Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 33
Velvakandi 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand JÓN ER AÐ ÞVO BÍLINN LOKSINS BÚINN ...GOTT Á ÞIG! NAH! NAH! NAH! ÞESSI „NAH“ FARA BEINA LEIÐ Í HJARTAÐ Á MÉR... MÉR SVÍÐUR EFTIR AÐ HAFA BORÐAÐ ORMANA FLÝGUR MÓÐIRIN AFTUR Í HREIÐRIÐ... ÞAR KASTAR HÚN UPP HÁLFMELTUM ORMUNUM OG GEFUR UNGUNUM SÍNUM FRÆNDI MINN, OTTÓ, VAR FRÆGUR LANDKÖNNUÐUR! ÞAÐ ER MJÖG SORGLEGT... HANN SVALT Í HEL Á ÍTALÍU ER ÞAÐ?!? HANN SAGÐI AÐ MAÐUR ÆTTI ALDREI AÐ BORÐA MATINN SEM MAÐUR FÆR Í ÚTLÖNDUM HVAÐ VARÐ UM OTTÓ? PASSIÐ YKKUR... DISKARNIR ERU KALDIR ÞAÐ ER GOTT AÐ ÞÚ SKULIR LOKSINS HAFA SAGT OKKUR SANNLEIKANN VARÐANDI LAMPANN HVAÐ ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ GERA VIÐ MIG? HVAÐ FINNST ÞÉR VERA SANNGJÖRN REFSING? AÐ ÞIÐ LÆSIÐ MIG NIÐRI Í KJALLARA Í HEILT ÁR OG GEFIÐ MÉR EKKERT NEMA KATTAMAT ÉG ÆTLAÐI BARA AÐ BANNA ÞÉR AÐ HORFA Á SJÓN- VARPIÐ Í VIKU ÞÚ ERT VOND! ÉG HÉLT AÐ ÞÚ VILDIR AÐ ÉG SÆI UM ÞÁTTINN Í KVÖLD! ÞETTA ER NEYÐARTILFELLI! KÆRU ÁHORFENDUR... JAMESON HÉR... ÉG ÆTLA AÐ GEFA ÞEIM MILLJÓN DOLLARA... SEM GETUR KOMIST AÐ ÞVÍ HVER KÓNGULÓAR- MAÐURINN ER Í RAUN OG VERU! Í Hafnarfirði hafa þeir Ásgeir og Bjarni hnoðað stærðar snjóbolta sem lík- legast á að nota í snjókallagerð í bakgarðinum. Það þarf ábyggilega tvo til að lyfta þessum. Snjókarlar í Hafnarfirði Morgunblaðið/RAX Vonbrigði á vonbrigði ofan JÁ margt hefur breyst í íslensku þjóðfélagi að mati aldraðra. Ísland hrundi á botn glóandi hrauns með glatað mannorð. Ungir og frískir framadjarfir menn teknir við gamla Mogganum mínum með nýjar ferskar hug- myndir, að þeirra mati. Sigmund rekinn með sínar frábæru skemmtilegu teikn- ingar. Stórgóðar grein- ar Braga Ásgeirssonar horfnar af síðum blaðsins. Mogginn minn, sem er svo notalegt að setjast niður með að morgni með kaffibolla í hendi, hefur breyst í Lesbók og Les- bókin orðin að litabók með heilsíðu- auglýsingum, glannalegu litskrúði og fyrirferðarmiklum römmum um hverja smágrein. Ó já, margt er mannsins bölið. Hvað tjáði Sigmund í teikningum sínum sem hinum ungu, nýju og framagjörnu rit- stjórum féll ekki við? Var einhver lævís pólitík í myndum hans sem mátti ekki koma fyrir augu lesenda? Var hann að móðga, særa, hrekkja, leggja í einelti? Var hann kannski of beinskeyttur með pennann, hið forna íslenska vopn? Sá hann í innstu sálarkima þeirra er ráðið hafa hinni margnefndu sökkvandi þjóð- arskútu sl. 17 ár. Þurfti hann að gjalda fyrir það að opinbera almúg- anum hvað var á ferðinni og hvers var að vænta? Sá eldhuginn Sig- mund kannski of vel inn í komandi tíma? Sagt er „að sannleik- anum er hver sárreið- astur“. Ég kem nú með þá hugmynd, að snill- ingurinn Sigmund, sem situr eldhress og hug- myndaríkur í Vest- mannaeyjum, gefi út sitt eigið blað með snilldarpenna sínum, það þyrfti ekki að vera stórt, tvær myndir á hverri síðu. Það er mál- og prentfrelsi ríkjandi í landi voru. Það blað myndi verða jólabók ársins. Sárreiður aldraður. Þúfu er saknað ÞÚFA hefur ekki komið heim til sín síðan fimmtu- dagsmorgun 11. des. Hún er rauð- bröndótt og hvít, með áberandi ör á neðri vör, og óvenju hænd að mannfólki almennt. Heimilsfang hennar, Þingholtsstræti 17, og sími, 864-9676, eru skrifuð beint á ólina sem hún var með. Þúfa er mikil vin- kona barnanna í fjölskyldunni, sem vona að einhver viti af henni og hafi samband.            Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, dag- blaðalestur kl. 9, vinnustofa kl. 9-16.30, postulínsmálning kl. 9 og 13, útskurður kl. 13. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handav. kl. 9-16.30, smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla 10-11.30, söngstund kl. 11. Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist, handavinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, dagblöð. Á morgun kl.13.30 mynd- bandssýning „Álftagerðisbræður“. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, tónlist, hugvekja, fyrirbænir, málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Dalbraut 18-20 | Leikfimi kl. 10, handa- vinna kl. 9-12 og 13-16. Framsögn kl. 14, handavinna hjá Hall- dóru kl. 9-12. Félag eldri borgara í Kópavogi | Gleði- gjafarnir í Gullsmára koma saman og syngja inn jólin, föstudaginn 19. desem- ber kl. 14. Guðmundur Magnússon stjórnar söngnum og spilar undir á pí- anó, kaffi og meðlæti gegn vægu gjaldi, bingó í Gjábakka 18. desember fellur nið- ur. Stjórn FEBK. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30, handavinnustofan opin, leiðbein- andi verður við til kl.17, félagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl.15-16, bobb kl. 16.30, línudans kl. 18 og samkvæmisdans kl. 19. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, síð- ustu tímar fyrir jól, hefst aftur 12. janúar. Brids og bútasaumur kl. 13, síðasti tími fyrir jól, hefst aftur 7. janúar. matur og kaffi í Jónshúsi. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, postulínsmálun og kvennabrids kl. 13, Egilssaga kl. 16, Arn- grímur Ísberg les. Furugerði 1, félagsstarf | Skart- gripagerð og bókband kl. 10, opin handavinnustofa frá kl. 13, leikfimi kl. 13.15 og framhaldssagan kl. 14.30. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, putt kl. 10, línudans kl. 11, saumar og glerbræðsla kl. 13, pílukast kl.13.30, Gaflarakórinn kl. 16.15, billjard- og innipúttstofa í kjallara opin alla daga kl. 9-16. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9, jóga kl. 9, 10 og 11, Sigurlaug. Sam- verustund kl. 10.30, lestur, kaffi og jólasmákökur, böðun fyrir hádegi, hár- snyrting. Korpúlfar, Grafarvogi | Keila í Keiluhöll- inni við Öskjuhlíð á morgun kl. 10. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur kl. 10.30, leikfimi kl. 11, handverksstofa opin kl. 13. Hárgreiðslu- stofa, sl. 552-2488. Norðurbrún 1 | Jólafélagsvist kl. 14 og opið smíðaverkstæði. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16, fóta- aðgerðir kl. 9.15-15.30, aðstoð við böðun kl. 9-14, sund kl. 9-16, myndmennt kl. 11.30, verslunarferð í Bónus kl. 13, tré- skurður kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, handavinna, morgunmessa og söngur kl. 10, upplestur bókband og dans kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.