Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008
gangi þjóðmála og heimsmálunum
og hafði það smitandi áhrif, því
margir tóku upp á því að hlusta á
hádegisfréttirnar með honum í
stað þess að fara í mat. Hann hafði
mikinn áhuga á útivist og gleði
hans var mikil þegar heilsan leyfði
að hann gæti aftur farið að stunda
veiðar. Skák var honum ákaft
áhugamál og var hann góður skák-
maður, einkum vegna þess hversu
einbeittur hann var og hugmynda-
ríkur og fór ýmsar óvenjulegar og
spennandi leiðir í skákunum sem
vöktu sérstaka athygli viðstaddra.
Þá átti Manchester United sinn
sess í hans huga.
Trausti hafði einlægan áhuga og
ást á fjölskyldu sinni og má segja
að hún hafi verið efst í hans huga
alla tíð og vakti það aðdáun þeirra
sem til þekktu. Hann hringdi
gjarnan heim til að fylgjast með
hvað börnin væru að gera, því
hann vildi vera virkur þátttakandi
í öllu því sem þau tóku sér fyrir
hendur. Hann vildi vera þeim hinn
fullkomni faðir og leiðbeinandi.
Trausti hafði mikinn áhuga á bók-
menntum og las mikið og svo var
hann ljóðmæltur vel að auki. Það
var því mikið spunnið í hann
Trausta enda átti hann marga
góða vini innan Þjóðleikhússins og
naut þar vinsælda og virðingar
fyrir áhuga sinn á mönnum og
málefnum og lífinu sjálfu.
Það er harmur allra og ekki síst
eiginkonu hans elskaðrar og ást-
kærra barna að hann skyldi hverfa
með þeim hætti sem varð. En
minningin um Trausta verður
björt og heillandi, um mann sem
alla tíð stóð fyrir sínu og lét aldrei
deigan síga þrátt fyrir skerta
heilsu. Ég vil votta fjölskyldu hans
innilega samúð mína. Blessuð sé
minning hans.
Gísli Alfreðsson.
Í dag kveðjum við mætan mann,
Trausta Gunnarsson. Það er nú
nærri hálfur fjórði áratugur síðan
kynni tókust með okkur og Gunn-
ari syni Trausta. Skömmu síðar
bættist Eysteinn Vignir Diego í
þennan hóp. Við vinirnir urðum
óaðskiljanlegir. Heimili Trausta og
Guðrúnar konu hans varð miðstöð
þessa félagsskapar. Þar nutum við
mikillar gestrisni og vinsemdar
þeirra hjóna og áttum ógleyman-
legar stundir.
Trausti varð fljótlega góður fé-
lagi okkar strákanna. Hann átti
auðvelt með að tengjast fólki, var
hlýr og einlægur og gaf mikið af
sér. Það gat líka verið mikill leikur
í honum ef svo bar undir. Allt eru
þetta eiginleikar sem börn eru sér-
lega næm fyrir og munum við aldr-
ei eftir því að hafa verið feimnir
við Trausta. Hann umgekkst okkur
krakkana sem fullorðin værum og
uppskar eftir því. Ekki rekur okk-
ur minni til þess að Trausti hafi
þurft að brýna raust sína til að
halda stjórn á hópnum. Gagnkvæm
væntumþykja og virðing myndað-
ist sem hélst alla tíð.
Trausti var góðum gáfum gædd-
ur og um margt fróður, s.s. skáld-
skap, bókmenntir og andleg mál-
efni. Umræðurnar um hin andlegu
málefni leita nú á hugann og minn-
ingin um trúaðan mann. Ýmislegt
hafði líka á daga hans drifið. Miðl-
aði hann okkur af reynslu sinni og
veitti innsýn í aðra tíma. Trausti
hafði góða frásagnargáfu og
brennandi áhugi hans á viðfangs-
efninu hverju sinni smitaði út frá
sér. Hann var hagyrtur mjög. Birt-
ust m.a. ljóð hans í Lesbók Morg-
unblaðsins. Þá deildi hann áhuga
okkar strákanna á knattspyrnu. Á
annan áratug fórum við strákarnir
og Trausti saman á nánast hvern
einasta heimaleik Valsmanna. Og
þótt knattspyrnan ætti hug okkar
rann það upp fyrir okkur eftir því
sem árin liðu að hún var fyrst og
fremst umgjörð um þennan dýr-
mæta félagsskap.
Við sendum Guðrúnu, Gunnari,
Önnu, Halldóru, fjölskyldum
þeirra og öðrum aðstandendum og
vinum Trausta innilegar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning hans.
Magnús og
Páll Harðarsynir.
Elsku Bjarney mín.
Nú er sunnudagur.
Ég vaknaði klukkan
fimm alveg eins og þú. Þú vaknaðir
oft klukkan fimm, en það er allt í
lagi. Þeir sem hafa Guð í sínu hjarta
geta allt, líka vaknað klukkan fimm.
Síðastliðinn sunnudag kvaddir þú
en samt kvaddir þú ekki því andi
þinn er svo sterkur og þinn karakt-
er. Þú ert hjá okkur í huga, þú ert
hjá okkur í hjarta, alveg eins og
Guð. Guð er góður, hann tók þig til
sín opnum örmum.
Himinninn var fagur og bjartur.
Guð hefur verið glaður að fá þig til
sín, alveg eins og þú. Þú varst glöð,
þegar við komum til þín fólkið hér í
Melasíðu 2. Ávallt gastu spjallað,
gerðir gott úr öllum hlutum. Eitt
stóð upp úr, alltaf varstu fín, uppá-
klædd í fallegu pilsi og peysu.
Bjarney M.
Arinbjarnardóttir
✝ Bjarney MagneaJonna Arinbjarn-
ardóttir fæddist á
Skriðulandi í Arn-
arneshreppi 3. júní
1924. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akureyr-
ar 23. nóvember síð-
astliðinn.
Útför Bjarneyjar
fór fram frá Gler-
árkirkju 2. des. sl.
Þú áttir alltaf
súkkulaðirúsínur eða
súkkulaði til að gefa
okkur með kaffinu úr
þínum fallegu rósóttu
bollum og servíettur;
ekki má gleyma því,
mín kæra. Þær topp-
uðu allt, undir bollann
lagðir þú fallega serví-
ettu sem gerði það að
verkum. Það gladdi
hjarta mitt og örugg-
lega fleiri hjörtu sem
komu til þín.
Sjálf er ég þakklát
fyrir að hafa kynnst þér, ég er þakk-
lát Guði fyrir það að þér gat ég
sinnt. En nú sinnir Guð þér. Þínum
aðstandendum gefur hann styrk í
sorginni, kannski gleði líka því þú
ert á öruggum stað, öruggum sem
við förum öll til. Gaman var að
kynnast þér.
Guð styrki Önnu og Örnu og
þeirra fjölskyldur. Kærleikskveðja
til þín og þinna nánustu með góðum
styrk.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Áslaug, Melasíðu 2h.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi.
SIGURÐUR SIGURÐSSON
Fyrrv. veitingamaður
Gnoðarvogi 60
Reykjavík
verður jarðsunginn í Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 18. desember kl.11.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vildu minnast
hans er bent á styrktarsjóð félags nýrnasjúkra, kt: 670387-1279
Stefanía Guðrún Þorbergsdóttir,
Sigurður Þ. Sigurðsson, Steinunn Sæmundsdóttir,
Jórunn Anna Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
LÁRA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Laugateigi 54,
Reykjavík,
sem andaðist á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi þriðjudaginn 9. desember.
Verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
18. desember klukkan 13:00.
Skúli Þór Magnússon, Guðrún Jóhannesdóttir,
Árni Magnússon,
Jóhanna Magnúsdóttir, Óskar Margeirsson.
✝
Elskuleg systir mín,
ÞÓRA KRISTJÓNSDÓTTIR,
Brekkuvegi 4,
Seyðisfirði,
er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Guðni Kristjónsson.
✝
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi,
ODDUR JÓNSSON,
Sunnuhlíð 19b,
Akureyri,
sem lést á heimili sínu miðvikudaginn
10. desember, verður jarðsunginn frá Akureyrar-
kirkju föstudaginn 19. desember kl.13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Ólöf Oddsdóttir, Jón Laxdal Jónsson
Stefán M. Jónsson, Halla Sif Svavarsdóttir
Elín J. Jónsdóttir, Anton Helgason
Kolbrún Ósk Jónsdóttir
Jón Már Jónsson, Anna Þóra Árnadóttir
Elma Berglind Stefánsdóttir,
Lóa Júlía Antonsdóttir,
Daníel Örn Antonsson,
Sigurður Vilmundur Jónsson,
Halldóra Auður Jónsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
LÍSABET S. DAVÍÐSDÓTTIR,
Barðastöðum 7,
Reykjavík,
lést á Landspítala Landakoti föstudaginn
12. desember.
Útför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 18. desember kl. 13.00.
Björn A. Óskarsson,
Davíð Björnsson, Ólöf Lilja Sigurðardóttir,
Óskar Björnsson, Halla Katrín Svölu-og Arnardóttir
Sigurður Jón Björnsson, Sigrún Jónsdóttir
og barnabörn.
Upp úr miðri síð-
ustu öld voru það for-
réttindi að eiga ætt-
ingja í siglingum.
Fyrir þá fullorðnu gat
það auðvitað haft
mildandi áhrif á vöruskort og höft
af ýmsu tagi, en fyrir börnin voru
þessi forréttindi allt annars eðlis.
Stoltið af því að eiga frænda sem
sigldi, og meira að segja með kask-
eiti, var upphafning sem við skild-
um. Tenging við hetjurnar í ótal
strákabókum, leyndardómsfullur
gluggi yfir landamæri og út í hinn
stóra heim. Ekki svo að skilja að við
höfum ekki kunnað að meta fínu
leikföngin og útlenska gottið, en
hvorugt var þó það mikilvægasta
við Gunnar frænda.
Hann Gunnar frændi sigldi með
kaskeiti og hann skipaði sér vissu-
lega á sess með hetjunum. Um ým-
islegt annað hafði hann þó jafnvel
fekar sérstöðu í barnshuganum.
Hann átti heima á næsta ævintýra-
legum stað, eiginlega í slippnum við
Mýrargötuna. Þangað var gott að
koma. Hann átti konu sem tók jafn
vel á móti börnum og fullorðnum og
var ósínk að lána frábærar stráka-
bækur. Svo átti hann tvær dætur,
sem höfðu að vísu þann löst að vera
ekki strákar, en voru að öðru leyti
jafn ásættanlegar og eintök af þess-
ari erfiðu dýrategund, stelpur, gátu
verið.
En Gunnar var umfram allt
Gunnar
Matthíasson
✝ Gunnar Matthías-son fæddist í
Reykjavík 28. október
1925. Hann lést á
heimili sínu 30. nóv-
ember síðastliðinn og
var jarðsungnn frá
Neskirkju 9. desem-
ber.
„frændi“ og hann er
undirrituðum enn
táknmynd þess hug-
taks. Í minningunni
er hann eins og mót-
aður af heilræða-
vísum; „lítillátur, ljúf-
ur, kátur“ væri ágætis
byrjun á þeirri mann-
lýsingu. Hann kom
alltaf til dyranna eins
og hann var klæddur
og hann hafði jafn-
framt þann sjaldgæfa
eiginleika að taka öðr-
um athugasemda-
laust, eins og þeir komu fyrir. Gegn
um barnæsku og brokkgeng ung-
lingsár var það ómetanlegt að hitta
öðru hvoru frænda sem virtist ekki
telja neina þörf á að reyna að
breyta þér. Tók þér alltaf fagnandi
sem einstaklingi en ekki aðeins
óhjákvæmilegum fylgifiski hinna
fullorðnu, og bar þér þau skilaboð
að þú værir í lagi, þrátt fyrir öll
gönuhlaupin í tilverunni.
Gunnar var hvorki hávær né
deilugjarn. Systir hans, árinu eldri,
minnist nú margs sem brallað var
og brasað og fullyrðir að það eina
sem sér hafi aldrei tekist að fá litla
bróður til að gera hafi verið að ríf-
ast. Einhvern veginn er ekki erfitt
að trúa því, enda nánast ómögulegt
að ímynda sér Gunnar frænda við
þær aðstæður.
Þegar að leiðarlokum kemur get-
ur verið erfitt að koma orðum að
þeim tilfinningum sem minningarn-
ar vekja. Eiginlega eru það aðeins
tvö orð sem koma upp í hugann og
ég þykist vita að systkini mín,
Kristín, Ella Sigga, Matti og
Gummi, taka undir þau með mér.
Takk, frændi.
Halldór K. Valdimarsson
(Haddi).