Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2008 F í t o n / S Í A –meira fyrir heilsuna Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um laugardaginn 3. janúar 2009 heilsu og lífsstíl Fáðu þér áskrift að Morgunblaðinu á mbl.is/askrift Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Tekið er við auglýs- ingapöntunum til kl. 16 föstudaginn 19. desember 2008. Meðal efnis í blaðinu verður: Hreyfing og líkamsrækt Hvað þarf að hafa í ræktina Vinsælar æfingar fyrir eldra fólk Heilsusamlegar uppskriftir Andleg vellíðan Bætt heilsa á viku – góð ráð Ráð næringarráðgjafa Umfjöllun um fitness Jurtir og heilsa Meðferð gegn offitu Fasta – kostir og ókostir Mikilvægi þess að fara í krabbameinsskoðun Skaðsemi reykinga Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum Þetta er tíminn til að huga að heilsu sinni og lífs- stíl og taka nýja stefnu. Í þessu blaði verða kynntir fjölmargir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl í byrjun ársins 2009. FR Á AU GL ÝS IN GA DE ILD M OR GU NB LA ÐS IN S FRÉTTIR af nið- urstöðum úr haustralli Hafrannsóknastofn- unar eru fágæt gleði- tíðindi nú um stundir. Hamingjan er fólgin í því að tölur benda ein- dregið til að þorsk- stofninn sé mun betur haldinn en fyrri rannsóknir gáfu til kynna. Þetta styður fullyrðingar fjölmargra sjómanna um að staða stofnsins sé hvergi jafn slæm og stofnunin hefur viljað halda fram. Hrygningarstofn þorsksins virðist loks vera að braggast. Nýliðun og vöxtur eru sömuleiðis á batavegi þó að tölur varðandi þá stofnstærð- arþætti séu enn ekki viðunandi. Tillaga tilbúin í þinginu Niðurstöður haustrallsins gefa tilefni til að minna á þingsályktun- artillögu sem þrír þingmenn Frjáls- lynda flokksins (Guðjón A. Krist- jánsson, Grétar Mar Jónsson og Jón Magnússon) hafa lagt fram á Alþingi. Efni hennar er að leyfileg- ur þorskafli fiskveiðiársins 2008- 2009 verði aukinn um 90.000 tonn. Heildar afli þorsks verði þannig alls 220.000 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Öllum ætti að vera ljós sú höf- uðnauðsyn okkar nú að auka tekjur og atvinnu í landinu. Útflutnings- verðmæti þess þorskafla sem þing- menn flokksins hafa lagt til gæti verið um 40-50 milljarðar króna. Það munar um minna. Við í Frjálslynda flokknum höf- um hvergi farið dult með þá skoðun okkar að það sé ábyrg afstaða við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu að leggja til auknar þorskveiðar. Við höfum verið sannfærð um að árferði í lífríki sjávar við landið sé nú með þeim hætti að ávinning- urinn sé vís en líffræðileg áhætta sé engin. Niðurstöður úr haustralli Hafró sýna að mat okkar hefur verið réttmætt. Hik og fálm rík- isstjórnarinnar í þessu máli hefur verið með ólíkindum. Nú verður ekki búið við það lengur. Ákveðnar hugmyndir Frjálslyndi flokk- urinn hefur einnig mótað hugmyndir um það hvernig beri að ráðstafa þeirri 90 þús- und tonna kvótaaukn- ingu í þorski sem við viljum sjá á yfirstand- andi fiskveiðiári. Við leggjum til að 40.000 tonn fari beint í núver- andi aflahlutdeild- arkerfi þar sem þeim verði úthlutað með hefðbundnum hætti til fiskiskipa af öllum stærð- um sem á annað borð hafa hlut- deild í þorskstofninum. Síðan leggjum við til að þeim 50 þúsund tonnum af þorski sem um- fram er þau 170 þúsund sem við leggjum til að varið sé í afla- hlutdeildarkerfið verði ráðstafað til leigu um viðskiptamarkað. Til þess þarf setja löggjöf um sölu og leigu á aflaheimildum. Slíkt ætti að vera hægur vandi, sé á annað borð póli- tískur vilji fyrir hendi fyrir jafn eðlilega, skynsamlega og sann- gjarna tilhögun. Leiga og sala afla- heimilda fari aðeins um þann far- veg sem markaður er um slík viðskipti. Megininntak í slíkri löggjöf verði að útgerðum beri að nýta aflaheim- ildir til veiða. Við sölu eða leigu á aflaheimild verði hún skilgreind sem afnotaréttur í takmarkaðan tíma gegn leigugjaldi. Kærkominn tekjustofn Við viljum að tekjum ríkissjóðs af viðskiptum með aflaheimildir verði skipt að jöfnu milli ríkis og sveitarfélaga. Þetta yrði kærkomin búbót á viðsjárverðum tímum þar sem bæði sjóðir bæði ríkis og sveit- arfélaga berjast hreinlega í bökk- um. Tillögur okkar eru að ákveðnum þúsundum tonna af þorski verði markaður farvegur til leigu, sér- staklega frá þeim svæðum þar sem verulegur samdráttur hefur orðið í aflaheimildum og hagvöxtur síðustu ára hefur verið hvað minnstur og jafnvel neikvæður. Þær heimildir verði leigðar með þeim skilyrðum að gert verði út frá viðkomandi landsvæði og aflinn seldur þar á markaði og unninn. Leigutekjum ríkisins af þessum sérúthlutuðu veiðiheimildum verði ráðstafað til atvinnuuppbyggingar á sömu land- svæðum. Þannig væri komið á fót raunverulegum mótvægisaðgerðum í strandbyggðum landsins. Um þetta þyrfti að setja sér lög um leigu eða sölu aflaheimilda eða lög sem marka ríki og sveitarfélögum tekjur af þeim viðskiptum. Slík lagasetning veltur einnig á pólitísk- um vilja meirihluta löggjafavaldsins sem er Alþingi þjóðarinnar. Blásið til sóknar Þingsályktunartillaga þriggja þingmanna Frjálslynda flokksins er nú til meðferðar í landbúnaðar- og sjávarútvegsnefnd þingsins. Það ber að afgreiða hana þaðan nú í snatri og áður en Alþingi fer í jóla- leyfi. Þá yrði 40.000 tonna aukning í þorskkvóta gefin út strax um ára- mót. Á meðan þingið er í jólaleyfi væri síðan hægt að útbúa löggjöf um leigumarkað og skiptingu milli ríkis og sveitarfélaga á þeim 50.000 tonnum sem eftir stæðu. Þá löggjöf gæti þingið síðan afgreitt um leið og það kæmi saman eftir áramót. Þegar upp væri staðið væri því með tiltölulega einföldum aðgerð- um búið að færa strandbyggðum Íslands, sjávarútveginum og þjóð- inni allri, atvinnuskapandi hjálp- arpakka að verðmæti allt að 50 milljarðar króna. Aukning þorsk- kvótans um 90.000 tonn yrði hrein fjörsprauta fyrir atvinnulífið og fólkið í landinu. Þetta yki á bjart- sýni, þor og dug þjóðarinnar. Við höfum nú undir höndum vís- indaleg gögn sem styðja þessa ákvörðun. Það eina sem skortir nú er pólitískt hugrekki. Það höfum við í Frjálslynda flokknum. Nú reynir á hvort slíkt sé einnig að finna hjá ríkisstjórnarflokkunum. Upp, upp mín sál og þorskurinn með Magnús Þór Hafsteinsson vill að þorsk- veiðikvótinn verði aukinn » Aukning þorsk- kvótans um 90.000 tonn yrði hrein fjör- sprauta fyrir atvinnu- lífið og fólkið í landinu. Þetta yki á bjartsýni, þor og dug þjóðarinnar. Magnús Þór Hafsteinsson Höfundur er fiskifræðingur og varaformaður Frjálslynda flokksins. ÞORSTEINN Þor- steinsson, markaðs- stjóri RÚV, birti í Morgunblaðinu 15. des- ember sl. svar við grein minni í sama blaði frá 12. desember. Í grein minni held ég því m.a. fram að skv. frumvarpi menntamálaráðherra um takmarkanir á aug- lýsingatímum RÚV í Sjónvarpinu geti stofnunin aukið tekjur sínar verulega. Ólíkt þessu halda for- svarsmenn RÚV því fram að það verði til að skerða auglýsingatekjur um 350 til 400 m.kr. á ári. Þorsteinn segir að í grein minni beiti ég „undarlegri talnaspeki“, að reikningslíkan mitt haldi ekki vatni og ég skáldi sekúnduverð RÚV. Til áréttingar þá er það meðalsek- únduverð sem ég nota í mínum út- reikningum byggt á verðskrá RÚV sem nálgast má á heimasíðu félags- ins (www.ruv.is). Áhugasamir geta sjálfir kynnt sér málið. Á heimasíð- unni má sjá að í gildi eru þrír grunnverðflokkar. Ég reikna út meðalverð hvers flokks og áætla út frá áhorfi hvaða verðflokk skuli miða við á hverri klukkustund. Allt tal Þorsteins um að ég sé að gera ráð fyrir „of- urhækkun RÚV“ á verðskrá er því út í hött. Miklu fremur eru hér komnar fram játn- ingar forsvarsmanna RÚV um að þeir hafa ekki farið eftir verðskrá, sem stjórn félagsins hefur sett samkvæmt lögum, og virðast ekki ætla að gera það í framtíðinni. Mað- ur hlýtur að spyrja sig út frá mál- flutningi Þorsteins hvort opinber verðskrá RÚV sé eitthvert grín í augum forsvarsmanna stofnunar- innar. Þorsteinn gagnrýnir einnig for- sendur mínar um nýtingu á auglýs- ingatímum RÚV. Til upplýsingar þá geri ég ráð fyrir hógværum nýting- arhlutföllum sem taka mið af ástandinu í þjóðfélaginu. Ef ég leyfi mér að vera svartsýnn fyrir hönd RÚV og gef mér að einungis náist 50% nýting á kjörtíma, sem væri gríðarlegur samdráttur frá yf- irstandandi ári, þá myndu auglýs- ingatekjur Sjónvarps engu að síður nema ríflega milljarði króna sem er 40 til 50% hærra en var á síðasta ári. Frumvarp menntamálaráðherra er m.a. lagt fram til að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla og bæta samkeppnisstöðu þeirra. Ég fagna frumvarpinu og hvet þingmenn og aðra að mynda sér sjálfstæða skoð- un á áhrifum þess á auglýsinga- tekjur RÚV. Ég tel frumvarpið já- kvætt skref en að of stutt sé stigið í að jafna samkeppnina. Miðað við mat forsvarsmanna RÚV á áhrifum þess er augljóst að þeir hyggjast hér eftir sem hingað til ekki fara eftir eigin verðskrá og reglum um afslætti. Játningar forsvarsmanna RÚV Pétur Pétursson fjallar um verðskrá og auglýsingatekjur RÚV »Maður hlýtur að spyrja sig út frá málflutningi Þorsteins hvort opinber verðskrá RÚV sé eitthvert grín í augum forsvarsmanna stofnunarinnar. Pétur Pétursson Höfundur er framkvæmdastjóri sölusviðs 365 miðla ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.