Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
✝ Elín SteinunnÁrnadóttir fædd-
ist á Hofstöðum í Staf-
holtstungum 31. des-
ember 1917. Hún lést
á Hjúkrunarheimilinu
Sólvangi 6. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Árni Þorsteinsson frá
Örnólfsdal í Þver-
árhlíð, bóndi og síðar
verslunarmaður í
Reykjavík, f. 5. 9.
1889, d. 16.8. 1974 og
Hallfríður Ólafsdóttir
húsmóðir frá Skógskoti í Miðdölum
Dalasýslu, f. 6.4. 1887, d. 25.8. 1968.
Auk Elínar eignuðust þau þrjá syni,
þeir voru Þorsteinn, f. 10.9. 1915, d.
30.11. 1916, Skarphéðinn, f. 22.9.
1919, d. 18.7. 1988, og Þorsteinn
Ólafur, f. 1.9. 1922, d. 9.9. 1973.
Elín giftist 27.5. 1944 Jónasi Hall-
grímssyni vélvirkja frá Patreksfirði,
f. 26.12. 1908, d. 13.8. 1996. Börnin
urðu sjö: Árni Bertel, f. 27.5. 1937, d.
29.12. 1938, Magnús, f. 20.1. 1944,
kvæntur Sigurbjörgu Sigurð-
ardóttur, börn þeirra eru Magnús
Logi og Anna Eygló. Arngrímur, f.
24.2. 1945, d. 27.11. 1999, kvæntur
Önnu Maríu Óladóttur, þau skildu.
Börn þeirra eru Stefán Jóhann, Árni
fjölskyldu sinni að Tandraseli í
Borgarfirði. Þegar Elín var um 10
ára gömul fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur. Bjó hún fyrst á Vest-
urgötu og síðan á Öldugötu. Elín
og Jónas hófu búskap á Akri,
Bræðraborgarstíg 25. Þau reistu
sér síðar hús að Skeiðarvogi 149 og
fluttu þangað í júní árið 1953 og
bjó hún þar alla tíð þar til hún flutti
í Sóltún í desember 2004. For-
eldrar Elínar fluttu með fjölskyld-
unni í Skeiðarvoginn og bjuggu
þar með þeim til dauðadags. Elín
hlaut sína barna- og unglinga-
skólamenntun í Miðbæjarbarna-
skólanum. Hún vann við sauma-
störf í Sjóklæðagerðinni þar til hún
giftist. Eftir það helgaði hún líf sitt
fjölskyldunni. Á heimili þeirra
hjóna ríkti einstök gestrisni, voru
allir aufúsugestir og oft margt um
manninn.
Elín var mjög tónelsk, vel lesin
og fjölfróð og sama hvert málefnið
var þá kom maður sjaldan að tóm-
um kofunum. Meðan sjónin entist
fór hún t.a.m. aldrei að sofa á
kvöldin fyrr en hún hafði lesið í
bók. Í eldhúsinu hafði hún ávallt
landakort við höndina og ef hún
heyrði í fréttum af stöðum í heim-
inum sem hún þekkti ekki fletti
hún þeim upp. Segja má að hún
hafi ferðast um allan heim úr eld-
húsinu sínu. Síðustu fjögur árin
átti Elín heimili sitt á hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni.
Útför Elínar fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Hrannar, Margrét og
Jónas Haukur. Sonur
Arngríms með Finn-
borgu Bettý Gísla-
dóttur er Tómas.
Guðrún Björk, f. 26.2.
1947, dóttir hennar
með Atla Rafni Krist-
inssyni er Elín Birna
Bjarkar. Halldór, f.
28.3. 1948, kvæntur
Sólrúnu Ó. Sig-
uroddsdóttur. Börn
Halldórs af fyrra
hjónabandi með Erlu
Friðriksdóttur eru
Jónas, Hlynur og Berglind Huld.
Synir Sólrúnar eru Haukur,
Tryggvi og Jónas Oddur. Hall-
fríður, f. 15.5. 1952, gift Þórði
Björnssyni, sonur þeirra er Tómas
Auðunn, börn Hallfríðar af fyrra
hjónabandi með Eiríki Þorlákssyni
eru Elvar Daði og Steinunn Anna.
Auk Tómasar eru börn Þórðar,
Sölvi, Björn Lúðvík, Steinunn Lilja
og Heiðdís Anna. Árdís, f. 24.8.
1953, gift Hirti Sandholt, börn
þeirra eru Anna Lísa, Fríða Björk,
Jón Steinar og Hjördís Lind. Af-
komendur Elínar og Jónasar eru í
dag fimmtíu talsins.
Elín fæddist að Hofstöðum Staf-
holtstungum en fluttist ung með
Látin er í Reykjavík tengdamóð-
ir mín Elín S. Árnadóttir.
Mig langar að minnast hennar í
nokkrum orðum og kveðja þessa
merkiskonu.
Elín var ein þessara hvunndags-
hetja, sem unnu sín verk í hljóði og
sinntu þeim af trúmennsku. Hún
setti alltaf aðra í fyrsta sæti og lét
hagsmuni annarra og vellíðan sitja
í fyrirrúmi.
Ég var ungur að árum þegar ég
kynntist eiginkonu minni, Árdísi.
Við fórum að draga okkur saman
og ég varð fljótlega fastagestur á
heimilinu í Skeiðarvoginum og
sýndi hún mér alla tíð hlýhug og
vinsemd.
Elín var góðhjörtuð kona, sem
öllum vildi gott. Hún var vinamörg
og margir komu til hennar í heim-
sókn eða hringdu í hana.
Frændrækin var Elín með af-
brigðum hún var aldrei glaðari en
þegar fullt var af fólki í kring um
hana. Þannig vildi til, að Jónas átti
afmæli á annan í jólum og þá var
alltaf mikil veisla haldin í Skeið-
arvoginum.
Elín þurfti að ganga í gegnum
erfiðan sjúkdóm, þar sem gigt er
annars vegar. Gigtin lék Ellu illa
og þurfti hún að gangast undir
margar skurðaðgerðir sem léttu
henni aðeins verki og þjáningu.
Sama var hversu veik af gigtinni
hún var, alltaf gekk hún í verkin
sín.
Elín var vel lesin og hafði víð-
tæka þekkingu á mörgum hlutum,
en þá þekkingu hafði hún aflað sér
við lestur bóka hvenær sem tími
gafst til. Þegar mest var að gera á
heimilinu, nýtti hún næturstundir
til að lesa, og lét hún það ekki
koma niður á fótaferð morguninn
eftir, heldur var hún komin á fætur
fyrst allra á heimilinu.
Nokkru áður en ég kynntist Ár-
dísi hafði ég kynnst bróður hennar
Arngrími, sem réðst að Írafossstöð
sem vélstjóri, en þar bjó ég í for-
eldrahúsum. Hann er nú látinn
langt um aldur fram. Slíkur ágæt-
ismaður var hann að tekið var eft-
ir. Eftir á að hyggja, má gjörla sjá
hvernig mannkostagenin hafa flust
yfir frá þeim hjónum Elínu og Jón-
asi til barna þeirra, en þau voru
sex sem lifðu til fullorðinsára.
Er þetta allt hið besta fólk.
Síðustu fjögur árin bjó Elín á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni, þar
sem hún naut frábærrar umönn-
unar alls starfsfólks. Auðheyrt var
á henni, hve henni þótti vænt um
allt starfsfólkið og hvað hún var
þakklát fyrir þá góðu aðhlynningu
sem hún fékk í Sóltúni.
Vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar
þakka öllu starfsfólkinu fyrir frá-
bæra umönnun, hlýhug og vinskap
sem það sýndi jafnt Elínu sem að-
standendum hennar.
Ég á Elínu mikið að þakka og
efast ég um að ég búi yfir þeim
orðaauði sem þarf til að lýsa þakk-
læti mínu og virðingu fyrir þessari
stórkostlegu konu, sem aldrei vildi
neinum neitt nema allt hið besta,
og gerði sér far um að virða alla á
þeirra forsendum og lét sér þykja
vænt um alla jafnt.
Gengin er góð manneskja, sem
margir minnast með söknuði.
Blessuð sé minning Elínar Árna-
dóttur.
Hún hefur nú fengið hvíldina frá
hinu daglega amstri okkar mann-
anna eftir langa og innihaldsríka
ævi.
Ég veit, að á móti henni taka
ástvinir hennar og bera hana á
gullstól inn í himnana sem geta
ekki annað en boðið jafngóðar sálir
og Elín var velkomnar.
Hvíli hún í friði og ljósi Guðs.
Hjörtur Sandholt.
Elsku besta amma mín.
Nú er komið að kveðjustund og
þínu langa og farsæla ævihlaupi
lokið. Þú kvaddir okkur í miðri að-
ventunni í desember sem svo sann-
arlega var mánuðurinn ykkar afa,
þú fædd á gamlársdag og afi á öðr-
um degi jóla. En tími þinn var
kominn og ég veit að þér líður vel
á þeim stað sem þú ert á í dag.
Þú varst svo mörgum hæfileik-
um gædd, umburðarlyndið þitt var
ótrúlegt, nærveran þín var einstök,
allir áttu jafnan stað í hjarta þínu,
þú fórst aldrei í manngreinarálit.
Þitt heimili var heimili allra og frá-
bær húmor og glaðleiki einkenndi
allt þitt fas. Allar frábæru minn-
ingarnar úr Skeiðarvoginum, þar
sem var alltaf glatt á hjalla. Þar
spiluðum við, þar bakaðir þú alls
konar kræsingar og hélst ótrúlegt
heimili fyrir okkur öll. Við barna-
börnin vorum öll þarna eins og
heimalningar. Oft hef ég hugsað til
þess hvernig í veröldinni þið afi
gátuð byggt svona glæsilegt hús á
þessum árum þegar tíðin var önn-
ur. En þið byggðuð þarna athvarf
(ættarheimili) okkar og á húsið
djúpan stað í hjarta mínu.
Þinni jarðvist er lokið, þú færð
loks að hvíla lúin bein, ég veit að
það verður tekið vel á móti þér á
betri stað, allir þeir ættingjar og
vinir sem þú áttir og hafa fylgt þér
taka þér opnum örmum, enda voru
allir vinir þínir. Ég verð ævinlega
stoltur af að hafa átt þig sem
ömmu og á þér margt að þakka,
svo heilsteypt og ótrúleg amma
sem þú varst. Ég verð ævinlega
þakklátur fyrir þá leiðsögn sem þú
hefur veitt mér og vonandi get ég
komið þeim gildum áfram til af-
komenda minna. Ég var lánsamur
að verða samferðamaður þinn og
er sannfærður um að við munum
hittast á ný og ég mun leggja mig
allan fram um að varðveita þau
gildi og þá hegðun sem þú kenndir
mér.
Guð blessi þig elsku amma mín,
takk fyrir allt.
Hlynur.
Elsku amma mín.
Ferðinni þinni hér er lokið.
Þú ert farin áfram og komin til
afa.
Ég vil minnast þín, elsku amma,
með nokkrum orðum.
Því ég get því miður ekki fylgt
þér síðasta spölinn.
En þegar ég sit hér fyrir framan
tölvuna og ætla að skrifa finn ég að
orðin eru ekki nógu sterk til að
lýsa því hvernig persóna þú varst
og hvað mér þótti vænt um þig og
hvað það var yndislegt að hafa þig
í lífi mínu.
Ég á þér svo mikið að þakka.
Margar stundir sem ég aldrei
get gleymt og aldrei get þakkað
nóg fyrir.
Þakklæti mitt er óendanlegt.
Skeiðó, besti staðurinn á jörð-
inni. Þú og afi, sem gáfuð mèr ör-
yggi. Stundirnar okkar saman. Í
eldhúsinu, í garðinum og göngu-
ferðirnar út í Kron. Þú varst sú
sterkasta. Ég vissi það. En ég var
samt alltaf svo hrædd um að missa
þig.
Ég man þegar við gengum
stundum saman út í búð. Einu
sinni man ég að það var vetur og
hálka. Ég var svo hrædd um að þú
myndir detta. Og þess vegna hljóp
ég aðeins á undan og passaði uppá
að finna alla hálkulausu blettina í
malbikinu.
„Amma! Hèr er autt! Labbaðu
hér!! Og á sumrin skoðaði ég
skuggann okkar þegar við gengum
saman.
Stundum stoppuðum við í blóma-
búðinni og skoðuðum blómin. Það
var alltaf tekið vel á móti þér all-
staðar. Enda varst þú svo kurteis
og virðuleg í framkomu. Alltaf svo
yndisleg við alla. Gerðir aldrei upp
á milli, Ég man hvað ég var stolt
yfir að þú varst amma mín.
Á sunnudögum var oft lamb-
asteik, og sunnudags-eftirréttur.
Maturinn þinn. Heimsins besti.
Það var alltaf nógu að gera hjá
þér. Þú vildir alltaf hafa eitthvað
fyrir stafni.
Amma mín. Takk fyrir að kenna
mér að meta smáhlutina í hvers-
dagsleikanum.
Að kenna mér að lifa lífinu frá
þínu sjónarhorni. Að sýna mér það
fallega í lífinu. Ást þína og stolt yf-
ir því að vera ríkasta kona í heimi.
Þú áttir okkur. Það var allt sem
þú þurftir.
Elsku amma í Skeiðó...
Takk fyrir allt. Hjartað mitt
geymir allt frá þér.
Alltaf.
Anna Lísa Sandholt, Noregi.
Elín tengdamóðir mín er látin.
Góð kona gengin. Frá því ég hitti
hana fyrst hefur mér liðið vel í ná-
vist hennar. Hún laðaði fólk að sér
og umvafði alla í kring um sig og
veitti þeim kærleik, kærleik sem
var óþrjótandi. Hún var þunga-
miðja fjölskyldunnar. Allir, ungir
sem aldnir, áttu leið í Skeiðarvog-
inn og hún naut þess að fá alla til
sín.
Í Sóltúni naut hún frábærar um-
hyggju starfsfólks og varla leið
dagur án þess að einhverjir úr fjöl-
skyldinni litu til hennar. Það var
henni mikils virði og lét hún það
óspart í ljós.
Að leiðarlokum þakka ég Ellu
samfylgdina. Ég er ríkari af að
hafa þekkt hana.
Sólrún.
Elsku amma.
Hvernig er hrein og fölskvalaus
ást? Kann ekki orðin, en í minni al-
fræðiorðabók stendur Amma Ella.
Hvernig lýsir maður í orðum til-
finningum sem lýsa dýpsta kærleik
og væntumþykju? Ég veit það
ekki, en þannig er mér innanbrjóst
gagnvart þér amma mín.
Amma, á síðustu stundum okkar
sagði ég þér að ég ætlaði í mínu lífi
að reyna að bera þína visku, þína
ást og þitt ljós áfram í mínu lífi.
Það er ærið lífsverk í sjálfu sér, en
ávöxturinn er ríkulegur eins og þú,
amma mín, sýndir í verki. Elsku
amma, margt í tilveru minni og
mínu lífi á ég þér að þakka. Hjarta
þitt er stórt, flestum þeim sem þér
hafa kynnst, finnst þeir eiga stóran
hluta af því, einir. Þetta lýsir sál
þinni og hjartalagi, það er óend-
anlega stórt og alltaf pláss fyrir
meira. Þín lund og lífsskoðanir
innihalda allt sem fullkomin mann-
leg reisn býr yfir.
Takk fyrir amma að leyfa mér
að njóta þín og alls þessa. Ég mun
eftir minni bestu getu bera ljós
þitt áfram í mínu lífi og starfi.
Takk fyrir allt, elsku amma mín,
ég elska þig. Ég ber jafnframt
bestu kveðjur frá öllum mínum,
sem hafa fengið að njóta þín.
Hafðu það gott í þeirri för sem þú
hefur lagt upp í.
Þinn
Jónas Halldórsson.
Það er með miklum söknuði sem
ég kveð ömmu sem var alla tíð ver-
ið stór hluti af mínu lífi. Ég var
það lánsamur að fá að alast upp í
Skeiðarvogi 149, húsinu sem afi og
amma byggðu og hefur verið sam-
komustaður fjölskyldunnar alla tíð.
Þar hafa nánast öll börn og barna-
börn ömmu og afa búið til lengri
eða skemmri tíma, ásamt fleiri
ættingjum. Því eru tengsl milli
okkar frændsystkinanna og barna
ömmu og afa mjög náin. Þetta eig-
um við ömmu og afa að þakka.
Ég á margar góðar minningar
um ömmu. Ég man þegar ég var
lítill og hún var að kenna mér Fað-
irvorið. Seinna þegar ég varð eldri
kenndi hún mér vísur eftir Káin,
sem hún hafði svo gaman af. Ég
Elín Steinunn
Árnadóttir
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*% Öll minningarkort – einn vefur
www.minningarkort.is