Stundin - 01.10.1940, Síða 10
Einmitt núna? Þegar ég
hafö'i ætlað mér að eiga
sæla stund með sjálfum
mér. í einveru minni. —
Hvaöa ríkisútvarp þurfti nú
endilega aö taka upp aftur
þennan dagskrárlið? Og
útvarpa þriggja ára göml-
um fréttum! —
í dag eru rétt þrjú ár, síð-
an konan mín fór frá mér.
Ástæðurnar vissi enginn
nema við tvö ein. Og ef til
vill guð sjálfur. Ef hann
hefur þá taliö það nokkrar
ástæður. — Þegar kona éi
bezta aldri hættir að vera
eiginkona mannsins síns,
og beinir allri hneigð sinni
og huga að sjálfri sér, vel-
líðan sinni eöa vanlíðan, þá
er eigi framar rúm fyrir
manninn í huga hennar né
hans þörf í hjarta hennar.
Eiginkona lokar samtímis
faömi sínum og hjarta fyrir
eiginmanni sinum. — Og
miskunnarlausari mann-
eskju getur eigi á guðs-
grænni jörð en fyrrverandi
eiginkonu, sem hætt er aö
unna manni sínum.
Því að: samlíf tveggja
sálna er sæla eöa náttsvart
!böl. Þau tvö saman skipta
skugga og sól og skapa sér
gleði og kvöl.
Og þó var konan mín
eina konan, sem ég hef unn-
að, og bezta konan, sem ég
hef kynnst. — Og þannig
vil ég minnast hennar ævi-
langt. —
Manstu, manstu? — Já,
já. — Víst man ég. Allt. —
Allt of margt! Og allt of
vel! — En ég vil ekki muna!
— í kvöld vil ég hafa frið.
Og njóta hans. Þess friðar,
sem ég hef þráð og leitað
ævilangt, en mest þó þessi
þrjú endalausu ár, með ó-
teljandi daga og eilífar næt-
ur. Þess friöar, sem ég hef
nú tínt saman víða vegu og
safnaö að mér hérna í kof-
anum mínum. Hlaðið mér
úr honum skjaldborg —
eins og Vöggur litli úr leggj
um og hnútum — til hlífð-
ar gegn öllu illu — og þó
helzt gegn sjálfum mér,
hugsunum mínum og end-
urminningum. En í kvöld
hafa þær rofið skjaldborg-
ina.
Sér grefur gröf....
Heinrich Starmer, sem sendur var gagngert til Tokio ti’.
að semja fyrir hönd Þýzkal ands um þríveldasáttmálann
fræga. tekur í hönd japanska utanríkismálaráðherranum,
Matsuoka, eftir að búið er að undirrita sáttmálann, Eins og
kunnugt er orðið, hafði bandalag Japans og möndulveldanna
önnur áhrif í Bandaríkjunum en ætlast var til. f stað þess
að láta athafnir Japana og Þjóðverja afskiptalausar, tóku
Bandaríkjamenn að vígbúast af kappi og juku samtímis her-
gagnasölu til Bretlands og Kína.