Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008 ✝ Trausti Gunnarsson fæddist áBergskála í Skefilstaðahreppi í Skagafirði 21. júní 1938. Hans hef- ur verið saknað á Skáldabúðaheiði frá 29. nóvember síðast- liðnum. Trausti er sonur hjónanna Gunnars Einarssonar bónda og kennara, f. 18. október 1901, d. 30. apríl 1959, og Halldóru Reykdal húsmóður, f. 5. nóv- ember 1916, d. 19. júlí 1998. Trausti átti þrjú hálfsystkini samfeðra sem öll eru látin. Þau hétu Fjóla, Ragna og Jóhann. Einnig á hann fimm alsystkini: Hróðný, f. 11. maí 1936, d. 1. maí 2008, Gunnar, f. 24. janúar 1944, hann lést fimm vikna gamall, Gunnar, f. 28. apríl 1945, drukknaði í Þorlákshöfn 1964, Sigríður Áslaug, f. 20. mars 1948, og Einar Már, f. 19. desem- ber 1951. Árið 1965 kvæntist Trausti Guð- rúnu Magneu Karlsdóttur, f. 9. júní 1944. Þau eignuðust tvö börn: 1) Gunnar, f. 1. apríl 1965, kvænt- ur Hélène Fouquet, f. 22. sept- ember 1969. Börn þeirra eru Sara, f. 22. janúar 2006, og Alexander, lærði hjá föður sínum sem stund- aði kennslu meðfram búskap yfir vetrartímann og lauk barna- skólanámi með prýðis vitnisburði. Faðir hans lést úr krabbameini 1959 og skömmu síðar réð Trausti sig á togarann Harðbak frá Akureyri og var þar háseti í þrjú ár. Á Akureyri kynntist hann tilvonandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Karlsdóttur, og flytja þau árið 1963 til Þorlákshafnar en þangað hafði móðir Trausta flutt eftir fráfall eiginmanns síns. Í Þorlákshöfn byggðu þau sér hús og stundaði Trausti sjó- mennsku. Trausti og Guðrún gift- ust 1965 og kaus þá Trausti að vinna heldur í landi og fluttust þau til Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu síðan. Þar stofnaði Trausti smíðaverkstæði ásamt fé- laga sínum sem var lærður tré- smiður. Áríð 1971, þegar Trausti var 32 ára, lenti hann í alvarlegu bíl- slysi, með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði. Hann var frá vinnu í eitt ár og varð síðan að taka upp léttari vinnu. Fyrst vann hann stuttan tíma á Alþýðublaðinu en hóf störf 1973 við Þjóðleikhúsið sem dyravörður við leikaradyr. Vann hann þar í 29 ár, eða allt fram til ársins 2002 er hann lét af störfum. Minningarathöfn um Trausta verður haldin í dag í Háteigs- kirkju og hefst hún klukkan 15. f. 19. febrúar 2007. 2) Anna Her- borg, f. 15. mars 1967, gift Ófeigi Inga Gylfasyni, f. 5. janúar 1970. Þau eiga einn son, Gunnar Inga, f. 17. apríl 1998. Fyrir átti Trausti eina dóttur, Hall- dóru, f. 18. desember 1963. Móðir hennar er Guðlaug Birg- isdóttir, f. 27. nóv- ember 1945. Hall- dóra er gift Friðþóri Jakobssyni, f. 21. september 1960. Þau eiga tvö börn: 1) Fanney, f. 6. janúar 1984, gift Halldóri Atla Björnsyni, f. 18. maí 1979. Þau eiga tvö börn, Ísak Frey, f. 15. júní 2004, og Hörpu Karen, f. 5. september 2007. 2) Jakob, f. 6. nóvember 1993. Trausti Gunnarson ólst upp hjá foreldrum sínum á Bergskála í Skagafirði. Hann tók þátt í bú- skapnum og fór ungur á rjúpna- og refaveiðar með föður sínum. Jafnframt reru þeir feðgar oft til fiskjar frá Bergskála. Trausti varð fljótt góð skytta og áhuga- samur um veiðarnar og voru rjúpna- og refaveiðarnar drjúgur hluti tekna heimilisins. Trausti Pabbi var margbrotinn og sterk- ur persónuleiki. Hann var maður sterkra andstæðna. Að einu leyt- inu til var hann náttúrubarn sem naut útiveru og hreyfingar, hvort sem það var silungsveiði við Þing- vallavatn, ganga á fjöllum í leit að rjúpu eða sund í Seltjarnarnes- lauginni. Að hinu leytinu til var hann pælari sem hugsaði mikið um dauðann, eilífðina og tilgang lífs- ins. Pabbi hafði ekki tækifæri á langri skólagöngu en var vel eðl- isgreindur og sjálfmenntaður. Hann las mikið og hafði hann sér- stakan áhuga á fagurbókmenntum, gömlum sögnum, Íslendingasögun- um og auk þess einstakt dálæti á ljóðum. Hann orti sjálfur talsvert í gegnum ævina og þá oft ljóð tengd náttúrunni. Pabbi var duglegur að miðla áhuga sínum á skáldskap og sögnum til okkar systkinanna. Bækur og bóklestur urðu því mik- ilvægur hluti af barnæsku okkar og hefur sá áhugi sem þá kviknaði haldist. Jafnframt var pabbi góður sögumaður og frásagnir af atburð- um og fólki sem hann hafði kynnst urðu hverjum manni ljóslifandi sem á hlýddu. Pabbi var viðkvæmur og hrif- næmur og sú hlið á honum birtist skýrt í ljóðum hans. Hann var næmur á börn enda varðveitti hann alltaf barnið í sér. Börn löð- uðust að honum og fundu hjá hon- um hlýju og einstakt skopskyn. Sér í lagi var dóttursonur hans, Gunnar Ingi, alltaf augasteinninn hans og naut hann þess að sýna litla manninum náttúruna sem hann sjálfur unni svo heitt. Pabbi gat verið opinn og einlægur og fólki fannst oft gott að ræða við hann um vandamál sín. Hann hafði gaman af söng og hafði ágæta söngrödd, gat verið hrókur alls fagnaðar þegar þannig lá á honum en á öðrum stundum einrænn og dulur. Pabbi var mikill fjölskyldumaður og eigum við ótal fallegar minn- ingar um ferðalög og samveru- stundir heima. Ljúfar minningar eins og þegar við sátum saman og hlustuðum á útvarpssöguna „Elsku Míó minn“ á morgnana áður en við héldum í skólann. Það mátti vart á milli sjá hvert okkar var spenn- tast, við krakkarnir eða pabbi, að heyra sögulokin. Svona var pabbi. Hann naut þess að leika við okkur börnin og tók heilshugar þátt í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Á þann hátt fékk hann áhuga á fót- bolta og varð mikill Valsari og Manchester United-maður. Síðasta sumar rættist draumur hans þegar hann fór á Old Trafford í tilefni 70 ára afmælisins og sá liðið sitt leika heimaleik. Pabbi gat verið strangur. Hann gekk alltaf úr skugga um að við kláruðum heimalærdóminn, var mjög stoltur þegar okkur gekk vel í skóla og hvatti okkur ávallt til náms. Pabbi varð fyrir þó nokkrum skakkaföllum í lífinu og varð meðal annars oft að dvelja á sjúkrahúsi vegna slysa eða alvarlegra veik- inda. Það að hann skyldi standa þetta allt af sér sýnir hversu seigl- an var mikil og lífsviljinn sterkur. Við söknum þín pabbi. Það er nokkur huggun að þú gekkst þín síðustu spor úti í náttúrunni þar sem þér leið ávallt best. Þreyttur á heimleið ég hvílist við stein. Biksvört er nóttin og blöð af grein haustveðrum strokin hrynja á fold. Andvarinn ber mér angan af mold. (Trausti Gunnarsson) Gunnar og Anna. Elsku afi. Ég á erfitt með að trúa að þú sért farinn. Þú varst alltaf svo góður við mig. Ég mun alltaf sakna þín. Við vorum svo nánir og þú kenndir mér svo margt. Eftir að þú varst farinn sá ég vísu sem þú hafðir ort um mig og þig. Lítill drengur lúrir hjá lúnum afa sínum. Og svo lokast augun blá út frá bænum mínum. Nú mun ég biðja fyrir þér, afi minn. Gunnar Ingi. Við minnumst í dag föður æsku- vinkonu okkar, Trausta Gunnars- sonar. Hugurinn hvarflar ein þrjátíu ár aftur í tímann til áranna þegar við þrömmuðum oft með Önnu Her- borgu úr Hlíðaskóla í Sundhöllina í skólasund. Þá var stundum svell- kalt eins og núna. Enn oftar geng- um við saman í Valsheimilið með leikfimidót í poka. Skemmtilegast var boðhlaup, Anna svona eld- snögg, næstum eins og hún var klár. Enda átti hún kyn til, pabbi hennar var vel lesinn, líklega vits- munamaður af gamla skólanum. Þetta fundum við litlar stelpur og rifjum upp löngu seinna, því að minningar um fjölskyldu hans og heimili hafa ekki gleymst. Í Eski- hlíðina vorum við vinkonur Önnu og bekkjarsystur ávallt velkomnar. Við fengum gjarna kex og djús hjá Guðrúnu konu Trausta og mömmu Önnu og Gunnars. Hún vann við að gæta barna heima, hæglát og væn. Svo fórum við að spjalla inni í Önnu herbergi eða hlusta á rokk- arana í Queen með Gunnari og segja mismikla speki. Hann var eins og Anna góður námsmaður og Trausti var stoltur af börnunum sínum. Kröfuharður kannski, en það mátti líka. Hann var þeim afar góður og við vitum að sú góðsemi entist og efldist. Þegar við sátum stelpurnar lengi dags í Eskihlíð, stundum en bara stundum að skrifa ritgerðir saman eða læra heima, kom Trausti heim úr Þjóð- leikhúsinu þar sem hann starfaði. Hann spurði hvað við værum að bralla, lét sig það varða hvað við skotturnar værum að hugsa og lagði sitt til málanna. Íhugull, svo okkur gat þótt hann þungbúinn, en óneitanlega orðheppinn þegar hann vildi. Trausti unni landinu og nátt- úrunni, hann hafði dálæti á ljóðum, las þau og sitthvað fleira í þaula og orti sjálfur. Við vinkonurnar vott- um fjölskyldu Trausta innilega samúð og biðjum minningu hans blessunar. Sigríður K. Andrésdóttir, Þórunn Þórsdóttir. Félagi minn og vinur er farinn. Það liðu ekki margir dagar eftir að Trausti hóf störf við Þjóðleikhúsið að það small saman með okkur og upphófst vinátta sem hélst alla tíð þótt samskiptin hafi ekki verið mikil hin síðari árin, en ekki fór þó milli mála hvern hug við bárum hvor til annars þegar við hittumst. Það var sameiginlegur áhugi okkar á skák sem varð fyrst til þess að tengja okkur saman. Í leikhúsi er oft stund milli stríða og þær stund- ir nýttum við Trausti gjarnan til að tefla saman, bæði hraðskákir og lengri skákir sem oft fóru í bið og var svo haldið áfram síðar þegar stund gafst. Taflmennska okkar vakti tíðum mikla athygli og safn- aðist þá fólk í kringum okkur til að fylgjast með, enda urðu margar okkar skákir spennandi bæði fyrir okkur og þá sem á horfðu. Trausti varð fyrir alvarlegu slysi á árum áður og þegar hann hafði náð sér eftir það var þó ljóst að hann gæti ekki haldið áfram bú- skapnum í Skagafirðinum og réð hann sig þá í starf dyravarðar við Þjóðleikhúsið. Trausti var afar lif- andi maður, kvikur í hreyfingum og snar í snúningum, kjarnyrtur og talaði afbragðsgóða íslensku. Hann var fljótur að kynnast öllu fólkinu og staðháttum í leikhúsinu, og manni fannst hann alltaf vita allt sem máli skipti og aldrei stóð á því að hann ætti svör við þeim spurningum sem fyrir hann voru lagðar. Hann fylgdist vel með Trausti Gunnarsson ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar og ömmu, HELGU Þ. ÁRNADÓTTUR frá Burstafelli, Vestmanneyjum, Dvalarheimilinu Höfða Akranesi Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dvalarheimilinu Höfða og Sjúkrahúsi Akraness. Árnný Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Edmund Bellersen, Oddfríður Jóna Guðjónsdóttir, Ágúst P. Óskarsson, Emil Þór Guðjónsson, Stella S. Sigurðardóttir, Guðm. Helgi Guðjónsson, Inga Dóra Þorsteinsdóttir, Ásbjörn Guðjónsson, Guðrún V. Friðriksdóttir, Elín Ebba Guðjónsdóttir, Kristján Albertsson, Lárus Jóhann Guðjónsson, Margrét Ósk Ragnarsdóttir og ömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, GUÐRÚN ANDERSEN, Seyðisfirði, andaðist mánudaginn 15. desember. Hún verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 20. desember kl 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ágúst Heiðar Borgþórsson, Hrafnhildur Borgþórsdóttir, Aðalheiður Borþórsdóttir, Vilborg Borgþórsdóttir, Lilja Finnbogadóttir, Vera Kapitóla Finnbogadóttir, Þorbjörg Finnbogadóttir. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ANNA TRYGGVADÓTTIR, Hamraborg 32, Kópavog,i lést á Hrafnistu Vífilsstöðum mánudaginn 15. desember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánu- daginn 29. desember kl. 13:00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti líknarstofnanir njóta þess. Tryggvi M. Þórðarson, Selma Þórðardóttir, Agnes Þöll Tryggvadóttir, Hjalti Lýðsson, Þórður M. Tryggvason, Egill Andri Tryggvason. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, sonur og bróðir, WOLFGANG STROSS, andaðist mánudaginn 15. desember á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Hann verður jarðsunginn í sálumessu í Kristskirkju, Landakoti mánudaginn 22. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarsjóð Lionsklúbbsins Fjölnis (reikningur 0111-15-374193, kt. 570177-0529) eða aðrar líknarstofnanir. Ásdís Stross Þorsteinsdóttir, Sigríður Roloff, Þorsteinn, Rósa og Stella, Þórdís Stross, Þorsteinn Þorsteinsson, Úlfhildur og Þórður, Karen Stross, Hafsteinn Ólafssson, Marteinn, Ásdís Hafsteinsdóttir, Stian Ringsröd og Elias, Bryndís Gauteplass, Richard Gauteplass, Ruth Brandi-Stross, Sigrid Stross, Helga Eshelby og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ADOLF ÓSKARSSON pípulagningameistari, Hrafnistu Hafnarfirði, andaðist á gjörgæsludeild Landspítlans Fossvogi mánudaginn 15. desember. Útförin auglýst síðar. Ásta Vigfúsdóttir, Hörður Adolfsson, Nanna M. Guðmundsdóttir, Erla Adolfsdóttir, Jóhann Pétur Andersen, Hilmar Adolfsson, Ólöf S. Sigurðardóttir, Adolf Adolfsson, Júlía Henningsdóttir, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.