Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008 HERSKÁIR Palestínumenn á Gaza traðka á mynd af George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær. Gömul hefð er fyrir því í Arabalöndum að sýna fólki fyrirlitningu með því að sýna því skósólann. Muntadar al-Zaidi, íraskur fréttamaður sem reyndi á blaðamannafundi í Bagdad að kasta skóm sínum í höfuðið á Bush og kall- aði hann „hund“, er nú þjóðhetja í augum margra Araba. Bróðir al-Zaidis, sem er 29 ára gamall sjía-múslími, segir að hann hafi verið barinn í varðhaldinu eftir skó- kastið á mánudag. Hafi hann handarbrotnað, rif hafi einnig brotnað og hann sé þjakaður af innvortis blæð- ingum og hafi orðið fyrir augnmeiðslum. Talsmaður íraska blaðamannasambandsins sagði hins vegar að embættismenn fullyrtu að al-Zaidi fengi góða með- höndlun. Enn var efnt til fjöldamótmæla í Bagdad í gær til að krefjast þess að al-Zaidi yrði látinn laus. Víða bjóða nú menn í Arabaríkjum fé í skóna frægu. Reuters Fótum troðinn forseti Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is NÝR flokkur hefur verið stofnaður í Suður-Afríku og er álitinn fyrsta aflið sem eigi möguleika á að ógna veldi Afríska þjóðarráðsins (ANC) síðan það komst til valda eftir afnám aðskilnaðarstefn- unnar fyrir tæp- um 15 árum. Stofnendur nýja flokksins voru flestir í Afr- íska þjóðarráðinu en sögðu sig úr því vegna óánægju með leið- toga hans, Jacob Zuma. Flestir stuðningsmenn nýja flokksins, sem nefnist Þing þjóðarinnar (skamm- stafað COPE), studdu Thabo Mbeki, fyrrverandi forseta, sem varð að segja af sér vegna þrýstings frá stjórn ANC fyrr á árinu eftir að hann beið ósigur fyrir Zuma í leiðtogakjöri flokksins. Búist er við að Zuma verði kjörinn forseti landsins á næsta ári. „Flokkur framtíðarinnar“ Leiðtogi nýja flokksins er Mosiuoa Lekota, sem var varnarmálaráðherra Suður-Afríku í nær níu ár þar til Mbeki lét af forsetaembættinu. Le- kota er sextugur, var áður þekktur fótboltamaður og fékk þá gælunafnið „Ógnin“. Hann sat í fangelsi á Rob- ben-eyju ásamt Nelson Mandela fyrir að berjast gegn stjórn hvíta minni- hlutans. „Saga Suður-Afríku verður aldrei sú sama aftur,“ sagði Lekota á stofn- fundinum í gær og lýsti COPE sem „flokki framtíðarinnar“. „Flokkur okkar verður sannarlega laus við kynþáttahyggju og sannkallað heimili allra Suður-Afríkumanna, óháð kyn- þætti, stétt eða kyni.“ Stofnun flokksins sætir miklum tíðindum í suðurafrískum stjórn- málum þótt ekki sé líklegt að hann sigri ANC í kosningum á næsta ári. Skoðanakannanir benda þó til þess að COPE geti tekið talsvert fylgi frá ANC, sem fékk 70% þingsætanna í síðustu kosningum. COPE gæti einn- ig veikt stærsta stjórnarand- stöðuflokkinn, Lýðræðisbandalagið, sem hefur einkum notið stuðnings hvítra kjósenda. Stuðningsmenn COPE hafa sakað Zuma um spillingu og einræð- istilburði. Suðurafríski fréttaskýr- andinn Choice Makhetha segir að marga S-Afríkumenn þyrsti í flokk sem standi við orð sín og sýni ábyrgð. „Ég tel að stofnun COPE ætti að vekja ANC af værum blundi.“ Nýr flokkur ógnar ANC Í HNOTSKURN » Tæp hálf milljón mannahefur þegar skráð sig í nýja flokkinn í S-Afríku. » Flokkurinn hyggst leggjamesta áherslu á baráttu gegn fátækt, glæpum, at- vinnuleysi og alnæmisfaraldr- inum. Mosiuoa Lekota MÁL Rod Blagoj- evich, ríkisstjóra í Illinois, hefur nú tekið óvænta stefnu; deilt er um það hvort lagaleg- ur grunnur sé fyr- ir málsókn. Er Patrick J. Fitzgerald sak- sóknari lét hand- taka Blagojevich sagðist hann hafa viljað koma í veg fyrir afbrotahrinu sem m.a. fæli í sér tilraun til að selja sæti í öldungadeildinni er losnaði þeg- ar Barack Obama var kjörinn forseti. Samkvæmt lögum Illinois ákveður ríkisstjóri hver fylli skarðið. En í The New York Times er bent á að Blagoj- evich hafi ekki enn skipað neinn í embættið og því sé ekki hægt að full- yrða neitt um sök. Lagaspekingar hafa lengi reynt að skilgreina skýrt mun á afbrotum og hefðbundnum, pólitískum hrossakaupum, sem geta verið lögleg þótt siðferðið sé umdeil- anlegt. Lögfræðingurinn Robert S. Benn- ett í Washington bendir á að rætt hafi verið um að Blagojevich hafi ætlað að fá sendiherrastöðu fyrir að skipa „réttan“ mann í þingsætið. „Í þessari borg er fullt af fólki sem kallar sig sendiherra og allt borgaði það milli 200 og 300 þúsund dollara í sjóði repú- blikana eða demókrata,“ segir Benn- ett. Menn hljóti að velta því fyrir sér hvort vandinn sé hvað Blagojevich hafi verið orðljótur og klámfenginn á upptökunum sem lögreglan hefur undir höndum eða raunverulegar gerðir ríkisstjórans. kjon@mbl.is Rod Blagojevich Sleppur Blagoj- evich við ákæru? Deilt um lagalegan grunn fyrir hand- töku ríkisstjórans umdeilda í Illinois ÞEIR sem hrjóta fast og eiga í önd- unarerfiðleikum í svefni brenna yf- irleitt mun fleiri hitaeiningum en aðrir þegar þeir sofa, samkvæmt nýrri rannsókn. Þeir sem eru með alvarlegustu einkenni kæfisvefns, sem lýsir sér í öndunarhléum af og til og hávær- um hrotum, brenna að meðaltali 373 fleiri hitaeiningum en þeir sem eru með vægari einkenni, að því er fram kemur á fréttavef breska rík- isútvarpsins, BBC. Breytingar á taugakerfinu kunna að valda þessu, að sögn BBC, sem hefur eftir breskum sérfræðingi að kæfisvefn sé ekki líklegur til þess að hjálpa of feitu fólki að grennast. „Ef menn eru með kæfisvefn eru þeir mjög syfjaðir á daginn og treg- ir til að hreyfa sig og iðka líkams- rækt,“ sagði John Stradling, sér- fræðingur í svefnsjúkdómum við John Radcliffe-sjúkrahúsið í Ox- ford. „Við vitum líka að svefnleysi eykur matarlystina og minnkar viljastyrkinn.“ Vísindamenn við Kaliforníu- háskóla í San Francisco önnuðust rannsóknina og mældu orku- brennslu 212 manna í svefni. bogi@mbl.is Miklar hrotur auka orkubrennsluna ÍSLENSKUR IÐNAÐUR ÁRIÐ 2011 óskar eftir... bhs.is bifrost.is fa.is fb.is fg.is fiv.is fnv.is frae.is fsh.is fss.is fsu.is fva.is hi.is hr.is idan.is idnskolinn.is klak.is misa.is mk.is simey.is tskoli.is unak.is va.is vma.is Samtök iðnaðarins - www.si.is vel menntuðu fólki til starfa. Í boði eru spennandi og vel launuð störf í áliðnaði, byggingariðnaði, listiðnaði, líftækni, matvæla- iðnaði, málm- og véltækni, prentiðnaði og upplýsingatækni. Iðn-, verk- eða tæknimenntun er skilyrði. Reynsla af framleiðslustjórnun, gæðastjórnun og markaðssetningu er kostur. Íslenskir verkmenntaskólar, háskólar og fræðslustofnanir bjóða metnaðarfullt nám sem veitir aðgang að þessum störfum. Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.