með konu á Frh. á bls,- 41. Konungur í annad sinn Karl hefur sagt af sér! Lengi lifi Michael konungur! Þetta voru upphrópanir Búk- arestbúa 6. sept. 1940, þær sömu og fyrir 13 árum. Það var 1927, þegar Michael var aðeins fimm ára gamall, sem Karl konungur lét af völdum af frjálsum vilja til þess að geta fylgt konunni, sem hann elsk- aði. Hinn ungi Michael sat við völd þar til andstæðingar stjórnarinnar kröfðust þess, að Karl konungur kæmi heim og settist aftur að völdum. En Helena ekkjudrottning hefur síðan ferðast um allan heim og aldrei haldið kyrru fyrir stund- inni lengur. Michael fór strax frá völdum, er faðir hans kom heim og gerðist nú prinz í annað sinn. Nú fór móðir hans með hann til Englands og var hann settur þar á skóla meðal jafnaldra sinna af ýmsum stéttum. Þegar Michael kom aftur til Búkarest dró hann enga dul á hatur sitt til Magda Lupescu vinkonu föður síns. En síðastliðið ár bar svo til — og má þar segja, að margt er líkt með skyldum — að Mie- hael varð ástfanginn af óaðals- borinni stúlku, af mjög ríkum ættum. I fyrra þegar Michael varð 18 ára, fékk hann sæti á þingi Rúmeníu. Hann verður 19 ára 25. október í haust. Stúlkan, sem Michael er ást- fanginn af er dóttir hins rúm- enska Krupps og heitir Lulu Malaxa. Hann hefur ekki til þessa haft neitt samvizkubit af að láta sjá sig með þessari vin- stúlku, hvar sem er. Þau synda, leika golf og tennis, fara saman i kappsiglingar og meira að segja ríða hlið við hlið um götur Búkarest.

x

Stundin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.