Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 34
34 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
Það er eins gott að
enginn missi gripinn á
tærnar á sér. Og enginn ætti
að lesa þessa bók í rúminu,
það gæti verið hættulegt.41
»
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Í GLUGGANUM í Gallerí Marló á Laugavegi
82 eru mismunandi myndrammar með hand-
skrifuðum ljóðum skáldkvenna. Þarna eru ljóð
eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Birgittu
Jónsdóttur og Söru Björnsdóttur, og inni í
galleríinu eru fleiri, meðal annars ljóð eftir
Nínu Björk Árnadóttur heitna og Margréti
Lóu Jónsdóttur en hún er eigandi gallerísins,
sem helgað er teikningum og grafík.
„Mér fannst spennandi að vera með sérsýn-
ingu með handskrifuðum ljóðum, sem er eitt-
hvað það fallegasta sem ég veit um,“ segir
Margét Lóa. „Allir hafa sína rithönd, með sín-
um karakter, og svo valdi hvert skáld sinn
ramma og sá um að ramma ljóðin inn. Þetta er
því mjög persónuleg sýning.“
Margrét Lóa segir að þessi skáldkonusýn-
ing sé svar sitt við umræðunni þessa dagana.
„Ljóðið er svo sterkt. Hér safna ég þessum
röddum í fallegan kór. Þetta er einlægt, hand-
gert og hreyfir við fólki. Það þarf ekki endilega
að öskra til að láta skoðun í ljós. Á tímum eins
og þessum er rödd ljóðsins mikilvæg.“
Sérhæfir sig í grafík og teikningum
Gallerí Marló hefur markað sér ákveðinn
bás sem sölugallerí með verk á pappír; grafík
og teikningar. Þar má meðal annars sjá blý-
antsteikningar eftir Birgi Snæbjörn Birgisson,
grafíkmyndir eftir Sigríði Melrós Ólafsdóttur,
tölvuteikningar og grafík eftir Jóhann Ludwig,
myndasögur eftir Hugleik Dagsson, teikn-
ingar eftir Söru Björnsdóttur, púða eftir Mar-
gréti Lóu sjálfa, með áþrykktum ljóðum og
teikningum, og skopteikningar eftir Halldór
Baldursson sem teiknar í Morgunblaðið.
„Ég held að teikningar Halldórs verði ennþá
merkilegri í framtíðinni, hann fjallar á svo
beittan hátt um kreppuna og þessa merkilegu
tíma sem við erum að upplifa,“ segir Margrét
Lóa. Hún bendir svo á röð grafíkmynda af
frumherjum íslenskrar myndlistar og segir að
fjórar af fimm seríum séu þegar seldar. „Ég
finn fyrir miklum áhuga á grafíkinni þessa
dagana, hún er að koma sterk inn rétt eins og
teikningin. Oft hefur verið sagt að fólk vilji
bara málverk en nú er það alls ekki raunin.“
Margrét Lóa segist vera með valinkunnar
konur með sér í viðburðastjórn og hyggst
standa fyrir ýmsum uppákomum í galleríinu,
og búið er að skipuleggja röð sérsýninga. Þar á
meðal er sýning á myndasögum.
„Það hefur lengi verið draumur minn að
standa í svona rekstri, og þetta er frábær stað-
ur. Viðbrögð gesta hafa verið mjög jákvæð.
Margir hafa sagt að lengi hafi verið vöntun á
slíku galleríi. Nú er líka gjörbreytt stemning í
samfélaginu, nú hafa listin og skáldskapurinn
vægi. Listin lifir náttúrlega allt af.“
Ljóðið er svo sterkt
Í Gallerí Marló má skoða handrit skáldkvenna
Morgunblaðið/Einar Falur
Galleristi „Rödd listarinnar er svo mikilvæg,“ segir Margrét Lóa. Ljóð hanga á veggnum.
VARGURINN
eftir Jón Hall Stef-
ánsson kemur út í
Þýskalandi í febr-
úar en afar sjald-
gæft er að íslensk
skáldsaga sé gefin
nánast samtímis
út heima og er-
lendis. Vargurinn
kom í verslanir á
Íslandi í október.
Starfslið Bjarts, sem gefur bókina
út, kveðst í fljótu bragði aðeins
muna eftir tveimur dæmum: Árið
1960 sendi Halldór Laxness frá sér
Paradísarheimt samtímis í Svíþjóð
og á Íslandi; og haustið 2006 kom
Aldingarður Ólafs Jóhanns Ólafs-
sonar út á Íslandi en í ársbyrjun
2007 í Bandaríkjunum.
Þýskur útgefandi Jóns Halls, Ull-
stein Buchverlag, gerir sér, að sögn
starfsfólks Bjarts, miklar vonir um
bókina Brandstifter, eins og hún
heitir á þýsku, enda gekk Krosstré –
Eiskalte Stille reglulega vel hjá for-
laginu fyrir tveimur árum. Þýðandi
bókarinnar er nú sem fyrr dr. Betty
Wahl.
Jón Hallur Stefánsson sendi frá
sér sakamálasöguna Krosstré árið
2005. Hún hlaut gríðarlega góðar
viðtökur og hefur komið út víðs-
vegar um heim og uppskar höfundi
sínum titilinn „krónprins íslensku
glæpasögunnar“, að því er segir í
frétt frá Bjarti.
Jón Hallur
Stefánsson
Gefinn
út í tveim
löndum
Á FÖSTUDAG kemur út í Svíþjóð
bók eftir blaða- og skáldkonuna Mo-
nicu Antonsson og er bókarinnar
beðið með eftirvæntingu. Þar kveðst
Monica munu fletta ofan af ýkjum og
sögufölsunum í tveimur bókum Lizu
Marklund. Bækurnar sem um ræðir
heita Hulduslóð og Friðland í ís-
lenskri þýðingu Önnu Ingólfsdóttur,
og eru byggðar á viðtölum Lizu við
konuna „Míu“ sem hefur nýtt líf með
nýju nafni eftir að hafa losnað úr
viðjum ofbeldisfulls eiginmanns.
Monica Antonsson telur að Liza hafi
skrökvað til um atburði og aðstæður
sögupersónunni Míu í hag.
Skrökvaði Liza?
GUÐRÚN Jóhanna Ólafs-
dóttir mezzósópransöng-
kona og Francisco Javier
Jáuregui gítarleikari flytja
lög af nýútkomna geisla-
diskinum Mitt er þitt – ís-
lensk og spænsk sönglög á
útgáfutónleikum í Lang-
holtskirkju annað kvöld kl.
20. Guðrún og Javier hafa
haldið tónleika í fjölmörgum
löndum á liðnum árum með margs konar tónlist
frá ólíkum löndum, en hafa alltaf haft að minnsta
kosti nokkur íslensk og spænsk lög með á efnis-
skránni. Á Mitt er þitt hafa þau valið þjóðlög og
önnur sönglög sem þeim eru sérstaklega kær frá
heimalöndum sínum. Tólf tónar gefa diskinn út.
Tónlist
Francisco og
Guðrún Jóhanna.
Íslensk og
spænsk þjóðlög
BÓKIN Ísland utan úr geimn-
um er fyrsta bók sinnar teg-
undar, að sögn bókaútgáfunnar
Veraldar. Höfundarnir eru
Einar Sveinbjörnsson veð-
urfræðingur og Ingibjörg Jóns-
dóttir landfræðingur. Í bókina
hefur verið safnað saman
myndum af lendingu utan úr
himingeimnum og sýna þær
ýmis stórfengleg náttúrufyr-
irbæri, jafnt á landi sem í háloftunum, t.d. Skaft-
árhlaup, fok landsins á haf út, sinuelda á Mýrum
og fárviðri. Í textum sínum útskýra Ingibjörg og
Einar þessi fyrirbæri og það sem athygli vekur við
hverja mynd, og ljúka þannig upp nýjum heimi
fyrir lesendum.
Fræði
Kápa bókarinnar.
Ísland séð úr
himingeimnum
ÓMAR Guðjónsson gítarleik-
ari og tríó hans verða með síð-
ustu tónleika sína á þessu ári á
Rósenberg í kvöld kl. 21.
Félagar Ómars í tríóinu eru
Matthías MD Hemstock á
trommur og Þorgrímur Jóns-
son á kontrabassa.
Ómar gaf nýverið út plötuna
Fram af, sem hefur fengið frá-
bærar viðtökur og segir hann
að hún hafi fengið fjórar og hálfa stjörnu í Morg-
unblaðinu og fjórar í Fréttablaðinu og DV. Þá hafi
verið sagt um hana á Rás eitt: „Djöfull er þetta
flott músík!“ Ife Tolentino, hinn brasilíski söngv-
ari og gítarleikari, mun hita upp sviðið ásamt
saxófónleikaranum Óskari Guðjónssyni.
Tónlist
Ómar Guðjónsson
Tríó Ómars
kveður árið
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÞEIR eru ekki bara þrír, heldur fjórir. „Það eru svo
margir góðir tenórsöngvarar á Íslandi,“ segir Jóhann
Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari, sem er potturinn
og pannan í tónleikahaldi tenóranna fyrir jól.
Tenórarnir fjórir halda tvenna tónleika í Íslensku óp-
erunni að þessu sinni; annað kvöld og á sunnudagskvöld,
kl. 20 bæði kvöldin.
Þeir sem skipa hópinn í ár eru auk Jóhanns Friðgeirs:
Snorri Wium, Gissur Páll Gissurarson og Garðar Thór
Cortes. „Við höfum tvisvar áður verið með tónleika í
Langholtskirkju, þrír tenórar, síðast fyrir tveimur árum,
en að þessu sinni syngjum við í samstarfi við Óperuna.“
Við valið á tenórum í hópinn kveðst Jóhann Friðgeir
hafa það að leiðarljósi að það séu söngvarar sem eru
komnir með fótfestu í söngnum erlendis, og það hafa
fjórmenningarnir allir gert. „Það er einfalt mál – þeir
sem eru búnir að syngja í óperuhúsum úti koma til
greina.“
Góður hópur en ekki allir eins
Garðar Thór Cortes syngur nú í fyrsta sinn með Ten-
órunum, en eins og alþjóð veit er hann búinn að syngja
mikið bæði hér heima og erlendis undanfarin ár. Sjálfur
starfar Jóhann Friðgeir aðallega við óperuhús erlendis.
Það á líka við um Snorra Wium, sem hefur starfað við óp-
eruhús í Austurríki og Þýskalandi síðustu árin. Gissur
Páll Gissurarson er eins og Garðar að syngja í fyrsta sinn
með hópnum og hefur vakið mikla athygli fyrir söng sinn.
Jóhann Friðgeir segir að þessi hópur sé góður, en þeir
séu ekki allir steyptir í sama mótið. „Það er nú alltaf
vandamálið að allir tenórar vilja vera sem stærstir og
syngja stærstu lögin. Ætli ég sé ekki dramatískastur;
Snorri kemur næstur mér og Garðar og Gissur eru létt-
ari tenórar og svipaðir. Við erum allir „lirico-spinto“-
tenórar en misléttir.“ Spurður hvort tenórarnir bítist þá
ekki um bestu lögin fer Jóhann Friðgeir að hlæja: „Jú,
það er eitthvað smá – verðum þá bara að fara í sjómann
til að leysa það,“ svarar hann að bragði. „Við gerum þetta
auðvitað í sameiningu,“ áréttar hann.
Ekki þrír, heldur fjórir
Jóhann Friðgeir, Garðar Thór, Gissur Páll og Snorri Wium eru Tenórarnir fjórir
Morgunblaðið/Kristinn
„VIÐ syngum aríur, bæði hver fyrir sig og
saman og hátíðleg jólalög. Við syngjum
líka nokkrar syrpur: létta sönglagasyrpu
með amerískum blæ, syrpu með napólí-
söngvum, létta íslenska jólalagasyrpu og
erlenda jólalagasyrpu sem byrjar með létt-
leika en endar með hátíðlegum blæ.“
Vilja tenórarnir eiga „sín“ lög eins og
Jussi Björling átti Ó, helga nótt?
„Garðar og Gissur voru að bítast um
hvor ætti að syngja Una furtiva lagrima.
Ég sagði að ég ætti að syngja það, enda
kallaður Jói lagrima. Það er stór spurning
hvort arían verður sungin eða ekki.“
Óvíst með Una furtiva lagrima