Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
GERT er ráð fyrir eins milljarðs
króna halla á rekstri Akureyrarbæj-
ar og fyrirtækja hans á næsta ári.
Helsta ástæða hallans er mikill fjár-
magnskostnaðar Fasteigna Akur-
eyrarbæjar, sem áætlaður er tæpir
tveir milljarðar. Útsvar og fasteigna-
skattar hækka, svo og máltíðir í skól-
um og leikskólum, og aðgangur að
skíðasvæðinu og sundlaugum.
Sú nýbreytni var tekin upp við
gerð fjárhagsáætlunar að þessu
sinni að oddvitar allra flokka í bæj-
arstjórn unnu saman að henni, ásamt
starfsmönnum bæjarins. Að sögn
oddvitanna var haft að leiðarljósi að
verja grunnstoðir í þjónustu bæjar-
félagsins í þeim efnahagsþrenging-
um sem nú ganga yfir þjóðfélagið.
„Sérstaklega var horft til þess að
halda vel utan um starfsemi grunn-
og leikskóla bæjarins, sem og fé-
lagsþjónustuna, og einnig að verja
störf og mannaflsfrekar fram-
kvæmdir eftir því sem kostur er. Í
ljósi stöðunnar er betra að búa við
tímabundinn hallarekstur en skera
niður í mannafla og framkvæmdum.
Það er gert í þeirri von að staðan
verði betri á árinu 2010,“ segir í til-
kynningu frá oddvitunum.
Fyrri umræða um áætlunina fór
fram í bæjarstjórn í gær en sú síðari
verður í janúar.
Forsendur áætlunarinnar eru að
meðalverðbólga hér á landi verði 7%
á næsta ári og að íbúum á Akureyri
fjölgi um 200 manns, sem er nokkuð
minna en í fyrra.
Tekjur aðalsjóðs verða rúmir 9,8
milljarðar en heildargjöld tæpir 10,7
milljarðar. Fjármunatekjur aðal-
sjóðs eru áætlaðar tæpir 1,2 millj-
arðar.
Í áætlun sem unnin hafði verið var
gert ráð fyrir að útsvar yrði 13,03%
en skv. tillögu oddvitanna frá því í
gær hækkar útsvarið í 13,28%.
Álagningarprósenta fasteigna-
skatta hækkar um 10% en ekki er
gert ráð fyrir að stofn fasteignamats
hækki.
Leikskólagjöld og frístund hækka
ekki en almennt hækka gjaldskrár
um 10%, þar má nefna hækkun á
fæði í leik- og grunnskólum og að-
gangi að skíðasvæðinu og í sundlaug-
ar bæjarins.
Sorphirðugjald hækkar um 2.700
kr. og verður rúmar 15.000 á hvert
heimili.
Laun bæjarstjóra, bæjarfulltrúa
og nefndarfólks lækka um 10%.
Dregið verður úr yfirvinnu þar
sem það er mögulegt. Ekki verða
uppsagnir meðal starfsmanna bæj-
arins en öll störf sem losna verða
skoðuð sérstaklega og reynt að forð-
ast allar nýráðningar.
Í almennum rekstrargjöldum
stofnana og deilda er skorið niður
um 200-300 milljónir.
Mörgum framkvæmdum er seink-
að. Áætlað var að taka menningar-
húsið Hof í notkun næsta haust, en
það frestast til vors 2010 og það
sama gildir um opnun íþróttamið-
stöðvar við Giljaskóla. Naustaskóli
verður hins vegar tekinn í notkun
næsta haust eins og ráðgert var.
Samtals eru framkvæmdir áætlað-
ar fyrir tæpa 2,6 milljarða hjá bæn-
um og fyrirtækjum hans. Það er
nokkur lækkun frá gildandi þriggja
ára áætlun.
Afborganir lána á árinu nema 2,3
milljörðum. Ný lán verða tekin fyrir
rúman 3,1 milljarð svo mismunurinn
er skuldaaukning um rúmar 800
milljónir króna.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Seinkun Opnun menningarhússins
Hofs verður frestað til vors 2010.
Eins milljarðs halli 2009
Útsvar og fasteignagjöld á Akureyri hækka Matarverð í leik- og grunnskólum
hækkar um 10% Laun bæjarstjóra, bæjarfulltrúa og fólks í nefndum lækka
BÆÐI Björgólfur Guðmundsson og
Landsbankinn (NBI hf.) sendu frá
sér yfirlýsingar í gær og neituðu því
að hafa haft afskipti af eða komið í
veg fyrir að DV birti frétt um Sig-
urjón Þ. Árnason, fyrrverandi
bankastjóra Landsbankans. Tilefni
yfirlýsinganna voru orð Reynis
Traustasonar, ritstjóra DV, í Kast-
ljósi í fyrradag. Þar var flutt samtal
Reynis og Jóns Bjarka Magnússon-
ar, þá blaðamanns á DV, en hann
hafði skrifað frétt um Sigurjón sem
ekki var birt í blaðinu á sínum tíma.
Jón hljóðritaði samtal þeirra Reynis
og var upptakan leikin í þættinum.
Vissi ekkert um fréttina
Björgólfur segir m.a. að í fyrr-
nefndu samtali ritstjórans og blaða-
mannsins hafi nafn sitt borið á góma.
„Af því samtali má draga þá álykt-
un að ég hafi haft afskipti af og kom-
ið í veg fyrir birtingu blaðsins á þess-
ari frétt. Þetta er fjarstæða. Ég vissi
ekkert um þessa frétt, – ég hafði
engra hagsmuna að gæta þar sem
samstarfi okkar Sigurjóns Árnason-
ar lauk við yfirtöku ríkisins á Lands-
bankanum mánuði áður og þar fyrir
utan var ég ekki í neinni aðstöðu til
að hafa áhrif á skrif blaðsins. Ætli
ritstjóri DV að halda því til streitu að
ég hafi reynt að hafa áhrif á skrif
blaðsins um ráðgjafastörf Sigurjóns
Árnasonar verður hann að sanna mál
sitt,“ segir Björgólfur. Þá víkur hann
að ritstjórnarstefnu DV og segir:
„Annars vekur það athygli mína
en kemur í raun ekki á óvart að rit-
stjórinn, Reynir Traustason, segir í
þessu samtali að ég sé „djöfull“ og að
„við munum taka hann niður“. Þá er
ekki annað að skilja en þetta hafi
verið stefna blaðsins um allnokkurt
skeið því ritstjórinn segir jafnframt:
„En við höfum pönkast á honum (sic:
Björgólfi Guðmundssyni) í hið óend-
anlega.“ Ritstjórinn hlýtur við fyrsta
tækifæri að skýra þessa ritstjórnar-
stefnu blaðsins fyrir lesendum sín-
um og þá upplýsa jafnframt hvort
það séu fleiri djöflar sem þurfi að
taka niður og blaðið pönkist á.“
Bankinn hafði engin afskipti
Landsbankinn (NBI hf.) segir í yf-
irlýsingu sinni að það sé ekki rétt að
bankinn hafi hlutast til um frétta-
flutning DV með kröfu um að birting
fréttar um Sigurjón Þ. Árnason,
fyrrverandi bankastjóra gamla
Landsbankans, yrði stöðvuð. Í yfir-
lýsingunni er vitnað í Elínu Sigfús-
dóttur bankastjóra sem segir:
„Hvorki fyrrverandi stjórnendur
né stærstu hluthafar gamla Lands-
bankans hafa á nokkurn hátt hlutast
til um málefni nýja bankans.“
Neita öllum afskipt-
um af frétt DV
Bæði Björgólfur og Landsbankinn hafna orðum ritstjóra DV
Elín
Sigfúsdóttir
Björgólfur
Guðmundsson
E R N A
sími 552 0775
Mokkakápur
Mokkajakkar
Krókhálsi 3 569 1900Sv
un
tu
ro
g
di
sk
am
ot
tu
r
Leður-
svunturnar
vinsælu
• svartar
• brúnar
• rauðar
Verð kr. 9.900
Diskamottur
úr leðri
• svartar
• dökkbrúnar
Verð kr. 2.100
PO
RT
hö
nn
un
Opið kl. 8:30-16:30 mán.-fös.
Feim-Lene Bjerre • Bæjarlind 6 • Kóp.
Sími 534 7470 • Vefverslun www.feim.is
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-16.
Baðmottur
og handklæði
Opnunartímar
17. des. miðvikudag kl. 10–18
18. des. fimmtudag kl. 10–19
19. des. föstudag kl. 10–19
20. des. laugardag kl. 10–18
21. des. sunnudag kl. 13–17
22. des. mánudag kl. 10–19
23. des. þriðjudag kl. 10–22
24. des. miðvikudag kl. 10–12
REYNIR Traustason, ritstjóri DV,
sagði í samtali við Jón Bjarka
Magnússon, þá blaðamann á DV,
að því hefði verið hótað að stöðva
prentun blaðsins. Í hljóðritun sem
Jón Bjarki gerði og var leikin í
Kastljósi í fyrrakvöld sagði Reyn-
ir, samkvæmt eftirriti af samtal-
inu: „… ég meina þetta er þannig
land að það var hótað að loka,
það var hótað að stöðva prentun
DV.“
DV er prentað í Landsprenti,
prentsmiðju í eigu Árvakurs hf.
Guðbrandur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Landsprents, segir
að Landsprent hafi ekki beitt hót-
unum um að hætta að prenta DV,
né heldur orðið fyrir utanaðkom-
andi þrýstingi um að gera það.
„En það er réttast að fram-
kvæmdastjóri Birtíngs svari þess-
um ásökunum. Ég tel ekki við
hæfi að upplýsa um stöðu ein-
stakra viðskiptavina í fjöl-
miðlum,“ sagði Guðbrandur.
Elín G. Ragnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Birtíngs útgáfu-
félags, sem m.a. gefur út DV,
kvaðst ekki geta brotið við-
skiptatrúnað varðandi viðskiptin
við Landsprent.
Samstarfið er gott
„En við höfum átt í góðu sam-
starfi við Guðbrand [fram-
kvæmdastjóra Landsprents] og
Landsprent og Árvakur. Auðvitað
höfum við tekist á, prúttað um
verð og annað, en almennt og yf-
irleitt ber ég þeim vel söguna,“
sagði Elín.
Kannast ekki við
hótanir gagnvart DV
Röng
netslóð
Í viðtali við Björk Guðmundsdóttur í
sunnudagsblaðinu 14. desember um
átaksverkefni hennar og Vigdísar
Finnbogadóttur á bls. 65 var skakkt
höfð eftir henni netslóð. Í blaðinu
stóð að hún hefði sagt nattura.is en
hið rétta er að hún sagði natt-
ura.info.
LEIÐRÉTT