Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 32
32 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008 Sudoku Frumstig 5 4 3 5 2 9 1 5 8 2 3 6 2 8 5 3 2 6 1 8 5 7 1 5 6 9 1 9 2 4 7 8 3 4 7 9 2 4 3 1 9 8 2 5 1 7 5 8 2 3 1 3 6 4 5 8 7 3 3 8 1 5 5 7 2 4 6 7 2 3 9 7 8 8 4 5 9 5 3 6 7 1 9 8 6 3 5 7 1 7 9 6 4 4 2 5 9 2 6 4 8 1 3 5 7 4 7 3 9 2 5 6 1 8 8 1 5 7 6 3 9 2 4 7 6 4 5 9 2 8 3 1 1 8 2 3 7 6 5 4 9 3 5 9 8 1 4 7 6 2 5 9 1 2 3 7 4 8 6 6 4 8 1 5 9 2 7 3 2 3 7 6 4 8 1 9 5 1 6 7 4 8 9 2 3 5 8 3 5 6 7 2 1 4 9 4 9 2 3 1 5 8 7 6 6 2 9 1 3 7 5 8 4 3 1 8 5 4 6 9 2 7 5 7 4 2 9 8 6 1 3 2 4 1 9 5 3 7 6 8 7 5 6 8 2 4 3 9 1 9 8 3 7 6 1 4 5 2 3 4 2 7 6 1 8 5 9 7 8 5 9 4 2 1 6 3 9 6 1 5 8 3 2 7 4 2 9 8 6 5 4 3 1 7 1 5 3 2 7 9 4 8 6 4 7 6 1 3 8 5 9 2 8 2 9 3 1 6 7 4 5 5 3 4 8 9 7 6 2 1 6 1 7 4 2 5 9 3 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. Í dag er miðvikudagur 17. desember, 352. dagur ársins 2008 Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni. (Jobsbók 36, 15.) Breski blaðamaðurinn A.A. Gillfjallar um bankahrunið og ástandið á Íslandi af mikilli penna- gleði í Sunday Times um helgina eins og reyndar hefur komið fram í fjölmiðlum. Hann lýsir því hvernig pestir, plágur og hamfarir hafi hrjáð íslenska þjóð og furðar sig á því að Íslendingar skuli hafa látið sér detta í hug að nú væri gæfan lögst á sveif með þeim. John Lennon gerði ein- hvern tíma örlög Írlands að yrk- isefni og sagði að sá sem nyti heppni Íra yrði miður sín og vildi fremur vera dauður. Er hægt að setja Ís- lendinga þarna inn í staðinn? Kannski ekki, en Gill fær mikil við- brögð við greininni á netinu, einkum frá þakklátum Íslendingum. En er- lendar raddir koma líka fram. Einn skrifar að hann skammist sín fyrir Gordon Brown, annar veltir fyrir sér hvort Ísland verði lokað land eins og Bútan og Íslendingar muni koma sér upp sínum eigin hamingjustuðli. Margir óska Íslendingum góðs gengis í hrunadansi kreppunnar. x x x Það má samt ekki ganga of langt íað gera Íslendinga að saklaus- um fórnarlömbum kreppunnar. Hina saklausu Íslendinga með sitt hjartahreina yfirbragð, sem vita- skuld geta ekki verið hryðjuverka- menn. Morgunblaðinu barst nafn- laust bréf frá breskum hjónum, sem eru komin undir áttrætt. Allur þeirra sparnaður var á Icesave- reikningi. Nú er hann farinn og með honum draumurinn um áhyggju- laust ævikvöld, svo vitnað sé í gaml- an auglýsingatexta. Það er ekkert saklaust við það hvernig farið hefur verið með þetta fólk. Það er engin furða að þessu fólki líður eins og það hafi orðið fyrir árás hryðjuverka- manna. Ísland er ekki saklaust í bankahruninu, samviskan er ekki hrein eins og drifhvítur snjór. Útrás- arvíkingarnir hafa skilið eftir sig sviðna jörð og auðvelt er að skilja að í hugum þeirra, sem standa eftir eignalausir, sé eitthvað athugavert við myndina af saklausu, ljóshærðu og bláeygu eyjarskeggjunum, sem ekki geti gert flugu mein. víkver- ji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 ræma, 8 hæsti, 9 hvefsin kona, 10 að, 11 ota fram, 13 að baki, 15 stólpi, 18 ritæfing, 21 greinir, 22 samkoman, 23 sýni, 24 pésar. Lóðrétt | 2 unna, 3 hafna, 4 planta, 5 rask, 6 loforð, 7 þráður, 12 tölu- stafur, 14 útlim, 15 heið- ur, 16 komi í veg fyrir, 17 flokk, 18 undin, 19 magakeis, 20 slag- brandur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hitta, 4 lunti, 7 eldis, 8 nísku, 9 and, 11 iðin, 13 fann, 14 yddar, 15 fant, 17 Írak, 20 eim, 22 logni, 23 ufs- ir, 24 klaga, 25 draga. Lóðrétt: 1 hleri, 2 tuddi, 3 assa, 4 lund, 5 naska, 6 Ið- unn, 10 næddi, 12 nyt, 13 frí, 15 fölsk, 16 nægja, 18 rista, 19 karpa, 20 eira, 21 mund. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 Dc7 6. Bd3 Rf6 7. O-O Bd6 8. f4 Bc5 9. Rce2 Rc6 10. c3 d6 11. Kh1 Bd7 12. De1 O-O 13. Dh4 Hfe8 14. Rf3 e5 15. b4 Bb6 16. fxe5 dxe5 17. Rg5 h6 18. Hxf6 hxg5 19. Bxg5 Be6 Staðan kom upp í keppni ungra skákkvenna gegn gamalreyndum stór- meisturum sem lauk fyrir skömmu í Marianske Lazne í Tékklandi. Jana Jacková (2360) frá Tékklandi hafði hvítt gegn heimsmeistaranum fyrr- verandi Anatoly Karpov (2651) frá Rússlandi. 20. Rf4! Re7 21. Rd5 Dd7 22. Hh6! Rg6 og svartur gafst upp um leið þar sem eftir 23. Rf6+ gxf6 24. Bxf6 yrði hann óverjandi mát. Ís- lenski stórmeistarinn Friðrik Ólafsson var í liði gamalreyndra stórmeistara og fékk 3 1/2 vinning af 8 mögulegum. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Lightner-dobl. Norður ♠DG96 ♥-- ♦ÁKG96532 ♣8 Vestur Austur ♠108 ♠Á3 ♥DG986 ♥1075432 ♦108 ♦-- ♣K952 ♣ÁG1043 Suður ♠K7542 ♥ÁK ♦D74 ♣D87 Suður spilar 6♠ doblaða. Árið 1929 setti Theodore Lightner á blað hugmyndir sínar um útspils- dobl á slemmum. Tilgangur doblsins er að segja makker að þörf sé á „óvenjulegu“ útspili; að doblarinn lumi á eyðu og sé að leita eftir stungu. En ekki er alltaf einfalt að hitta á eyðulitinn. Spil dagsins kom upp í parsveitakeppni BSÍ. Slemma var víða spiluð og vannst oft eftir lok- aðar sagnir. Á einum stað vakti suður á 1♠ og norður stökk beint í 6♠, sem austur doblaði. Kom þá til kasta vest- urs að hitta á útspilið. Flestir eru fastir í þeirri hugsun að koma út í lengsta lit í slíkum stöðum, sem ekki er gott hér. Eftiráspekingar töldu hins vegar tígulútspil „augljóst“, því til að réttlæta stökk í 6♠ þurfi norður sjálfspilandi láglit (tígul) og eyðu til hliðar (hjarta). (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú hefur of miklar áhyggjur af einhverju í dag. Vertu vakandi fyrir ut- anaðkomandi áhrifum. Slakaðu bara á og horfðu á úr fjarlægð. (20. apríl - 20. maí)  Naut Nautið á erfitt með að ná sambandi við ástvini sína vegna ólíkra áherslna og tímaskorts. Kannski er það þitt hlutverk, einsog allra stjarna, að ögra kerfinu. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þið þurfið á allri ykkar einbeit- ingu að halda til þess að geta leyst per- sónulegt vandamál. Kynntu þér reglur laganna og hvort allt er eins og það á að vera. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Sérvitringur eða mjög sérstakur einstaklingur mun líklega verða á vegi þínum í dag. Að segja að þú hafir færst of mikið í fang væri ekki rétt.. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Slæmt fólk er ekki til og ef þú með- tekur erfiða manneskju með öllum sínum annmörkum og göllum, áttu auðveldara með að samþykkja sjálfan þig. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Draumur þinn um velgengni er sannur. Nýttu þér bjartsýnina, með rétta fólkinu og stórum hópi geturðu gert hvað sem þú vilt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Engar stórar yfirlýsingar! Það eru einlægar og hógværar játningar þínar sem afla þér þeirrar athygli sem þú þarfn- ast. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú getur aukið tekjur þínar í þessari viku eða keypt þér eitthvað fal- legt. Sýndu samt fyrirhyggju en reyndu ekki að fanga fortíðina. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Fegurðin er alls staðar í kring- um okkur og þú þarft bara að opna augun til þess að njóta hennar. Líklegt er að starfsfólk sé af skornum skammti. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Einhver á heimilinu gæti kom- ist í tilfinningalegt uppnámi í dag. Ekki sekúnda má fara til spillis. Komdu jafn- vægi á líkamann og einkalífið og aðstæður í vinnunni batna. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Hver kunningi sem þú eignast reynir á félagsfærnina. Tilfinningar þínar láta þér líða vel og hugsa um lífið á já- kvæðan hátt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú þarft að finna upp á einhverju til að brjóta upp rútínu dagsins. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum. Stjörnuspá Sara Sólveig og Helena Rakel, sem eru í 6. EM í Vogaskóla, héldu tombólu fimm sinnum og söfnuðu 40.000 krónum fyrir ABC barna- hjálp. Hlutavelta „ÉG ætla að hafa það gott með fjölskyldunni,“ seg- ir Linda Egilsdóttir sem verður þrítug í dag. Linda starfar sem leikskólakennari á Naustatjörn á Akureyri og segist búast við því að krakkarnir syngi fyrir hana afmælissönginn í dag. Svo er aldrei að vita nema hennar eigin börn hefji upp raustina en hún og eiginmaður hennar, Birgir Reynisson, eiga börnin Egil og Hildi Önnu. Aðspurð segir hún eftirminnilegasta afmæl- isdaginn vera þegar hún varð 11 ára og fékk geisladiskinn Hvar er draumurinn, með Sálinni hans Jóns míns, frá foreldrum sínum en diskurinn var áritaður. „Það var draumurinn,“ grínast Linda en hún segist enn vera mikill aðdáandi og fer reglulega á tónleika með hljómsveitinni. Það stendur ekki á svörum þegar hún er spurð hver uppáhalds- meðlimurinn hennar í bandinu sé. „Stebbi er í uppáhaldi,“ segir hún og bætir við að það sé aldrei að vita nema hún fái nýja diskinn með honum í afmælisgjöf. Aðaláhugamál Lindu eru að vera með fjölskyld- unni og að prjóna. Hún segist prjóna ýmislegt og er aldrei að vita nema pakkarnir verði sérstaklega mjúkir í ár. „Það fá fáir útvaldir prjónaðar gjafir frá mér.“ ylfa@mbl.is Linda Egilsdóttir leikskólakennari 30 ára Afmælissöngur barnakórs Nýirborgarar Keflavík Kristján Logi fæddist 4. júlí kl. 3.44. Hann vó 3.305 g og var 50,5 cm langur. Foreldrar hans eru Árnína Steinunn Kristjánsdóttir og Krist- ján Árni Jakobsson. Akureyri Viktor Skuggi fæddist 3. mars kl. 12.50. Hann vó 4.000 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Petra S. Heim- isdóttir og Heiðar Rík- harðsson. Akureyri Rökkvi fæddist 11. desember kl. 5.25. Hann vó 3.885 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Sandra Vals- dóttir og Garðar Magn- ússon. 17. desember 1928 Davíð Stef- ánsson hlaut fyrstu verð- laun í sam- keppni um ljóð til flutn- ings á Alþing- ishátíðinni sumarið 1930. Það er nú einkum þekkt fyrir ljóð- línurnar „Þú mikli, eilífi andi, sem í öllu og alls staðar býrð“. 17. desember 1985 Brú á Bústaðavegi í Reykja- vík, yfir Kringlumýrarbraut, var formlega opnuð. Hún er 72 metra löng og 26 metra breið. 17. desember 1995 Göngubrú yfir Kringlumýr- arbraut var formlega tekin í notkun. Þetta er hundrað metra stálbitabrú sem tengir saman göngustíga frá Sel- tjarnarnesi upp í Elliðaárdal. 17. desember 1998 Umdeilt frumvarp um gagna- grunn á heilbrigðissviði var samþykkt á Alþingi með 37 at- kvæðum gegn 20. Stjórn- arandstæðingar sökuðu rík- isstjórnina um gerræði í málinu. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist…

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.