Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008 Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóðarinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins ÉG undirrituð er 54 ára gömul og upplifi það í fyrsta sinn á ævi minni að standa ekki skil á því sem ég hef „skuldbundið mig til“. Mér þykir það vond upplifun. Svo er mál með vexti að árið 2007 ákváðum við hjón- in að festa kaup á litlu 110 fm húsi í Hafnarfirði. Sam- anlagðar eignir okkar voru þá 10 milljónir – en engar skuldir, því við erum bæði alin upp við það að standa í skilum. Foreldrar okkar beggja kenndu okkur að afla fyrst og eyða svo. Þannig hef ég lítið keypt með af- borgunum, lítið notað kreditkort og ekki tekið yf- irdráttarlán. Að standa í skilum hefur verið að- aldyggðin, greiða allt sem mér ber, og svo má nota afganginn, ef einhver er, í eitthvað skemmtilegt. Húsið kostaði 30 milljónir og okkur stóð til boða 20 milljón króna myntkörfulán sem bæði fasteignasalinn og bank- inn okkar mæltu mjög með. Okkur var reyndar sagt að við myndum ráða við miklu dýrari eign, en það vildum við ekki því við eigum samtals 6 börn og 2 barnabörn sem við viljum hjálpa eftir megni og eiga kannski náð- ugari daga í ellinni. Afborganir af láninu voru um 120 þúsund á mánuði og við gerðum að sjálfsögðu ráð fyrir að þær gætu sveiflast eitthvað með gengi krónunnar. Verðbólguspá Seðlabankans í fyrra benti ekki til ann- ars en að allt væri í stakasta lagi og yrði svo áfram. Á þetta treystum við. Til þess kjósum við ykkur. Ég hefði svo mikið viljað standa mig í því að hvetja börnin mín, tengdabörn og ekki síst barnabörnin til að standa í skilum, og þar með að halda sjálfsvirðingu sinni, en ég get það ekki lengur, því miður. Ég er nefnilega sjálf hætt að standa í skilum, eins og ég sagði í upphafi þessa bréfs. Hætt að standa í skilum, í fyrsta skipti á ævi minni. Við hjónin höfum að vel hugsuðu máli ákveðið að hætta að greiða bank- anum það sem hann rukkar okkur nú um. Ég skuld- batt mig til að borga rúmlega 100.000 á mánuði, plús eða mínus einhverja tugi þúsunda. Staða okkar núna er hins vegar allt önnur. Fyrir nóvembermánuð vorum við rukkuð um hvorki meira né minna en 340.000 (þrjú hundruð og fjörutíu þúsund krónur). Á sama tíma hafa launin okkar hækkað um 3%. Mér sýnist líka 20 millj- ón króna lánið sem við tókum í fyrra vera skráð núna á um 40 milljónir króna. Ég var svo sem eins og flestallur almenningur á Ís- landi búin að ákveða með sjálfri mér fyrir þó nokkrum mánuðum síðan að þær stjarnfræðilegu upphæðir sem menn virtust vera að höndla með gætu ekki endað vel. Þessi bréf voru greinilega í fyrirtækjum og einhvers konar pappírum öðrum sem hlutu að fara illa á end- anum. En að þeir tækju mig og alla hina samlanda mína með sér í fallinu – það hafði ég ekki haft hug- myndaflug í. Það sem mér þykir svo einkennilegt núna, er að þetta hrun/fall bankanna og þar með ábyrgðaraðilans, ríkisins, skyldi koma ykkur öllum ráðamönnum/konum svona á óvart. Það er eins og þið hafið ekki vitað fyrir hvað þið höfðuð skuldbundið ykk- ur og um leið alla íslensku þjóðina. Allri ríkistjórninni sem ég hafði kosið til að bera ábyrgð á þessu fyrir mig kom þetta á óvart. Höfðuð þið ekki samið lögin sem bankarnir unnu eftir? Þið selduð bankana á sínum tíma, var það ekki úthugsað hvernig nýir eigendur myndu fara með sín nýju fyrirtæki? En enginn segist bera ábyrgð, það biðst enginn einu sinni afsökunar á þessari stöðu sem við erum í. Hvers vegna ekki? Þessu er öllu stjórnað af fólki, þetta eru ekki náttúruhamfar- ir. En þar sem ég vil ennþá vera heiðarleg og líka standa í skilum með það sem ég hef skuldbundið mig til hef ég enn eina spurningu fyrir ykkur, þar sem lán- ið er enn á nöfnum okkar hjóna. Hvert á ég að áfram- senda þessa rukkun? Ég vil nefnilega síður að litlu ömmustelpurnar mínar, sem í dag eru 5 og 6 ára, þurfi að greiða þessar skuldir sem hér um ræðir og eru ennþá á mínu nafni. Mér skilst á fjölmiðlaumræðunni að nóg sé nú samt búið að skuldbinda þær litlu stúlkur nú þegar af ykkur, yfirmönnum þessa lands. Þetta er bara ekki einleikið hvernig ég og mín ætt höfum látið fara með okkur. Við þetta heilsuhrausta fólk, sem alla tíð höfum skilað okkar til samfélagsins, sem verkafólk, sjómenn og kennarar og alltaf staðið í skilum. Þetta með að fara vel með og eyða ekki um efni fram – það hefur greinilega eitthvað misskilist í minni fjölskyldu. Finnst ykkur það ekki líka? Nú þegar ég er hætt að greiða af myntkörfuláninu reikna ég með að litla draumahúsið okkar verði tekið af okkur. Er það ekki það sem gerist ef maður stendur ekki í skilum? Ég veit það ekki, því ég hef aldrei skuldað neinum neitt áður. Þá ætla ég bara að segja ykkur að lokum að ég ætla að taka með mér jólaser- íuna sem er utan á húsinu og líka engilinn sem stendur í glugganum, það á ég hvort tveggja skuldlaust. Með von um svör við þessum spurningum mínum því ég veit að allur þorri almennings/kjósenda á Íslandi er í svipuðum sporum og myndi því líka lesa svör ykkar. Bestu kveðjur. P.s. Mig langar líka til að segja ykkur, þó svo mér þyki það leitt, að ég hvet börnin mín ekki lengur til að búa og byggja sína framtíð á Íslandi. Lítið bréf til ráðherra María Kristjánsdóttir, Hafnarfirði. Í SJÓNVARPSFRÉTTUM RÚV um kvöldið 11.12. ræddi Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, um samningaumleitanir 33 sjávarútvegsfyrirtækja við Lands- banka Íslands, skilanefnd vænt- anlega, um niðurfellingu á hluta skulda umræddra fyrirtækja. – Svo virtist, sem um væri að ræða ein- hvers konar framvirka útreikninga á gengi (og þá væntanlegum afla í náinni framtíð) og veiðum og þá væntanlega tekjum fyrirtækjanna, eða borgunargetu. – Hér væri þá um að ræða tilraunir til að festa að einhverju marki í sessi núverandi kvótahlutdeild hverrar útgerðar til framtíðar um einhver ár. Með öðr- um orðum, að núverandi skuldir út- gerðanna við Landsbankann greið- ist á einhvern hátt með hliðsjón af væntanlegum afla, sem væri háður núverandi aflamarkshlutdeild fyr- irtækjanna og framhaldi þar á. Það er á allra vitorði að hávær- ar kröfur eru nú um land allt um breytingar á fisk- veiðistjórnuninni. Þess vegna leyfir ritari sér að bera fram spurningar til Fjármálaeft- irlitsins varðandi ofangreind atriði. Hefur skilanefnd Landsbanka Ís- lands heimild til að semja nú um greiðslur skulda, eða niðurfellingu á einhverjum hluta þeirra, við bankann á þann veg, að framreikn- ingar á aflaverðmæti útgerðanna séu teknar inn í útreikninga á greiðslum eða greiðslugetu? Ef svo er þá er verið að taka með í útreikninga niðurstöður í miklum pólitískum deilum í land- inu. Er Fjármálaeftirlitinu þetta ljóst og er einhver hætta á að svo sé? Getur einnig verið um að ræða hliðstæð mál í hinum ríkisbönk- unum tveimur? Ritari óskar eftir því að svör birtist opinberlega í Morgunblaðinu eða öðrum sambærilegum frétta- miðli á landsvísu. Virðingarfyllst. Fyrirspurn til Fjármálaeftirlitsins Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur. HVERSU lengi á að halda upplýsingum um Sjóð 1 leyndum fyrir almenn- ingi? Þetta er spurning sem brennur svo mjög á við- skipta-vinum eða -óvinum bank- ans. Er það kannski ætlunin að halda honum í frysti jafnlengi og langreyðarkjötinu í Japan, sem frægt er orðið. Þessi dráttur á upplýsingum er með öllu óafsak- anlegur og bankastjórninni til há- borinnar skammar. Haft er eftir fjölmiðlum að eign- arhlutur nýskipaðs bankastjóra Nýja Glitnis, Birnu Einarsdóttur, hafi hvergi verið á skrá hjá gamla Glitni og af þeim sökum hafi FME alveg þótt óþarfi að gera veður út af svona smámunum (180 millj- ónum). Þetta var bara smávægileg vanrækslusynd af hálfu starfs- manna Gamla Glitnis. Enginn blettur fellur því lengur á blessaða bankastýruna. Hún hefur nú verið rækilega hvítþvegin af eldklárum fagmönnum FME, sem höfðu sem betur fer vit á því að nota „Fin- ish“ við það vandasama verk. Hvað með sjóð 1? Halldór Þorsteinsson skólastjóri Málaskóla Halldórs. Fréttir í tölvupósti Moggaklúbburinn er nýjung fyrir áskrifendur Morgunblaðs- ins. Félagar í Moggaklúbbnum njóta margskonar fríðinda og ávinnings. Í hverjum mánuði fá áskrifendur frábær tilboð um vörur, þjónustu og afþreyingu á mjög hagkvæmum kjör- um auk þess sem dreginn er út glæsilegur ferðavinningur. Klúbbtilboð fyrir áskrifendur 25%afsláttur af jólahlaðborði Nítjándu Aðeins 5.550 kr. á mann Fullt verð á mann er 7.400 kr. Afslátturinn gildir miðvikudagskvöld og fimmtudagskvöld fram að jólum Gildir fyrir tvo. Afsláttur gildir ekki af drykkjum. Nítjánda Smáratorg 3 201 Kópavogi Borðapantanir: 575 7500 – meira fyrir áskrifendur Moggaklúbburinn Allir skráðir áskrifendur eru félagar í Moggaklúbbnum og njóta þar með tilboða um góð kjör á ýmiss konar afþreyingu; bíómiðum, listviðburðum, bókum og hljómdiskum, auk þess sem dreginn er út glæsilegur ferðavinningur mánaðarlega.Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 F í t o n / S Í A mbl.is/moggaklubburinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.