Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
Skipholt 50c – www.salka.is
Í þessari
aðgengilegu bók
eru tarotspilin
túlkuð og sýndar
einfaldar lagnir
sem auðvelt er
að lesa úr.
Einnig eru
til falleg spil
sem henta vel
leiðbeiningunum
í bókinni.
Hvernig verður árið 2009?
FRÉTTASKÝRING
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
VAR fjárfestingarstefna peninga-
markaðssjóða Landsbankans, Glitnis
og Kaupþings í þágu viðskiptavina
eða bankanna sjálfra? Þegar rýnt er í
eignasamsetningu sjóðanna má sjá
að vægi félaga var misjafnt innan
sjóðanna. Allir sjóðir bankanna áttu í
Kaupþingi, þó í mismiklum mæli og
allir áttu hlut í Exista, helsta eiganda
Kaupþings, sem og fjárfesting-
arfélaginu Atorku. Önnur félög röt-
uðu aðeins á lista eins en stundum
tveggja sjóða bankanna þriggja og
samsetning þeirra var ólík. Fé
streymdi úr sjóðunum dögum fyrir
fall bankanna og heildarmyndin er
því brotin. Morgunblaðið skoðaði
samsetningu peningamarkaðssjóða
Kaupþings og Landsbankans við slit
á þeim en Glitnis frá júlílokum, þar
sem ekki hafa fengist nýrri upplýs-
ingar.
21% í Kaupþingi og eigendum
Sé rýnt í sjóði Kaupþings sést að
11,4% af peningamarkaðssjóðnum
lágu í skuldabréfum Kaupþings og
6,9% hans í skuldabréfum Exista,
kjölfestufjárfesti bankans. Þá hafði
sjóðurinn keypt skuldabréf af Bakka-
vör fyrir 1,1 milljarð sem nam 3,1% af
sjóðnum, en bræðurnir Lýður og
Ágúst Guðmundssynir leiddu Exista
í gegnum félagið Bakkavararbraedur
Holding og áttu 45% í félaginu í lok
nóvember. Og Exista átti tæp 40% í
Bakkavör. Í sjóðnum lágu einnig
skuldabréf í Alfesca, en fjárfesting-
arsjóður í eigu dótturfélags Kaup-
þings átti tæp 24% í því félagi sem
Ólafur Ólafsson, oft kenndur við
Samskip, leiðir með tæplega 40%
hlut. 21% af eignasafni sjóðs Kaup-
þings samanstóð því af skuldabréfum
í bankanum sjálfum og félögum
tengdum eigendunum.
41% í Landsbanka og tengdum
Í innlendum peningamarkaðssjóði
dótturfélags Landsbankans lágu
skuldabréf í bankanum sjálfum fyrir
tæpa 14,7 milljarða króna, sem nem-
ur 14,3% af eignahlutfalli sjóðsins. Þá
átti sjóðurinn skuldabréf í fjárfest-
ingarbankanum Straumi, en Samson
Global Holding í eigu Björgólfs
Thors Björgólfssonar og Björgólfs
Guðmundssonar, kjölfestufjárfesta í
Landsbankanum í gegnum eign-
arhaldsfélagið Samson, á 34% í
Straumi. Þá voru 8,4% sjóðsins bund-
in í skuldabréfum í Eimskip en þar
var Landsbankinn í Lúxemborg
skráður þriðji stærsti eigandinn og
Landsbankinn hér heima sá fjórði
hinn 27. nóvember, auk þess sem
Samson átti innan við eitt prósent í
skipafélaginu. Þá nam eignarhlutfall
sjóðsins í skuldabréfum Samson
5,2%.
Samtals átti því peningamark-
aðssjóður Landsbankans 41,1% í
bankanum og félögum sem eigendur
bankans áttu hluti í.
29-46% í Glitni og tengdum
Eignasafn í sjóðum Glitnis breytt-
ist á þeim tíma þegar þeir voru gerðir
upp. Ákveðið var að ríkisbankinn
keypti verðbréf Sjóðs 9 úr sjóðunum
fyrir uppgjör þeirra en stjórn Nýja
Glitnis bauð 70% af uppreiknuðu
markaðsvirði við fall bankanna í safn-
ið eða rétt rúma 13 milljarða króna.
Félög í meirihlutaeigu Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, sem leiðir Stoðir,
voru áberandi í sjóðunum í júní. Sé
Sjóður 1, sem skipti með skuldabréf,
skoðaður má sjá að 30. júní í ár voru
skuldabréf gefin út af Stoðum 9,9%
af sjóðnum, skuldabréf í Glitni 8,1%
og í Baugi Group 5,3%. Þá námu
skuldabréf gefin út af Landic Pro-
perty, dótturfélagi Stoða, 3,7% af
safninu og af Styrk Invest, fjárfest-
ingarfélagi í meirihlutaeigu Stoða og
Kaldbaks, 2,4%. Samtals nam því
eignarhlutfall Sjóðs 1 í skuldabréfum
frá bankanum sjálfum og félögum í
eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
29,4% í júnílok. Sjóður 9 átti 46,4%
krafna sinna á félög tengd Jóni Ás-
geiri Jóhannessyni, þar af átti sjóð-
urinn 11,6% í Glitni sjálfum. Í Sjóði
9.1 sem voru peningamarkaðsbréf í
evrum voru 38,6% skuldabréf gefin
út af félögum tengdum Jóni Ásgeiri.
Hvernig eignastaða sjóðanna
breyttist frá því í júnílok og þar til
bankinn féll hefur ekki fengist upp-
lýst en bankinn birti ítarlegt upp-
gjör, með nöfnum félaga, tvisvar á
ári fyrir fallið, einn bankanna
þriggja. Bankinn gaf hins vegar upp
að stærstur hluti Sjóðs 9 hefði verið í
innlánum banka eða 54% við fall
hans. Verðbréfasafnið hefði verið
46% af sjóðnum, þar sem 25% af
sjóðnum voru í fyrirtækjabréfum og
víxlum, 19% í öðrum skuldabréfum
og 2% í bankabréfum, þar af ekkert
skuldabréf í Glitni Banka – og því
ljóst að samsetning sjóðanna hafði
breyst töluvert frá því í júní og þar til
bankinn féll. Skoðað er innan Nýja
Glitnis hvort upplýsingarnar verða
gefnar.
Spurt er hvort samsetningin sé
óeðlileg? Fjöldi viðmælenda baðst
undan því að leggja mat á það en
Fjármálaeftirlitið er með ýmsa þætti
sem tengjast sjóðunum í skoðun, þó
ekki fjárfestingar í tengdum eða
vensluðum aðilum, því ekkert bannar
slíkt.
Fjárfestu í tengdum félögum
#
$%&
' (
)
* +,* -.'
( * -
/0
1 * -
2$.)
#
$%&3
+,* -.'
' (
)
1 * -
* 4-
( * -
2$%&
'$%&
5$6
$%&
+,* -.'
* ( * -
(
7* -
' (
)
,8# - 9
4-
' 9:
2$%&
;
; ;!
;"!
;;"!
"
""
;!
;
; ;!
""
! ;
;
!;!;
!"
!
;!
;;
;;;
;"
<
<
<
<
<
<
:)
4-
/0
1
(
7
= 8>(
+ ? /9 '-
$
1&8
;
;;
!
;
<
4-
,$
'
'-(
3
!""
(
/ '
1
+,* -.'
? / /0
?
;"
; !
;;!
;"
;;!"
"
;;
;
;
;
;;
<
<
<
<
> & > & > &
!
"# $ %
Morgunblaðið/samsett mynd
Bankarnir Ólík samsetning sjóða
bankanna, sem nú eru í ríkiseigu.
Samsetning peningamarkaðssjóðanna skýrist Félög tengd eigendunum kusu að skipta við bankana
þeirra Sjóðirnir voru ólíkir milli bankanna þriggja en allir áttu í Kaupþingi, Exista og Atorku
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
Í GÆR voru 8.935 manns á atvinnu-
leysisskrá samkvæmt tölum frá
Vinnumálastofnun. Það er um 5,4
prósenta atvinnuleysi. Skráð at-
vinnuleysi í nóvember var um 3,3
prósent en að meðaltali voru þá um
5.445 skráðir atvinnulausir. Atvinnu-
leysi jókst frá október til nóvember
um 75 prósent eða sem nemur 2.339
manns. Á sama tíma í fyrra var at-
vinnuleysi um 0,8 prósent en um
1.321 var þá skráður atvinnulaus.
Í kjölfar efnahagsþrenginga, þá
helst yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á
Glitni, Landsbankanum og Kaup-
þingi, hefur staða fyrirtækja í land-
inu versnað snögglega. Sérstaklega
á þetta við um fyrirtæki í bygging-
ariðnaði en þau hafa sagt upp starfs-
mönnum í stórum stíl að undanförnu.
Þetta á einnig við um aðrar stéttir.
Jóhanna Harpa Árnadóttir, for-
maður Verkfræðingafélags Íslands,
segir marga verkfræðinga vera
farna að horfa út fyrir landsteinana
eftir vinnu. Tugir, ef ekki hundruð,
verkfræðinga hafa fengið uppsagn-
arbréf að undanförnu. „Þau áföll sem
gengið hafa yfir íslenskt atvinnulíf
að undanförnu bitna harkalega á
verk- og tæknifræðingum. Við finn-
um svo sannarlega fyrir því. Hins
vegar segir það sína sögu um hæfni
íslenskra verk- og tæknifræðinga að
það hefur verið leitað til okkar frá
erlendum fyrirtækjum sem vilja fá
þá til starfa.“
Verkfræðingafélagið rekur hús-
næði á Engjateigi 9 með Tæknifræð-
ingafélagi Íslands og Stéttarfélagi
verkfræðinga en félagsmenn í þess-
um félögum eru um 3.000. Jóhanna
segir þá hafa lýst þungum áhyggjum
af stöðu mála í efnahagslífinu að
undanförnu. „Það er mikil óvissa
framundan og vonandi tekst að halda
hjólum atvinnulífsins gangandi.“
Atvinnuleysi í landinu
mælist nú um 5,4 prósent
Í HNOTSKURN
» Um 5.571 maður á höf-uðborgarsvæðinu er nú á
atvinnuleysisskrá. Er skipt-
ingin þannig að 3.605 eru
karlar og 1.966 konur.
» Á Suðurnesjum eru1.254 skráðir atvinnu-
lausir en ekkert svæði á
landinu er með hlutfallslega
jafnmikið atvinnuleysi og
Suðurnesin.
» Hremmingar í efnahags-lífinu hafa haft alvar-
legri afleiðingar fyrir karla
á vinnumarkaði en konur.
Samtals eru um 5.575 karlar
á atvinnuleysisskrá en 3.360
konur. Margir karlanna eru
iðnaðarmenn.
Fjármálaeftirlitið skoðar ýmsa
þætti sem tengjast verðbréfa- og
fjárfestingarsjóðum föllnu bank-
anna þriggja.
„Fjármálaeftirlitið rannsakar al-
mennt hvort brotið hafi verið
gegn þeim lögum sem það hefur
eftirlit með, m.a. er verið að að
skoða ýmsa þætti sem tengjast
verðbréfa- og fjárfesting-
arsjóðum,“ stendur í skriflegu
svari þess til Morgunblaðsins.
Eftirlitið vísar í 30. og 54. grein-
ar laganna um verðbréfa- og fjár-
festingarsjóði og þegar þær eru
skoðaðar má sjá að sjóðunum var
óheimilt að binda meira en 10%
af eignum sínum í verðbréfum og
peningamarkaðsskjölum útgefn-
um af sama útgefanda, eða binda
meira en 20% af eignum sínum í
innlánum sama fjármálafyr-
irtækis. Í lokauppgjöri Lands-
bankans námu bréfin í Kaupþingi
32,3% af sjóðnum. Sjóðurinn var
yfir 10% markinu með viðskipti í
Straumi, Landsbanka og Baugi. Í
sjóði Kaupþings voru innlán í
sjóðnum 66% af samsetningu
hans auk þess sem bréf í bank-
anum sjálfum voru yfir 10%
markinu. Miðað við upplýsingar á
samsetningu sjóðs Glitnis í júlílok
voru þó nokkur fyrirtæki yfir
þessu viðmiði innan hans, s.s.
Straumur, Glitnir, Stoðir, Baugur
og Atorka Group.
Engar takmarkanir eru í lög-
unum er varðar fjárfestingar
verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í
tengdum eða vensluðum aðilum.
Vilhjálmur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka fjárfesta,
segir að sjóðstjórar, -stjórnir og
jafnvel Fjármálaeftirlitið hefðu
átt að grípa inn í þegar viðskiptin
fóru úr böndunum.
„En nú er Fjármálaeftirlitið bú-
ið að vera með FL Group/Stoða-
bréfin í sjóði Glitnis í athugun í
rúmt ár. Af hverju í ósköpunum
tekur svona langan tíma að skera
úr um viðskiptin?“ spyr Vilhjálm-
ur.
Sjóðirnir í skoðun Fjármálaeftirlitsins